Fara í innihald

Hu Jintao

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Hu, eiginnafnið er Jintao.
Hu Jintao
胡锦涛
Hu Jintao árið 2011.
Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins
Í embætti
15. nóvember 2002 – 15. nóvember 2012
ForveriJiang Zemin
EftirmaðurXi Jinping
Forseti Alþýðulýðveldisins Kína
Í embætti
15. mars 2003 – 14. mars 2013
ForsætisráðherraWen Jiabao
VaraforsetiZeng Qinghong
Xi Jinping
ForveriJiang Zemin
EftirmaðurXi Jinping
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. desember 1942 (1942-12-21) (81 árs)
Taizhou, Jiangsu, Kína
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Kína
MakiLiu Yongqing (g. 1949)
BörnHu Haifeng, Hu Haiqing
HáskóliTsinghua-háskóli
StarfVerkfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Hu Jintao (胡|锦|涛 á kínversku) (fæddur 21. desember 1942) var leiðtogi Kínverska Alþýðulýðveldisins á árunum 2002 til 2013. Hann var Aðalritari kommúnistaflokksins í Kína frá 2002 til 2012, forseti Kínverska Alþýðulýðveldisins frá 2003 til 2013 og formaður Hermálaráðs Kína frá 2004 til 2012. Hann telst til svokallaðrar „fjórðu kynslóðar“ leiðtoga í Alþýðulýðveldisins Kína.

Hu (sem er fjölskyldunafn hans) hefur varið nær allri starfsæfi sinni í kommúnistaflokknum, sem flokksleiðtogi í Sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet, seinna sem ritari á skrifstofu Aðalritara Kínverska kommúnistaflokksins og að lokum sem varaforseti hins frjálslynda Jiang Zemin sem beitti sér fyrir nútímavæðingu Kína.

Hu hefur verið lýst sem hlédrægum stjórnanda. Frami hans til lýsir umskiptunum á hinum gamla forystukerfi kommúnista til yngri raunsærri embættismanna. Hann studdi mjög nútímavæðingu Kína en hefur í seinni tíð beitt sér fyrir auknum afskiptum af hagkerfinu. Hann hefur að mestu þótt íhaldssamur í pólitískum umbótum.

Í utanríkismálum var Hu talsmaður nálgunar sem nefnd hefur verið „friðsamleg þróun Kína“ þar sem sóst er eftir „mjúkum völdum“ í alþjóðasamskiptum. Á valdatíma Hu hafa áhrif Kínverska Alþýðulýðveldisins í Afríku, Rómönsku Ameríku og öðrum þróunarríkjum aukist mjög.

Hu og Liu Yongqing eiginkona hans. Þau kynntust á námsárunum í Tsinghua-háskóla. Þau eiga tvö börn: soninn Hu Haifeng og dótturina Hu Haiqing. Hún er tveimur árum eldri en Hu.

Pólitískri hugmyndafræði Hu hefur í stuttu máli verið lýst sem leit að „samfélagi jafnvægis og friðsamlegs vaxtar“ innanlands og friðsamlegum þróun á alþjóðavettvangi.

Hu settist í helgan stein árið 2013. Við honum tók Xi Jinping sem Aðalritari kommúnistaflokksins og forseti Kína.

Upphafsár[breyta | breyta frumkóða]

Hu Jintao fæddist í Jiangyan, Jiangsuhéraði 21. desember 1942. Afi hans flutti fjölskylduna frá Jixi í Anhui-héraði til Jiangyan. Þrátt fyrir að faðir hans hafi átt lítið te-fyrirtæki í Taizhou var fjölskylda Hu fremur fátæk. Móðir hans lést þegar hann var á sjöunda aldursári og var hann þá alinn upp af frænku sinni. Í menningarbyltingunni var faðir hans „fordæmdur“ og hafnað. Sá atburður virðist hafa sett svip sin á Hu sem hefur lagt rækt við að hreinsa nafn föður síns.

