Finn (kæna)
Útlit
Finn er rúmlega fjórtán feta (4,5m) einmenningskæna hönnuð árið 1949 af sænska bátahönnuðinum Rickard Sarby fyrir sumarólympíuleikana 1952 í Helsinki. Kænan hefur verið ólympíubátur samfellt síðan þá.
Finn-kænan er með eitt segl en stóran seglaflöt (10m²) og því krefjandi viðfangs. Hún er hönnuð fyrir einn siglingamann sem vegur um 100 kíló. Kænan sjálf vegur 120 kíló.