Fara í innihald

Dómínókenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dóminókenningin)
Dómínókenningin

Dómínókenningin var kenning í utanríkisstefnu Bandaríkjanna á tímum Kalda stríðsins sem gekk út á það að ef eitt land tæki upp kommúnisma væri aukin hætta á því að nágrannalönd þess fylgdu í kjölfarið vegna dómínóáhrifa. Dómínókenningin var notuð til að réttlæta afskipti Bandaríkjamanna af stjórnmálum ríkja um allan heim. Hún var sérstaklega notuð til að réttlæta þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.