Fara í innihald

Marg Helgenberger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marg Helgenberger
Marg Helgenberger
Marg Helgenberger
Upplýsingar
FæddMary Marg Helgenberger
16. nóvember 1958 (1958-11-16) (65 ára)
Ár virk1982 -
Helstu hlutverk
Catherine Willows í CSI: Crime Scene Investigation
K.C. Koloski í China Beach

Mary Marg Helgenberger[1] (fædd 16. nóvember 1958) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: Crime Scene Investigation og China Beach.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Marg (borið fram sem hart „G,“ ólíkt nafninu Marge) Helgenberger er fædd í Fremont í Nebraska og er af írskum og þýskum uppruna.[2] Fyrsta vinna hennar sem unglingur var sem kjötskeri („boner“) í kjötvinnslunni þar sem faðir hennar vann.

Marg stundaði nám við Kearney State College (núna University of Nebraska at Kearney) í Kearney í Nebraska og síðan við Northwestern Universitys School of Speech í Evanston, Illinois (núna School of Communication) og útskrifaðist með BS. gráðu í máli og sjónleik.[3]

Vann sem veðurfréttakona á KHGI-TV sjónvarpsstöðinn í Kearney, Nebraska með námi.

Helgenberger hefur í gegnum árin verið á lista yfir fallegustu konur Hollywoods. Árið 2002 þá var hún á lista People tímaritið yfir "50 Most Beautiful People",[4] einnig var hún á lista Esquire Magazine’s “5 More Women We Love” frá 2002,[5] var númer 15 af 25 mest aðlaðandi konum í ameríku árið 2004. Einnig árið 2004 þá var var hún númer 35, 30, 29, 20, 17, 12 og 9 yfir lista The Glamour Girls Hot 100 vegna myndarinnar In Good Company og forsíðu TV Guide. Var hún á listanum í um 10 vikur og var eina viku í top tíu listanum. Hún er fjóðra elsta konan til þess að vera á top tíu listanum. Persónan hennar í CSI: Crime Scene Investigation, Catherine Willows, ásamt persónunni Gil Grissom, voru nr. 82 yfir "Bravo's 100 Greatest TV Characters".[6] Í mars 2006, Catherine Willows var nefnd númer 6 yfir The Star's Top Ten Hottests TV Characters. Árið 2007, var Marg nefnd ein af vingjarnlegustu stjörnum samkvæmt E! online's Answer B!tch Q&A page.[7] Í mars 2007 Helgenberger var nefnd ein af kynþokkafyllstu sjónvarpsstjörnum ársins 2007 af TV Guide Magazine.[8] Entertainment Weekly hafði hana inni á lista þeirra yfir "The EW 100 Stars We Love Right Now" frá 2007.[9] Í apríl 2008, gekk hún til liðs við hóp af stjörnum sem mátti sjá vera með mjólkurskegg til þess að auglýsa (Got Milk?). [10].

Árið 1984, þá kynntist Marg, Alan Rosenberg, sem var gestaleikari í Ryan's Hope. Urðu þau vinir og byrjuðu að vera saman árið 1986. Giftust þau árið 1989 og eiga saman einn son, Hugh Howard Rosenberg, nefndur eftir föður Helgenbergers, Hugh Helgenberger. Þann 1. desember, 2008, var tilkynnt að þau væru skilin, og 25. mars, 2009, óskaði hún eftir skilnaði.[11][12]

Vegna baráttu móður hennar gegn brjóstakrabbameini , þá urðu Helgenberger og Rosenberg viðriðin baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hafa þau haldið góðgerðarsamkomu sem kallast Marg and Alan's Celebrity Weekend hvert ár í Omaha, Nebraska síðan 1997.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Áhugi Helgenberger á leiklist kviknaði eftir að hún lék Blanche Dubois í leikritinu A Streetcar Named Desire í háskóla.

Helgenberger var spottuð af útsendara frá sjónvarpsóperunni Ryan´s Hope sumarið 1981 þegar hún var að leika í Shakespeare leikritinu Taming of the Shrew.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Stuttu eftir að hafa lokið námi, þá fékk Marg hlutverk í sápuóperunni sem hin taugastrekkta lögreglukona Siobhan Ryan Novak sem hún lék til ársins 1986.

Árið 1988 þá var Marg ráðin til þess að leika í sjónvarpsþættinum China Beach sem Karen Charlene 'K.C.' Koloski. Frammistaða hennar í China Beach gaf henni Emmy verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu árið 1990. Marg lék í China Beach allt til ársins 1991.

