Fara í innihald

Fimleikafélag Hafnarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá FH Hafnarfjörður)
Fimleikafélag Hafnarfjarðar
Fullt nafn Fimleikafélag Hafnarfjarðar
Gælunafn/nöfn FH-ingar
Stytt nafn FH
Stofnað 15. október, 1929
Leikvöllur Kaplakrikavöllur
Stærð ca. 3000
Knattspyrnustjóri Heimir Guðjónsson
Deild Besta deildin
2024 6. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, skammstafað FH, er íslenskt íþróttafélag í Hafnarfirði. Það var stofnað árið 1929.

Félagið stundaði fyrstu árin fimleika, undir styrkri leiðsögn Hallsteins Hinrikssonar, en hann var einn af stofnendum félagsins. Einnig voru frjálsar íþróttir eitt aðalsmerki Fimleikafélagins og var Oliver Steinn Jóhannesson helsta stjarna frjálsíþróttaliðsins.

Fimleikadeildin leið undir lok en það gerði félagið alls ekki. Handknattleikur varð að flaggskipi félagsins og unnust félaginu margir titlar í þeirri grein. Er félagið eitt það sigursælasta í sögu handknattleiksins á Íslandi. Liðið var ákaflega sigursællt árið 1992 og varð liðið meðal annars Íslandsmeistari eftir harða viðureign við Selfoss. Það ár vann FH allar þær keppnir sem hægt var að vinna og tryggði sér þrennuna svokölluðu, fyrst allra liða. Við stjórnvölinn var hin gamalkunna kempa Kristján Arason. Undir stjórn Kristjáns og Einar Andra Einarssonar varð lið FH Íslandsmeistari í 16. sinn þann 4. maí 2011 að viðstöddum 3000 manns í Kaplakrika og var um leið sett glæsilegt áhorfendamet.

Síðastliðin ár hefur frjálsíþróttadeild félagsins verið fánaberi FH í árangri og titlasöfnun. Hefur deildin sankað að sér fjöldanum öllum af Íslands- og bikarmeistaratitlum og alið af sér margt afreksfólkið. Þar ber helst að nefna Þóreyju Eddu Elísdóttur, sem náð hefur árangri á heimsmælikvarða í stangarstökki, og Úlfar Linnet sem sett hefur íslandsmet í langstökki og fleira.

Síðastliðin ár hefur knattspyrnudeild FH einnig verið sigursæl. Liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2004 í fyrsta sinn í sögu félagsins, og svo aftur 2005 og 2006, 2008, 2009, 2012, 2015 og 2016. Það hefur einnig náð góðum árangri í Evrópukeppninni og sló t.a.m. skoska atvinnumannaliðið Dunfermline út úr Evrópukeppni félagsliða árið 2004.

Heimasvæði FH heitir Kaplakriki og er þar fullkomin íþróttaaðstaða. Íþróttahúsið rúmar um 3000 manns í sæti, og var vígt árið 1990. Kaplakrikavöllur tekur 3050 manns í sæti og er stefnt að í framtíðinni muni völlurinn taka yfir 4000 áhorfendur í sæti. Fullkomin frjálsíþróttaaðstaða er til staðar og von er á innanhússaðstöðu handa frjálsíþróttafólki félagsins. Sumarið 2004 var svo vígt knatthús sem nýtist til æfinga allan ársins hring.

Knattspyrna Besta deild karla • Lið í Bestu deildinni 2024 Flag of Iceland
KR • FH  • Valur  • Breiðablik  • Stjarnan  • Víkingur
KA  • Fram  • ÍA  • Vestri  • Afturelding  • ÍBV
Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

19181919192019211922192319241925192619271928192919301931193219331934193519361937193819391940194119421943194419451946194719481949195019511952195319541955195619571958195919601961196219631964196519661967196819691970197119721973197419751976197719781979198019811982198319841985198619871988198919901991199219931994199519961997199819992000200120022003200420052006200720082009201020112012201320142015201620172018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinn
1. deild2. deild3. deild4. deild

------------------------------------------------­----------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið
Knattspyrna Flag of Iceland
KR (27)  • Valur (23)  • Fram (18) • ÍA (18)   FH (8)  • Víkingur (7)
Keflavík (4)  • Breiðablik (3)  • ÍBV (3)  • KA (1)  • Stjarnan (1)
Handball pictogram Olís deild karla • Lið í Olís deild karla 2015-2016. Flag of Iceland

Afturelding  • Akureyri  • FH  • Fram  • Haukar
Grótta  • ÍBV  • ÍR  • Víkingur  • Valur