Fara í innihald

Morsárfoss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Morsárfossar)
Morsárfossar sjást koma undan jöklinum.
Morsárfoss .

Morsárfoss eða Morsárfossar eru kallaðir þeir fossar sem falla undan klettabelti innst hjá Morsárjökli, skriðjökuls Vatnajökluls í Vatnajökulsþjóðgarði. Morsárfossarnir komu fyrst í ljós um árið 2007 eftir bráðnun samnefnds jökuls [1] Mælingar sýna að einn fossanna er 227 metrar á hæð sem er um 30 metrum hærra en Glymur sem áður taldist hæsti foss landsins [2]

Þrjú nöfn komu til greina þegar valið var nafn á fossinn: Skoðanakönnun sem fór fram á vegum mbl.is gaf að nafnið Morsárfoss væri vinsælast með 119 atkvæði. Morsi og Klettafoss voru jöfn með 56 atkvæði og Jökulfoss var þriðji með 50. Örnefnanefnd Árnastofnunnar lagði til að nafnið Morsi yrði notað en það er þó ekki staðfest. Örnefnanefnd hefur ekki staðfest nafn í ársskýrslum sínum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. FOSSAR Í MORSÁRJÖKLI Geymt 18 janúar 2017 í Wayback Machine Nat.is, skoðað 28. feb, 2017.
  2. Fossinn í Morsárjökli er vart undir 240 metra hár Mbl.is, skoðað 28. feb, 2017