Fara í innihald

Ísland í seinni heimsstyrjöldinni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stríðsárin)
Bretar kenna íslenskum lögreglumönnum á skotvopn.
Bandarískir hermenn á Íslandi árið 1942.
Stuttmynd um Ísland í stríðinu; nóvember 1941 til vors 1942

Seinni heimsstyrjöld á Íslandi (einnig kallað Stríðsárin) á við árin 1939–1945 í sögu Íslands, þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Tímabilið er mikilvægur þáttur í sögu landsins á 20. öld.

Íslendingar lýstu yfir hlutleysi í byrjun stríðs. Bretar reyndu að fá Íslendinga til að ganga til liðs við bandamenn og vöktu meðal annars þýskir diplómatar á landinu ugg hjá þeim sem varð til þess að þeir létu til skarar skríða og sendu herlið til Íslands landsmönnum að óvörum.

Hernám Breta 1940 og síðar Bandaríkjamanna olli miklu umróti í samfélaginu og varanlegum breytingum, t.d. í atvinnuháttum og búsetu. Samskipti hermannanna við íslenskar konur leiddu til ástandsins. Tugþúsundir hermanna voru á landinu og var stór herstöð í Hvalfirði.

Mannfall Íslendinga í styrjöldinni var nálægt 230 og voru það mestmegnis fiski og verslunarskip sem þýskir kafbátar, herskip og flugvélar réðust á. Í febrúar 1944, sökkti þýsk herflugvél breska olíuskipinu El Grillo við Seyðisfjörð. Fjórir voru myrtir af hernámsliðinu á Íslandi. [1]

Árásir voru gerðar á skipalestir sem fóru nálægt Íslandi og voru mestu hörmungarnar 5. júlí, 1942, þá fórust 240 úti fyrir Straumnes þegar bandarísk og bresk skipalest lenti í tundurduflaslæðum. Annar eins fjöldi bjargaðist. [2]

Áður en stríðinu lauk lýsti Ísland yfir sjálfstæði frá Danmörku þann 17. júní 1944.

Stríðsminjar má finna t.d. í Hvalfirði, Öskjuhlíð og á Valhúsahæð. Mannvirki eins og Reykjavíkurflugvöllur voru byggð af hernámsliðinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Morð á 13 ára stúlku á tímum hernámsins Rúv
  2. Mesta sjóslys íslandssögunnar Sjávarafl.is
  Þessi sögugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.