Hu þótti hæfileikaríkur nemandi í menntaskóla og hlaut þar úrvalseinkun meðal annars í söng og dans. Árið 1964 gekk hann til liðs við Kommúnistaflokk Kína meðan hann var nemandi í Tsinghua-háskóla í Beijing. Hann varð nemendaformaður Tsinghua á þeim tíma. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í rafmagnsverkfræði með sérsvið í straumfræði (e. hydraulic engineering) árið 1965. Á námsárunum í Tsinghua-háskóla hitti Hu samstúdent sinn Liu Yongqing sem hann giftist. Þau eiga tvö börn: soninn Hu Haifeng og dótturina Hu Haiqing.

Árið 1968 bauðst Hu til að þjóna í Ganzu og vinna við byggingu Liujiaxia vatnsaflsvirkjunarinnar. Að auki vann að flokksmálum fyrir útibú ráðuneytis Vatnsauðlinda og raforku. Á sjöunda áratugnum varð hann sterkur fylgjandi búddatrúar. Frá 1969 – 1974 vann Hu sem verkfræðingur fyrir Sinohydro sem er stórt verkfræði- og verktakafyrirtæki.

Flokksframi[breyta | breyta frumkóða]

Lærimeistari Song Ping[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1974 varð Hu flokksritari í Gansu. Næstu ár einkenndust af frama innan flokksins í hækkaði hann í Ganzu. Þegar svokölluð „önnur valdakynslóð“ Alþýðulýðveldisins Kína var að víkja fyrir þeirri „þriðju“ árið 1980, kallaði Deng Xiaoping leiðtogi eftir fleiri byltingarkenndum yngri kommúnistaleiðtogum sem væru menntaðri og sérhæfðari. Til að svara leitarkallinu að yngri mönnum uppgötvaði Song Ping, aðalritari Kommúnistaflokksins (ríkisstjóri) í Gansu-héraði, Hu Jintao og hækkaði hann í tign. Á sama tíma var jarðfræðingurinn og verkfræðingurinn Wen Jiabao sem einnig var studdur af Song Ping hækkaður í tign. Þeir tveir áttu síðar eftir að leiða Kína.

Á skólabekk miðstjórnarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Áfram vann Hu ötult starf með ungliðahreyfingu flokksins. Árið 1982 hækkaði Hu sem var fertugur í tign sem ritari ungliðahreyfingar Kommúnistaflokksins í Gansu héraði. Lærimeistari hans, Song Ping, fluttist til Peking til að gegn stöðu skipulagsráðherra Kommúnistaflokks Kínverska Alþýðulýðveldisins. Hann fékk það mikilvæga hlutverk og ábyrgð að sjá um tilnefningar, framboð og kynningu nýliða innan flokkskerfisins. Og ekki leið á löngu uns lærimeistarinn lagði til að Hu var boðið til náms í Skóla Miðstjórnar Kommúnistaflokksins í höfuðborginni Beijing. Miklu skiptir þar að börn tveggja æðstu leiðtoga Kína voru samnemendur Hu: Annars vegar Deng Nan sem er dóttir Deng Xiaoping og Hu Deping sem er sonur Hu Yaobang. Þessi nýju tengsl Hu virðast hafa nýst honum þannig að Deng Xiaoping og Hu Yaobang þáverandi leiðtogar hafi fengið augastað á honum. Með öll þessi tengsl upp á vasann, stuðning Song Ping, Hu Yaobang, Deng Xiaoping var brautin rudd og framtíð Hu björt.

Á Sigurdeginum í Moskvu 9. maí 2010. Í utanríkismálum hefur Hu verið talsmaður nálgunar sem nefnd hefur verið „friðsamleg þróun Kína“ þar sem sóst er eftir „mjúkum völdum“ í alþjóðasamskiptum. Á valdatíma Hu hafa áhrif Kínverska Alþýðulýðveldisins í Afríku, Rómönsku Ameríku og öðrum þróunarríkjum aukist mjög.

Og áfram vann Hu ötult í ungliðahreyfingu flokksins. Hann sem nú orðinn forstöðumaður Kínverska Æskulýðsráðsins fylgdi Hu Yaobang aðalritara Kommúnistaflokksins, víða í heimsóknir innan Kína. Urðu með þeim góð kynni.

