Mýflug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beech Super King Air

Mýflug er íslenskt flugfélag, kennt við Mývatn og var stofnað árið 1985.

Félagið starfrækir þrjár mismunandi flugvélategundir fyrir mismunandi hlutverk: Beechcraft Super King Air, Piper Chieftain og Cessna 206. Megin áherslur Mýflugs eru á sjúkraflugið sem félagið sinnir samkvæmt samningi við Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið og tekur til alls sjúkraflugs á svonefndu Norðursvæði ásamt sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Einnig sinnir félagið leiguflugi innan Íslands sem utan, einkum til Grænlands og norðurlandanna.

Á sumrin eru starfrækt útsýnisflug frá Mývatni og Akureyri

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.