Fara í innihald

Iðnskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Iðnskólinn í Reykjavík
Starfandi 1904–2008
Tegund Ríkisskóli
Skólastjóri Baldur Gíslason
Nemendur 2148 (árið 2007)
Nemendafélag SIR
Staðsetning Skólavörðuholt

Iðnskólinn í Reykjavík var elsti iðnmenntaskóli Reykjavíkur og var hann starfandi frá 1904–2008 þar til hann sameinaðist Fjöltækniskólanum og varð að Tækniskólanum.

Við hann stunduðu rúmlega 2050 manns nám, um 1550 í dagskóla og 400 í kvöldskóla og í fjarnámi árið 2007. Námsbrautir voru 21 á 7 sviðum: almennu sviði, byggingasviði, hönnunarsviði, rafiðnasviði, sérdeildasviði, tölvusviði og upplýsinga- og margmiðlunarsviði.

Skólinn starfaði eftir áfangakerfi. Námslok miðuðust við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint var (eða 9 alls með undartekningum) í brautarlýsingum skólanámskrár. Skólaárinu var skipt í tvær annir, vorönn og haustönn.

Skólinn var stofnaður af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík árið 1904, en félagið hafði starfrækt óformlegan skóla allt frá 1873. Fyrst var kennt í Vinaminni í Grjótaþorpinu, en árið 1906 var flutt í nýreist hús Iðnaðarmannafélagsins í Vonarstræti sem nú hýsir Tjarnarskóla. Skólastjóri á þessum upphafsárum skólans var Jón Þorláksson verkfræðingur.

Skólaárið 1929-30 hófst svo fyrst kennsla í dagskóla, en áður var kennt á Sunnudögum og um kvöld.

Árið 1955 flutti skólinn svo í ný húsakynni á Skólavörðuholti.

Í lok sjöunda áratugarins voru verknámsdeildirnar stofnaðar og verkleg kennsla færð inn í skólann.

1982 var tekið upp áfangakerfi og bóknám samræmt öðrum framhaldsskólum, fyrstu stúdentarnir frá Iðnskólanum voru svo útskrifaðir 1989. Árið 1986 þá var stofnað Tölvusvið en undir því er Tölvubraut.

Árið 2008 var ákveðið að sameina Iðnskólann og Fjöltækniskólann undir heitinu Tækniskólinn. Um leið var rekstur iðnskólans færður frá íslenska ríkinu til Rekstrarfélags Tækniskólans (áður Menntafélagið). Tækniskólinn rekur nú sjö skóla í húsnæði Iðnskólans á Skólavörðuholti: Hársnyrtiskólann, Tæknimenntaskólann, Endurmenntunarskólann, Raftækniskólann, Byggingatækniskólann, Hönnunar- og handverksskólann og Meistaraskólann

Námsframboð

[breyta | breyta frumkóða]

Skólinn bauð upp á 23 brautir á 8 sviðum:

Almennt svið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Almenn námsbraut

Byggingasvið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Húsasmíðabraut
  • Málarabraut
  • Veggfóðrun
  • Húsgagnasmíðabraut
  • Múrsmíðabraut

Hönnunarsvið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hársnyrtibraut.
  • Fataiðnbraut
  • Listnámsbraut
  • Gull- og silfursmíði

Rafiðnasvið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Rafeindavirkjun
  • Rafvélavirkjun
  • Símsmíði
  • Rafvirkjun
  • Rafveituvirkjun

Sérdeildasvið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sérdeildir
  • Nýbúabraut

Tölvusvið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Tölvubraut

Upplýsinga- og margmiðlunarsvið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
  • Tækniteiknun
  • Margmiðlunarskólinn

Ljóstækni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Lýsingarfræði
  • Lýsingarhönnun

Þekktir nemendur

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi listi er ekki tæmandi. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hann

Allnokkrir þekktir einstaklingar hafa stundað nám við Iðnskólann í Reykjavík.

Athafnarmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnmálamenn

[breyta | breyta frumkóða]

Tengdar stofnanir

[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Vefsíða Iðnskólans“. Sótt 17. júlí 2007.