Fyrsta ráðuneyti Geirs Haarde
Útlit
(Endurbeint frá Ríkisstjórn Geirs Haarde)
Fyrsta ríkisstjórn Geirs Haarde var ríkisstjórn Íslands frá afsögn Halldórs Ásgrímssonar 15. júní 2006 til 24. maí 2007. Ríkistjórn Geirs tók við völdum í kjölfar þess að Halldór Ásgrímsson baðst lausnar frá embætti forsætisráðherra, er hann hafði ákveðið að draga sig í hlé. Í Ríkisstjórninni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ríkisstjórnin sat einungis í tæplega eitt ár, en formenn stjórnarflokkanna ákváðu að slíta samstarfinu vegna naums þingmeirihluta í kjölfar Alþingiskosninganna 2007. Í stjórninni sátu:
- Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
- Félagsmálaráðherra: Magnús Stefánsson (B)
- Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
- Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
- Sjávarútvegsráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
- Utanríkisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir (B)
- Landbúnaðarráðherra: Guðni Ágústsson (B)
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Siv Friðleifsdóttir (B)
- Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Jónína Bjartmarz (B)
- Samgönguráðherra: Sturla Böðvarsson (D)
- Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Jón Sigurðsson (B)
- Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
Fyrirrennari: Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar |
|
Eftirmaður: Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde |