Primera Air

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Primera Air
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 2003 undir nafninu JetX
Staðsetning Kaupmannahöfn, Danmörk
Lykilpersónur Hrafn Thorgeirsson (CEO), Andri Már Ingólfsson (Forseti og eigandi)
Starfsemi Flugfélag
Starfsfólk 300
Vefsíða primeraair.com

Primera Air (áður JetX) var danskt flugfélag í eigu Primera Travel Group (sem á meðal annars Solresor, Bravo Tours, Lomamatkat, Heimsferðir og Solia) og meginmarkmið fyrirtækisins var að bjóða upp á flugþjónustu í tómstundaflugi og leiguflugi. Fyrirtækið hafði vaxið stöðugt á síðastliðnum árum og bauð upp á flug frá Skandinavíu til yfir 70 áfangastaða í Miðjarðarhafi, Austurlöndum nær, Asíu, Karíbahafi og Atlantshafi.

Árið 2009 stofnaði Primera Air dótturfélagið Primera Air Scandinavia með dönsku rekstrarleyfi.[1]

Þann 2. október 2018 lýsti flugfélagið yfir gjaldþroti og hætti allri starfsemi.[2]

Saga fyrirtækisins[breyta | breyta frumkóða]

Flugfélagið var stofnað árið 2003 undir nafninu JetX á Íslandi og starfaði samkvæmt íslensku flugrekandaskírteini. Árið 2008 tók Primera Travel Group flugfélagið eignarhaldi og endurnefndi það Primera Air ásamt því að skipa Jón Karl Ólafsson nýjan forstjóra Primera Air Scandinavia, sem var með höfuðstöðvar sínar í Kaupmannahöfn, Danmörku.[3] Velgengni Primera Travel Group í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi ýtti undir frekari útbreiðslu og vöxt á árunum sem á eftir komu; í júlí 2014 flaug Primera Air með 155.000 farþega í 1006 flugferðum þar sem meðalsætisnýting var 91%.[4]

Í ágúst 2014 tilkynnti Primera Air um stofnun nýs flugfélags – Primera Air Nordic – í Lettlandi sem átti að starfa samhliða Primera Air Scandinavia. Á sama tíma var ný netstjórnunarmiðstöð opnuð í Ríga sem átti að sjá um allan starfsrekstur flugfélagsins og einblína á áframhaldandi þróun eins og verið hafði á árunum á undan og að markaðssetja fyrirtækið utan Skandinavíu. Gott viðskiptaumhverfi, hæft vinnuafl og miklar gæðakröfur voru aðalástæðurnar fyrir flutningi stjórnstöðvarinnar. Enn meiri áhersla var lögð á flutninginn með skipun framkvæmdastjórans Hrafns Þorgeirssonar í stöðu nýs forstjóra yfir bæði Primera Air Scandinavia og Primera Air Nordic.[5][6][7]

Endurskipulagningin og sameining fyrirtækjanna hafði jákvæð áhrif. Árið 2015 var Primera Air með átta flugvélar í notkun með veltu upp á 250 milljónir Bandaríkjadala og þénaði yfir 5,2 milljónir evra í heildartekjur fyrir skatt (EBITDA). Fyrstu átta mánuði ársins 2016 þénaði flugfélagið 4 milljónir evra og áætlað var að upphæðin yrði 7,6 milljónir í enda ársins. Í dag er Primera Air danskt-lettneskt flugfélag með íslenska eigendur.[8][9][10]

Viðskiptalíkan[breyta | breyta frumkóða]

Í upphafi sá Primera Air um leiguflug fyrir stóra ferðaheildsala í Skandinavíu en smám saman fór fyrirtækið að selja aukasæti sem miða sem giltu eingöngu fyrir flug (e. flight-only) í sumu föstu leiguflugi árið 2013. Áframhaldandi velgengni gerði Primera Air kleift að auka bæði fjölda flugleiða og tíðni þeirra og þar með varð til blandað viðskiptalíkan fyrir leiguflug/áætlunarflug. Í dag er stærsti hluti flugferða hjá Primera Air í áætlunarflugi þótt sumar flugferðir sameini farþega í leiguflugi og hefðbundna farþega. Fyrirtækið sér einnig um aðskildar flugferðir sem eru eingöngu leiguflug.[11][12] Primera Air hefur einnig tilkynnt um aukna tíðni flugferða til vinsælustu áfangastaðanna í suðurhluta.[13]