Flokksritari í Guizhou[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1985 þrýsti Hu Yaobang á að ferðafélagi sinn Hu Jintao hækkaði í tign og tæki við yfirstjórn Kommúnistaflokksins í Guizhou. Hann varði því ólíkt mörgum öðrum upprennandi forystumönnum flokksins, mestum ferli sínum í fátækari hluta Kína en ekki í hagsæld strandsvæða Kína.

Flokksritari Kommúnistaflokksins í Tíbet[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1988 tók hann við yfirstjórn flokksins í sjálfstjórnarsvæðinu Tíbet og gegndi því til 1992. Árið 1989 þótti hann sýna fádæma hörku gegn aðskilnaðarsinnum í Tíbet sem mótmæltu á 30 ára afmæli tíbetsku uppreisnarinnar 1959.

Yngsti meðlimur æðstaráðs flokksins[breyta | breyta frumkóða]

Þessi framganga Hu í Tíbet varð til þess að hann var kallaður heim til starfa i sjö manna æðstaráði flokksins árið 1992. Deng Xiaoping og svokölluð „önnur forystukynslóð Kína“ var þá að afhenda völd til Jiang Zemin og „þriðja kynslóðarinnar“. Deng vildi að þeir íhuguðu við það tilefni að „fjórðu kynslóðinni“ að framtíðarleiðtogum, helst einhverjum undir fimmtíu. Áðurnefndur Song Ping lærimeistari Hu mælti að sjálfsögðu með honum sem mögulegum framtíðarframbjóðanda. Rétt fyrir 50 ára afmæli varð Hu Jintao yngsti meðlimur sjö manna æðstaráði flokksins.

Stuðningsmaður Jiang Zemin[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1993 tók Hu yfirstjórn á skrifstofu Miðstjórnar flokksins sem sá um daglegan rekstur Miðstjórnarinnar sem og Flokksskóla Miðstjórnarinnar. Honum stýrði þar almannatenglum, auk undirbúnings yngri flokksmanna til æðri starfa. Hu átti því auðvelt um vik með að afla stuðningsmanna meðal nemenda. Hu hafði einnig umsjón með mótun hugmyndafræði flokksins. Hann þótti mjög dyggur stuðningsmaður Jiang Zemin sem svo mjög beitti sér fyrir nútímavæðingu, og gætti þess að Jiang væri alltaf í sviðsljósinu. Hu var síðan varaforseti Kína árið 1998 og Jiang Zemin fékk honum virkara hlutverk í utanríkismálum.

Forystumaður Alþýðulýðveldisins[breyta | breyta frumkóða]

Hugmyndafræði Hu[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2002 var Hu kjörinn aðalritari Kínverska Kommúnistaflokksins og Wen Jiabao forsætisráðherra. Þeir voru talsmenn pólitískrar hugmyndafræði sem áherslu á að draga úr misrétti innan Kína. Aukin landsframleiðsla mætti ekki verða á kostnað almennrar velferðar. Leita yrði „jafnvægis og friðsamlegs vaxtar“ innan kínversks samfélags. Kastljósinu var því beint að efnaminni héruðum Kína. Að auki yrði að huga mun meir að umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Aukið skoðanafresli var þó ekki á dagskrá. [1]

Þeir félagar sem nú tilheyrðu „fjórðu kynslóðinni“ sem tók við völdum átti þó eftir að fást við Jiang Zemin sem vildi halda völdum þrátt fyrir háan aldur. Hugmyndir Hu og Wen Jiabao um minni áherslu á hagvöxt mættu andstöðu frá hóp sem stóð að baki Jiang Zemin og kenndur er við Shanghai borg. Kínversk stjórnmál síðari ára hafa einkennst af samkeppni milli Shanghai hópsins og Hu og Wen Jiabao.

Allt er þegar þrennt er. Hu stýrir þremur helstu valdastofnunum Alþýðulýðveldisins Kína: Hann varð aðalritari kommúnistaflokksins frá 2002, forseti Kínverska Alþýðulýðveldisins frá 2003 og formaður Hermálaráðs Kína frá 2004. Hér er hann með Dímítrí Medvedev í heimsókn í ágúst 2008.

