Fara í innihald

Leiðtogar Kommúnistaflokks Alþýðulýðveldisins Kína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leiðtogar Kommúnistaflokks Alþýðueldisins Kína eru leiðtogar Kommúnistaflokksins frá stofnun hans í maí, 1921.

Deng Xiaoping[breyta | breyta frumkóða]

Deng Xiaoping var leiðtogi Kommúnistaflokks Alþýðulýðveldis Kína 22. desember 1978 - 12. október 1992. Hann var lengi í útistöðum við stefnu Mao í kína, og komst ekki til valda fyrr en eftir dauða hans. Sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Alþýðulýðveldinu Kína var Deng siðbótarmaður sem leiddi Kína í átt að markaðshagkerfi. Þrátt fyrir að hafa aldrei gegnt formlegu embætti sem þjóðhöfðingi eða leiðtogi ríkisstjórnar Kína þá var hann engu að síður talinn meginleiðtogi „annarrar valdakynslóðar“ Alþýðulýðveldisins Kína frá 1978 til 1990.

Jiang Zemin[breyta | breyta frumkóða]

Jiang Zemin var leiðtogi Kommúnistaflokks Alþýðulýðveldis Kína frá 27. mars 1993 - 15. mars 2003. Hann tók við af Deng Xiaoping sem leiðtogi flokksins. Hann hafði mjög lítið bakland á bak við sig, þegar hann var kosinn formaður flokksins og var fyrst álitin vera aðeins til bráðabirgða. Undir forystu hans, upplifði Alþýðulýðveldið Kína gríðarlegar efnahagsumbætur; friðsamlega yfirtöku á stjórnun Hong Kong, Bretlands og Macau, Portúgals; og bætt samskipti við umheiminn. Á sama tíma hélt kommúnistaflokkurinn fast í stjórnartaumana.

Hu Jintao[breyta | breyta frumkóða]

Hu Jinato var leiðtogi Kommúnistaflokks Alþýðulýðveldis Kína frá 15. mars 2003 og sat í því hlutverki til ársins 2012. Hann tók við af Jiang Zemin sem leiðtogi flokksins. Hann varð yngsti meðlimur í æstaráði flokksins árið 1992. Á valdatíma Hu jukust áhrif Kínverska Alþýðulýðveldisins í Afríku, Rómönsku Ameríku og öðrum þróunarríkjum mjög.

Xi Jinping[breyta | breyta frumkóða]

Xi Jinping hefur verið leiðtogi Kommúnistaflokks Alþýðulýðveldis Kína frá árinu 2012 og forseti Alþýðulýðveldisins frá 2013. Hann hefur á valdaárum sínum safnað meiri persónuvöldum en tíðkast hefur hjá forverum hans og útnefndi engan arftaka á flokksþinginu árið 2017.