Háteigsvegur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Háteigsvegur er gata í Rauðarárholti kennd við býlið Háteig. Háteigskirkja stendur við Háteigsveg og einnig kirkja og félagsheimili Óháða safnaðarins nokkru austar. Sjómannaskólinn er við Háteigsveg og hús Kennaraháskóla Íslands. Þar er ennfremur gamall vatnsgeymir. Gatan heitir eftir Háteig, núna númer 36, reist árið 1919.