Ráðuneyti Björns Þórðarsonar
Útlit
(Endurbeint frá Kóka kóla stjórnin)
Ráðuneyti Björns Þórðarsonar jafnan nefnd Utanþingsstjórnin (stundum kölluð Coca Cola-stjórnin af andstæðingum sínum[1]) var íslensk ríkisstjórn sem sat frá 16. desember 1942 til 21. október 1944. Við skipun stjórnarinnar var brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu, þar sem enginn ráðherranna sem skipaðir voru átti sæti á Alþingi. Stjórnin var því eina utanþingsstjórnin í sögu Íslands. Viðurnefnið fékk stjórnin sökum þess að tveir ráðherrar stjórnarinnar, Björn og Vilhjálmur, voru hlutafar í Vífilfelli, sem fékk einkaleyfi til innflutnings á gosdrykknum Kóka kóla. Þá var Vilhjálmur Þór meðal forsvarsmanna Sambands íslenskra samvinnufélaga er fékk umboð til olíusölu sem varð grunnur starfsemi Olíufélagsins hf.
Ráðherrar
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Þórðarson, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og kirkjumálaráðherra og (frá 19.04.1943) félagsmálaráðherra og (frá 21.09.1944) dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra.
- Vilhjálmur Þór, utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra
- Björn Ólafsson, fjármálaráðherra
- Einar Arnórsson, (til 21.09.1944) dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra
- Jóhann Sæmundsson, (frá 22.12.1942 til 19.04.1943) félagsmálaráðherra
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sjá t.d. Þjóðviljann 1944 206. tbl. og Spegilinn 1943 12. tbl.
Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.