Fara í innihald

Súkre

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðsetur héraðsstjóraembættisins í Súkre.

Súkre (spænska: Sucre) er önnur tveggja höfuðborga Bólivíu. Í borginni hefur dómsvaldið og löggjafavaldið aðsetur, á meðan að stjórnin hefur aðsetur í La Paz. Í borginni búa u.þ.b. 300.000 manns (2011).

Borgin sem áður var nefnd La Plata, var gefið nýtt nafn um leið og hún var gerð að höfuðborg árið 1839, og látin heita eftir þjóðarhetjunni Antonio José de Sucre.[1]

  1. Sucre., Sociedad Geográfica (1903). Diccionario geográfico del Departamento de Chuquisaca: contiene datos geográficos, históricos y estadisticos. Impr. "Bolívar" de M. Pizarro. bls. 296–97.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.