Námavinnsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Námavinnsla felst í því að sækja verðmæt steinefni eða önnur jarðefni úr iðrum jarðar eða af yfirborði hennar (t.d. malarnám). Á meðal efna sem unnin eru með námavinnslu eru báxít, kol, kopar, gull, silfur, demantar, járn, eðalmálmar, blý, kalksteinn, nikkel, fosföt, jarðsalt, tin og úran. Flest efni sem ekki eru annaðhvort ræktuð í landbúnaði eða framleidd á rannsóknarstofum eða verksmiðjum eru sótt með námavinnslu.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.