Fara í innihald

Öxarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Axarfjörður)
Öxarfjörður
Öxarfjörður

Öxarfjörður er einn af fjörðum Íslands og liggur á milli Tjörness og Melrakkasléttu á norðausturhorni Íslands. Fjörðurinn er stuttur og breiður og mætti allt eins kallast flói, við hann liggur Kópasker.

Landnámsmenn í Öxarfirði voru þeir Einar Þorgeirsson, sem hét eftir afa sínum hálfbróður Göngu-Hrólfs, og bræðurnir Vestmaður og Vémundur. Þeir komu frá Orkneyjum, sigldu norður um land og byggðu fyrstir fjörðinn og gáfu honum nafn.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.