Pittsburgh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pittsburgh.

Pittsburgh er borg í Pennsylvaníu og er næststærsta borg ríkisins með 306.000 íbúa (2017). Á stórborgarsvæðinu búa 2,3 milljónir.

Á þeim stað sem borgin er nú byggðu franskir hermenn árið 1754 virkið Fort Duquesne í tengslum við stríð Frakka og indjána. Frakkar gáfust upp fyrir Bretum undir forustu John Forbes árið 1759 en virkið þurfti að endurbyggja og var þá Fort Pitt eftir breska forsætisráðherranum William Pitt eldri. Byggðin í kring var nefnd „Pittsborough“.

Borgin hefur byggst upp af ýmis konar iðnaði og framleiðslu. Tækniiðnaður er nú mikilvæg grein.