WOW air
WOW air | |
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
---|---|
Stofnað | Nóvember 2011 |
Örlög | Gjaldþrota 28. mars 2019 |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | Liv Bergþórsdóttir stjórnarformaður
Skúli Mogensen forstjóri |
Starfsemi | Flugfélag |
Starfsfólk | Um 1500 (2018)[1] |
Vefsíða | wowair.is |
WOW air var íslenskt lággjaldaflugfélag sem flaug til tuttugu áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum allt árið um kring. Flugfélagið var stofnað í nóvember 2011 og fór í jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí 2012.
Í október 2012 tók WOW air yfir rekstri Iceland Express. Ári seinna í október 2013 fékk WOW air flugrekstarleyfi frá Samgöngustofu, sem færði alla stjórn á flugrekstrinum yfir til flugfélagsins, sem er nú óháð öðrum flugfélögum.
Þann 5. nóvember 2018 var gefin út tilkynning um að Icelandair Group hafi gert kaupsaming um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu, en það stefndi í þrot.[2][3][4] Kaupin gengu ekki eftir og tók fyrirtækið Indigo við með áform um að kaupa félagið. [5] Það gekk þó ekki eftir og hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars 2019.[6]
WOW air rak eigin ferðaskrifstofu, WOW Travel, sem sérhæfði sig í lággjalda pakkaferðum, bæði til og frá Íslandi.
Fyrirhugað var að endurreisa flugfélagið árið 2020.[7] Þrotabú félagsins er nú í eigu bandarísku athafnakonunnar Michele Roosevelt Edwards.[8]
Áfangastaðir
[breyta | breyta frumkóða]- Alicante
- Amsterdam
- Barcelona
- Berlin
- Brussel
- Dublin
- Düsseldorf
- Edinborg
- Frankfurt
- Gran Canaria
- Kaupmannahöfn
- London
- Lyon
- Mílanó
- París
- Reykjavík
- Róm
- Salzburg
- Stokkhólmur
- Tenerife
- Varsjá
- Boston
- Chicago
- Cincinnati
- Cleveland
- Dallas
- Los Angeles
- New York
- Pittsburgh
- St. Louis
- Orlando
- San Francisco
- Washington, D.C.
Floti
[breyta | breyta frumkóða]WOW air notaði Airbus A320 flugvélar, sem eru þær vélar sem mörg af fremstu flugfyrirtækjum heims nota í dag. Þær pössuðu vel fyrir stutt flug á milli Evrópu og Íslands, en fyrir Ameríkuflugið notaði WOW air Airbus A321 vélar.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber vefsíða WOW air
- WOW Cyclothon Geymt 14 desember 2014 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Um okkur wowair.is
- ↑ Icelandair kaupir WOW air. Morgunblaðið, 5. nóvember 2018.
- ↑ Icelandair kaupir WOW air Geymt 14 janúar 2016 í Wayback Machine. Vísir, 5. nóvember 2018.
- ↑ Icelandair kaupir WOW air. Ríkisútvarpið, 5. nóvember 2018.
- ↑ Indigo reaches tentative agreement to buy Wow AirFlightglobal, skoðað 26 desember, 2018.
- ↑ „Wow hættir starfsemi“. RÚV. 28. mars 2019. Sótt 28. mars 2019.
- ↑ Lofar fyrstu ferð nýja WOW „innan fárra vikna“ Rúv, skoðað 8. janúar 2020.
- ↑ Ingólfur Bjarni Sigfússon; Ingvar Haukur Guðmundsson (4. febrúar 2021). „Huldukonan í háloftunum“. RÚV. Sótt 23. júní 2021.