Fara í innihald

Atli Húnakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Atla Húnakonungi eftir Eugène Delacroix.

Atli Húnakonungur (406453) var síðasti og voldugasti konungur Húna. Hann ríkti yfir stærsta veldi Evrópu síns tíma frá 434 til dauðadags. Veldið náði frá Svartahafi að Mið-Evrópu og frá DónáEystrasalti. Hann var svarinn andstæðingur hvors tveggja Austrómverska ríkisins sem og þess Vestrómverska. Tvívegis réðst hann inn á Balkanskaga og umkringdi Konstantínópel í seinni innrásinni. Í Vestur-Evrópu hefur hans verið minnst fyrir miskunarleysi en sumar sögur lýsa honum sem heiðvirðum konungi.

Dauði Atla

[breyta | breyta frumkóða]

Atli lést í rúmi sínu 453 e.kr. á brúðkaupsnótt sinni, er hann giftist germanskri furstadóttur að nafni Ilicko (Guðrún Gjúkadóttir í Eddukviðum Snorra Sturlusonar). Eftir að hafa fagnað í allt kvöld, dó Atli í svefni þegar slagæðin hans sprakk eftir óttamikil veisluhöld, eða að Ildicko hafi drepið hann.[1]

  • Laufey Steinsdóttir; Guðmundur Gunnar Garðarsson (19. júlí 2005). „Hvað vitið þið um Atla Húnakonung?“. Vísindavefurinn. Sótt 22. júlí 2024.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sigurlína Davíðsdóttir; Bárður Jakobsson. Afburðamenn og örlagavaldar. Ægisútgáfan, Reykjavík. bls. bls. 15-24.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.