Air Iceland Connect

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Air Iceland Connect/Icelandair
Rekstrarform Flugfélag
Slagorð Skemmtum okkur innanlands
Stofnað 1997
Staðsetning Reykjavíkurflugvöllur
Lykilpersónur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Starfsemi Áætlunarflug, fraktflug, leiguflug
Starfsfólk 250[1]
Vefsíða https://www.airicelandconnect.is/

Air Iceland Connect var íslenskt flugfélag, sem stofnað var í kjölfar samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Upprunalega nafn félagsins var Flugfélag Íslands en því var breytt árið 2017. Fyrirtækið var rekstrareining innan FL Group en er í dag hluti af Icelandair Group. Árið 2021 var ákveðið að fella merki og vef félagsins undir Icelandair.[2]

Meirihluti flugferða eru á milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar.

Áfangastaðir[breyta | breyta frumkóða]

Ein Fokker 50 véla félagsins á Reykjavíkurflugvelli þann 3. febrúar 2003.

(Áfangastaðir árið 2020) Frá Reykjavík til:

 • Akureyrar
 • Egilsstaða
 • Ísafjarðar
 • Vestmannaeyja
 • Kulusuk Fáni Grænlands
 • Narsarsuaq Fáni Grænlands
 • Nuuk Fáni Grænlands
 • Ilulissat Fáni Grænlands
 • Nerlerit Inaat Fáni Grænlands
 • Tórshavn (Fær) samstarf við Atlantic Airways (Flug til Færeyja var í samvinnu við flugfélagið Atlantic Airways, flogið var frá Keflavíkurflugvelli.)

Flug frá Akureyri[breyta | breyta frumkóða]

Flug til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnarfjarðar var framkvæmt af flugfélaginu Norlandair

 • Grímsey
 • Þórshöfn
 • Vopnafjörður

Flugfloti[breyta | breyta frumkóða]

 • 6 Fokker 50
 • 3 Bombardier Dash 8-202
 • 3 Bombardier Q400

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Um Flugfélag Íslands, www.flugfelag.is
 2. [https://www.ruv.is/frett/2021/03/09/air-iceland-connect-fer-undir-merki-icelandair Air Iceland Connect fer undir merki Icelandair ] Rúv, skoðað 9. mars, 2021.
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.