Air Iceland Connect

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Air Iceland Connect
Rekstrarform Flugfélag
Slagorð Skemmtum okkur innanlands
Stofnað 1997
Staðsetning Reykjavíkurflugvelli
Lykilmenn Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Starfsemi Áætlunarflug, fraktflug, leiguflug
Starfsmenn 250[1]
Vefsíða https://www.airicelandconnect.is/

Air Iceland Connect (áður Flugfélag Íslands) er íslenskt flugfélag, sem stofnað var í kjölfar samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Upprunalega nafn félagsins var Flugfélag Íslands en því var breytt árið 2017. Fyrirtækið var rekstrareining innan FL Group en er í dag hluti af Icelandair Group. Meirihluti flugferða eru á milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar.

 • Áfangastaðir

(Áfangastaðir árið 2020) Frá Reykjavík til:

 • Akureyrar
 • Egilsstaða
 • Ísafjarðar
 • Kulusuk Fáni Grænlands
 • Narsarsuaq Fáni Grænlands
 • Nuuk Fáni Grænlands
 • Ilulissat Fáni Grænlands
 • Nerlerit Inaat Fáni Grænlands
 • Tórshavn (Fær) samstarf við Atlantic Airways

Frá Akureyri til:

 • Grímsey
 • Þórshöfn
 • Vopnafjörður

Flug til Færeyja er í samvinnu við flugfélagið Atlantic Airways, flogið er frá Keflavíkurflugvelli.

Flug til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnarfjarðar er framkvæmt af flugfélaginu Norlandair

Flugfloti[breyta | breyta frumkóða]

 • 6 Fokker 50 (hættar í notkun)
 • 3 Bombardier Dash 8-106[2]
 • 3 Bombardier Q400

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Um Flugfélag Íslands, www.flugfelag.is
 2. Loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands[óvirkur hlekkur]
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.