Rækjuvinnsla á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rækjuvinnsla er sú tegund fiskvinnslu sem gengur út á að vinna rækju fyrir markað. Á Íslandi er einkum veidd úthafsrækja eða pólarrækja (pandalus borealis) — einnig oft nefnd sem Stóri kampalampi. Rækjan fer á markað fersk, frosin eða lausfryst, ýmist sem heil rækja, rækjuhalar eða skelflett rækja.

Langstærstur hluti framleiðslunnar á Íslandi er skelflett lausfryst rækja. Áður en rækjan er skelflett er hún snöggsoðin til að tryggja gæði kjötsins.

Á Íslandi eru fimm rækjuvinnslur starfandi árið 2010, Kampi ehf á Ísafirði, Hólmadrangur hf á Hólmavík, Dögun hf á Sauðárkróki, Rammi hf á Siglufirði og FISK á Grundarfirði. Einnig er rækja fullunnin um borð í rækjuveiðiskipum á sérútbúnu vinnsludekki.

Skelflett rækja er einkum flutt út til Bretlands og Danmerkur en nokkuð af heilfrystri rækju er flutt út til Japans.

Ekki er vitað til að Íslendingar hafi neytt rækju í nokkrum mæli fyrr en á 20. öld en líklega hefur hún verið nýtt sem beita áður en veiðar hófust hér við land. Upphaf veiða og vinnslu á rækju við Ísland varð þegar Norðmennirnir Simon Olsen og Ole G. Syre sem bjuggu á Ísafirði hófu veiðar á rækju í Ísafjarðardjúpi. Þeir höfðu þá stundað tilraunaveiðar nokkrum árum fyrr. Frekari fróðleik um það má finna á á vef bb.is Geymt 2018-09-12 í Wayback Machine

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.