Justin Bieber

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Justin Bieber
Justin Bieber árið 2015
Justin Bieber árið 2015
Upplýsingar
FæddurJustin Drew Bieber
1. mars 1994 (1994-03-01) (28 ára)
UppruniOntario, Kanada
StörfSöngvari, lagahöfundur, framleiðandi, leikari
ForeldrarPatricia "Pattie" Mallette & Jeremy Jack Bieber
StefnurPopp, R&B, Hipphopp
HljóðfæriSöngvari, trommur, gítar, píanó, trompet

Justin Drew Bieber (fæddur 1. mars 1994) er kanadískur popp/R&B-söngvari.[1] Bieber var uppgötvaður af Scooter Braun [2] árið 2008. Braun rakst á myndband með Bieber á YouTube og varð síðar umboðsmaður hans. Braun kom honum einnig í samband við Usher Raymond[3] sem kom Bieber á samning hjá Raymond Braun Media Group og seinna átti hann eftir að komast á samning hjá Island Records í boði L.A. Reid. [4]

Í nóvember 2009 gaf Justin út plötuna My World. Hann varð fyrsti tónlistarmaðurinn til að ná sjö lögum á Billboard listann á sama tíma. Heimildarmynd var gerð um hann árið 2011 og fékk hún nafnið Justin Bieber: Never Say Never. Í nóvember 2011 gaf hann svo út sína aðra stúdíóplötu sem hét Under The Mistletoe og ári seinna, 2012, gaf hann út þriðju stúdíóplötuna, Believe.

Justin hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. listamaður ársins á Amerísku tónlistaverðlaununum 2010 og 2012 og var tilnefndur sem besti nýi listamaðurinn og hlaut viðurkenningu fyrir bestu popp plötuna á 53. Grammy verðlaunahátíðinni. Hann á aðdáendur um allan heim og er hann með 33 milljónir fylgjendur á samskiptasíðunni Twitter. Aðdáendurnir kalla sjálfa sig ''Beliebers''. Samkvæmt Forbes tímaritinu árið 2012 var Justin þriðja áhrifamesta stjarnan á jarðríki. Í maí 2012 hafði Bieber selt um 15 milljónir platna.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Justin Bieber fæddist þann 1. mars 1994 í London í Ontaríó á St Joseph's spítala Towson en var alinn upp í Stratford. Foreldrar hans eru þau Jeremy Jack Bieber og Patricia "Pattie" Mallette. Þegar Justin fæddist var móðir hans aðeins 17 ára gömul. Foreldrar hans giftu sig aldrei en voru þó góðir vinir og reyndu að ala soninn upp í góðu þó þau væru ekki saman. Faðir Justins gifti sig hins vegar og eignaðist tvö önnur börn.

Justin var mikið í íþróttum sem barn s.s. íshokkí, fótbolta og skák. Hann kenndi sjálfum sér að spila á hin ýmsu hljóðfæri eins og trommur og gítar. Árið 2007 þegar hann var aðeins 12 ára gamall setti móðir hans myndband af honum á Youtube að syngja lagið So Sick með Ne-Yo til að vinir og ættingjar gætu séð. Hún setti fleiri myndbönd inn sem gerðu hann þekktari.

Bieber gerði tónlistarmyndband við Fjaðrárgljúfur.

Plötur[breyta | breyta frumkóða]

Lagahöfundur

 • 2011 Heartbeat
 • 2010 Ghost
 • 2010 Hand on me
 • 2009 It Must Be You

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

 • 2010 Cancer Schmancer verðlaun
 • 2009 NME verðlaun

Kvikmyndir og Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Ár Titill Hlutverk Glósur
2010 Cubed Pizzi's Best Friend TV series (1 episode)
2010-2011 CSI: Crime Scene Investigation Jason McCann TV series (2 episodes: "Shock Waves" and "Targets of Obsession")
2011 Justin Bieber: Never Say Never[5] Sjálfan Sig
2012 Men in Black 3 Alien on TV Monitors Uncredited
Cameo appearance
2012 Katy Perry: Part of Me Sjálfan Sig Cameo[6]
2016 Zoolander 2 Sjálfan sig

Gestahlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Ár Titill Hlutverk Glósur
2009 True Jackson, VP Sjálfan Sig TV series (1 episode)
2009 My Date With... Sjálfan Sig Guest star
2010 Silent Library Sjálfan Sig TV series (1 episode)
2010 School Gyrls Sjálfan Sig Cameo
2010 Saturday Night Live Flytjandi Season 35, episode 18
2010 American Idol Flytjandi Season 9, episode 40
2010 Hubworld Gesta Stjarna Season 1, episode 1
2010 The X Factor (UK) Flytjandi Season 7, week 8
2011 Extreme Makeover: Home Edition Gesta Stjarna[7]
2011 Khloé & Lamar Sjálfan Sig (uncredited) TV series (1 episode: "The Father in Law")
2011 Dancing with the Stars Flytjandi Week 7 Result Show
2011 So Random! Sjálfan Sig
2011 Disney Parks Christmas Day Parade Gesta Stjarna Performed at Walt Disney World Resort
2011 The X Factor UK Flytjandi Series 8, week 9
2011 The X Factor USA Flytjandi Season 1, Week 9, Final
2012 Punk'd Punker TV series (1 episode: "Taylor Swift, Rob Dyrdek, Sean Kingston")
2012 Dancing with the Stars Flytjandi Week 1 Result Show
2012 Make Your Mark: Shake It Up Dance Off 2012 Gestur
2013 Saturday Night Live Sjálfan Sig Host and musical guest
2013 The Simpsons Sjálfan Sig (voice) Cameo[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Justin Bieber Biography & Awards“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. desember 2012. Sótt 15. júní 2010.
 2. Konjicanin, Anja December 24, 2010, „Justin Bieber makes them proud. But why?". . (Vancouver Observer). Skoðað 11. janúar 2011.
 3. Herrera, Monica (March 19, 2010). „Justin Bieber – The Billboard Cover Story“. Billboard. e5 Global Media. Sótt 7. maí 2010.
 4. Mitchell, Gail (April 28, 2009). „Usher Introduces Teen Singer Justin Bieber“. Billboard. e5 Global Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2009. Sótt 23. júlí 2009.
 5. „Justin Bieber Never Say Never – Official website“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2011. Sótt 17. febrúar 2011.
 6. „Lady Gaga Cameo in Katy Perry Movie! — Sneak Peek“. YouTube. Google. 22. júní 2012. Sótt 23. júní 2012.
 7. Jocleyn, Vena (January 25, 2011). „Justin Bieber Addresses Dangers of Texting And Driving On 'Extreme Makeover'. MTV. Sótt 8. febrúar 2011.
 8. „Bieber to appear on The Simpsons". Sydney Morning Herald. (Fairfax Media). August 23, 2012. Skoðað 13. september 2012.
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.