Mýflug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Beech Super King Air

Mýflug er íslenskt flugfélag, kennt við Mývatn og var stofnað árið 1985.

Félagið starfrækir þrjár mismunandi flugvélategundir fyrir mismunandi hlutverk: Beechcraft Super King Air, Piper Chieftain og Cessna 206. Megin áherslur Mýflugs eru á sjúkraflugið sem félagið sinnir samkvæmt samningi við Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið og tekur til alls sjúkraflugs á svonefndu Norðursvæði ásamt sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Einnig sinnir félagið leiguflugi innan Íslands sem utan, einkum til Grænlands og norðurlandanna.

Á sumrin eru starfrækt útsýnisflug frá Mývatni og Akureyri

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.