Allt er þegar þrennt er[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Jiang lét af störfum í hermálanefndinni árið 2004 varð Hu Jintao að fullu leiðtogi Kínverska Alþýðulýðveldisins. Allt er þegar þrennt er: Hu tók stjórn á þeim þremur stofnunum þar sem völd Alþýðulýðveldisins liggja. Hann varð Aðalritari kommúnistaflokksins í Kína árið 2002, forseti Kínverska Alþýðulýðveldisins árið 2003 og loks formaður Hermálaráðs Kína frá 2004. Hin „fjórða kynslóð“ leiðtoga í Alþýðulýðveldisins Kína var tekin við.

Gagnrýni[breyta | breyta frumkóða]

Frá því snemma á níunda áratugnum hefur Alþýðulýðveldið Kína þróast frá því alræði sem einkenndi tíma Maó. Það voru „önnur og þriðja kynslóðin“ sem höfðu forystu að þeirri framþróun undir forystu Deng Xiaoping og Hu Yaobang og síðar Jiang Zemin. Enn eiga Kínverjar þó langt í land. Hu hefur reynst íhaldssamur og varkár á breytingar í frelsisátt.

Árið 2009 taldi Hu að núverandi kerfi í Kína væri vænlegt og betri en önnur. Vestrænir kerfishættir, til að mynda aðskilnaður framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds, eða fjölflokkakerfi, yrðu aldrei innleiddir í Kína. „Við munum aldrei apa í blindni eftir stjórnmálakerfinu í öðrum löndum,“ sagði Hu. „Sagan sýnir að það er blindgata fyrir Kínverja að taka hugsunarlaust upp vestræna stjórnkerfishætti.“

Frelsi fjölmiðla hefur átt undir högg að sækja í Kína undanfarin ár. Og tilraunir stjórnvalda til að hefta það frelsi sem felast í internetinu eru kunnar. Þekktasta dæmi þar um eru átök milli vestræna fyrirtækisins Google og stjórnvalda.

Hu eftir valdatíð sína[breyta | breyta frumkóða]

Á lokaathöfn tuttugasta flokksþings Kommúnistaflokksins þann 22. október 2022 var Hu Jintao, sem sat við hlið eftirmanns síns Xi Jinping, leiddur burt af tveimur starfsmönnum með valdi. Atvikið vakti mikla athygli og vangaveltur um það hvort Xi hefði vísvitandi látið vísa Hu burt til að sýna vald sitt. Getgátur voru um að Xi hefði viljandi látið fjarlægja Hu til að sýna fram á að hans tími væri liðinn, en Xi hefur rekið stjórnarstefnu sem er mjög frábrugðin valdatíma Hus og þykir einkennast af auknu gerræði.[2] Kínverskir ríkismiðlar gáfu þá skýringu að Hu hafi ekki liðið vel og hafi því verið leiddur burt af þinginu.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið: 228. tbl., bls. 4, 15. nóvember 2002. Við kjör Hu 2002 birti Morgunblaðið frétt sem bar fyrirsögnina „Skoðanafrelsi ekki á dagskrá í Kína“, undirfyrirsögn fréttarinnar var: „Hu Jintao barði niður mótmæli í Tíbet með harðri hendi árið 1989. Frami hans innan flokksins hefur verið óvenju hraður. Þykir líklegur til að halda áfram stefnu Jiang Zemin á flestum sviðum.“
  2. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir (22. október 2022). „Fyrrum forseti Kína leiddur út af flokksþingi með valdi“. RÚV. Sótt 14. mars 2023.
  3. Tryggvi Páll Tryggvason (22. október 2022). „For­veri Kína­for­seta leiddur á brott af flokks­þinginu“. Vísir. Sótt 14. mars 2023.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Jiang Zemin
Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins
(15. nóvember 200215. nóvember 2012)
Eftirmaður:
Xi Jinping
Fyrirrennari:
Jiang Zemin
Forseti Alþýðulýðveldisins Kína
(15. mars 200314. mars 2013)
Eftirmaður:
Xi Jinping