Áfangastaðir[breyta | breyta frumkóða]

Boeing 737-800 frá Primera Air við akstur á Gran Canaria-flugvellinum

Almennt hélt Primera Air úti flugferðum fram og til baka frá flugstöðvum sínum í Skandinavíu til vinsælla ferðamannastaða við Miðjarðarhafsströnd Evrópu, Kanaríeyja, Asóreyja, Madeira, Búlgaríu og Tyrklands, auk leiguflugs næstum hvert sem er. Flugfélagið hélt úti árstíðabundnum sumar- og vetraráfangastöðum.[14] Síðla árs 2014 hóf Primera Air áætlunarflug frá Íslandi til tíu nýrra vetrar- og sumaráfangastaða, La Palma, Tenerife, Alicante, Salzburg, Malaga, Majorka og Barcelona, Bologna, Krítar og Bodrum.[15] 26. október 2014 hóf Primera Air vikulegt flug frá Gautaborg og Malmö til Al Maktoum flugvallar í Dubai og Tenerife, og frá Helsinki til Fuerteventura og Las Palmas. 16. nóvember bauð flugfélagið upp á nýja flugleið frá Keflavík til JFK í New York eftir að hafa fengið leyfi til að fljúga til Bandaríkjanna. Síðar sama ár bauð flugfélagið upp á fjórar nýjar vikulegar flugleiðir: Álaborg - Las Palmas, Kaupmannahöfn - Billund - Lanzarote, Árósar - Tenerife og Álaborg - Fuerteventura.[16] Árið 2015 skrifaði Primera Air undir samning að andvirði 30 milljón evra við nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum Frakklands um að taka að sér flugferðir með tveimur flugvélum frá Charles de Gaulle-flugvelli til vinsælla ferðamannastaða yfir sumartímann.[17][18] Í febrúar 2016 bættust Dubrovnik og Pula í Króatíu við úrval áfangastaða.[19] Í byrjun maí 2016 hóf flugfélagið reglulegt flug frá Billund til Nice og Feneyjum.[20][21] Stuttu síðar hófust flugferðir til Antalya. Síðar sama ár tilkynnti Primera Air að það hygðist auka tíðni ferða til þeirra áfangastaða sem í boði voru ásamt því að bæta við nýjum (Mílanó og Róm) frá Stokkhólmi yfir sumarið 2017.[22][23] Áætlun fyrir sumarið 2017 innihélt flug til Kalamata, Ponta Delgada og Madeira.[24]

Flugfloti[breyta | breyta frumkóða]

Primera Air Boeing 737-700
Primera Air Boeing 737-800

Flugfloti Primera Air Scandinavia samanstóð af eftirfarandi flugvélum (frá og með janúar 2017):[25]

Primera Air
Flugvélar Í flugflotanum Pantanir Farþegar Athugasemdir
Boeing 737-700 2 0 148
Boeing 737-800 7 1 189
Total 9 1

Flugatvik[breyta | breyta frumkóða]

 • Þann 10. júlí 2009 var Boeing 737-700 vél frá Primera Air með skráningarnúmerið TF-JXG í flugi PF-362 frá Zakynthos í (Grikklandi) til Dublin á (Írlandi) með 153 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs fylgt af tveimur ítölskum orrustuvélum til Fiumicino-flugvallar í Róm á (Ítalíu) eftir að áhöfnin óskaði eftir neyðarlendingu vegna tæknilegs vanda. Primera Air sagði að áhöfnin hafi fengið ábendingu um að frambarðið á vængjunum væri ekki í réttri stöðu. Vegna þessarar ábendingar ákvað áhöfnin að víkja af leið og reyna lendingu á flugvelli sem biði upp á nógu langa flugbraut til að hægt væri að lenda með frambarðið í uppréttri stöðu, og varð Fiumicino fyrir valinu. Napólí kom ekki til greina vegna landslagsins í kringum flugvöllinn og lengdar flugbrautarinnar. Flugvélin lenti heilu og höldnu á flugbraut 16L og neyðarástandi var aflýst 19 mínútum eftir lendingu.[26]
 • 28. febrúar 2016 þurfti Boeing 737-800 vél frá Primera Air á leið frá Tenerife til Stokkhólms að nauðlenda í Nantes, Frakklandi þegar upp kom vandamál í hreyfli. Samkvæmt skýrslu flugstjórans heyrði áhöfnin óvenjulegt hljóð koma frá einum hreyflinum sem síðar kviknaði í. Farþegi um borð sagðist einnig hafa séð eld koma út úr einum hreyflinum. Flugvélin var með 169 farþega um borð og lenti heilu og höldnu á flugvellinum í Nantes, þar sem hann var næstur, og allir farþegar og áhafnarmeðlimir fengu þar hótelgistingu fyrir nóttina. Samkvæmt talsmanni Primera Air eru „tæknisérfræðingar okkar ásamt framleiðanda vélarinnar, CFM, að rannsaka orsökina fyrir tæknibiluninni. [...] Við viljum þakka flugliðum okkar fyrir fagmannleg viðbrögð í fluginu og góða frammistöðu“.[27][28]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Welcome to Primera Air | info@primeraair.com | primeraair.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. apríl 2010. Sótt 3. maí 2017.
 2. Ákvörðun tek­in í ljósi þung­bærra áfalla“, mbl.is, 2. október 2018.
 3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2017. Sótt 3. maí 2017.
 4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2017. Sótt 3. maí 2017.
 5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2017. Sótt 3. maí 2017.
 6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2017. Sótt 3. maí 2017.
 7. http://www.delfi.lv/bizness/transports-logistika/primera-air-riga-veido-lidojumu-vadibas-centru-bet-tiesos-lidojumus-no-latvijas-paslaik-neplano.d?id=44887546
 8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2017. Sótt 3. maí 2017.
 9. http://www.db.lv/razosana/transports-logistika/biznesa-parcelsana-uz-latviju-palidz-sasniegt-rekordaugstus-raditajus-455085
 10. http://www.check-in.dk/primera-air-fortsaetter-ekspansion/
 11. http://www.check-in.dk/primera-air-fortsaetter-ekspansion/
 12. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2017. Sótt 3. maí 2017.
 13. http://www.check-in.dk/primera-air-udvider-aalborg-lufthavn/
 14. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2017. Sótt 3. maí 2017.
 15. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2017. Sótt 3. maí 2017.
 16. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. febrúar 2017. Sótt 3. maí 2017.
 17. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2017. Sótt 3. maí 2017.
 18. http://travelnews.lv/?m_id=18276&i_id=5&pub_id=91503&Primera-Air-paplasina-darbibu-no-Parizes
 19. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. febrúar 2017. Sótt 3. maí 2017.
 20. http://www.anna.aero/2016/05/09/primera-air-begins-billund-trio/
 21. http://www.ch-aviation.com/portal/news/50060-primera-air-scandinavia-to-start-scheduled-stockholm-flights
 22. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. febrúar 2017. Sótt 3. maí 2017.
 23. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. febrúar 2017. Sótt 3. maí 2017.
 24. http://www.tornosnews.gr/en/transport/airlines/17989-primera-air-plans-new-charter-route-to-kalamata-in-summer-2017.html
 25. „Global Airline Guide 2016 (Part One)“. Airliner World (October 2016): 13.
 26. https://theaviationist.com/2009/07/11/an-italian-typhoon-intercepts-a-primera-air-b-737/
 27. http://www.dailymail.co.uk/travel/travel_news/article-3469361/I-thought-die-end-Passenger-s-horror-looking-window-engine-spewing-fire-plane-makes-emergency-landing-France.html
 28. http://airflightdisaster.com/index.php/primera-air-nordic-plane-makes-emergency-landing-in-france/

Utanaðkomandi tenglar[breyta | breyta frumkóða]