Helgenberger fékk stóra tækifærið þegar henni var boðið hlutverk Catherine Willows í CBS sjónvarpsþættinum CSI: Crime Scene Investigation. Áður en upptökur hófust þá heimsótti Helgenberger líkhús Clark sýslunnar í Nevada til þess að sjá hvernig krufningar færu fram og hverning vinnan færi fram í líkhúsum. Frammistaða hennar sem Willows hefur gefið henni tvennar Emmy og Golden Globe tilnefningar. Marg yfirgaf þáttinn í janúar 2012 eftir að hafa verið hluti af honum síðan 2000.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1989 kom Marg fram í sinni fyrstu kvikmynd sem var hryllingsmyndin After Midnight, síðan lék hún í kvikmyndinni Always eftir Steven Spielberg með Richard Dreyfuss, Holly Hunter og John Goodman.

Um miðjan níunda áratuginn, kom Marg fram í Crooked Hearts (1991) með Peter Berg, Vincent D´Onofrio, Jennifer Jason Leigh, Noah Wyle og Peter Coyote. Einnig lék hún í The Cowboy Way (1994) á móti Woddy Harrelson.

Árið 1995, þá lék hún í kvikmyndinni Species sem Dr. Laura Baker og endurtók hlutverkið í framhaldsmyndinni Species II (1998).

Hefur hún einnig komið fram í kvikmyndum á borð við: Fire Down Below, In Good Company, Always, Bad Boys og Peacemaker.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1982 Tootsie Suzanne óskráð á lista
1989 After Midnight Alex
1989 Always Rachel
1990 Peacemaker Mrs. Cooper
1990 Blind Vengeance Virginia Whitelaw Sjónvarpsmynd
1991 Crooked Hearts Jennetta
1991 Death Dreams Crista Westfield Sjónvarpsmynd
1992 In Sickness and in Health Mickey Sjónvarpsmynd
1992 Through the Eyes of a Killer Laurie Fisher Sjónvarpsmynd
1993 Partners Georgeanne Bidwell Sjónvarpsmynd
1993 The Tommyknockers Roberta ´Bobbi´ Anderson Sjónvarpsmynd
1993 Distant Cousins Connie
1993 When Love Kills: The Seduction of John Hearn Debbie Banister Sjónvarpsmynd
1994 Blind Vengeance ónefnt hlutverk
1994 Keys Maureen ´Kick´ Kickasola Sjónvarpsmynd
1994 The Cowboy Way Margarette
1994 Lie Down with Lions Kate Nessen Sjónvarpsmynd
1994 Where Are My Children Vanessa Meyer Vernon Scott Sjónvarpsmynd
1995 Just Looking Darlene Carpenter
1995 Bad Boys Alison Sinclair
1995 Species Dr. Laura Baker
1995 Inflammable Lt. (j.g.) Kay Dolan Sjónvarpsmynd
1996 Conundrum Det. Rose Ekberg Sjónvarpsmynd
1996 My Fellow Americans Joanna óskráð á lista
1997 Murder Live! Pia Postman Sjónvarpsmynd
1997 The Last Time I Committed Suicide Lizzy
1997 Fire Down Below Sarah Kellogg
1997 Gold Coast Karen DiCilia Sjónvarpsmynd
1998 Species II Dr. Laura Baker
1998 Thank of a Grateful Nation Jerrilynn Folz Sjónvarpsmynd
1998 Giving Up the Ghost Anna Hobson Sjónvarpsmynd
1999 Happy Face Murders Jen Powell Sjónvarpsmynd
1999 Lethal Vows Ellen Farris Sjónvarpsmynd
2000 Perfect Murder, Perfect Town; JonBenét and the City of Boulder Patsy Ramsey Sjónvarpsmynd
2000 Erin Brockovich Donna Jensen
2003 CSI: Crime Scene Investigation Catherine Willows Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives CSI Stig 3 Catherine Willows Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 In Good Company Ann
2007 Mr. Brooks Emma Brooks
2008 Colombus Day Alice
2009 Wonder Woman Hera Talaði inn á
2009 Conan: Red Nails Tascela prinsessa Talaði inn á
í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1982-1986 Ryan´s Hope Siobhan Ryan Novak 26 þættir
1986 Spenser: For Hire Nancy Ketterin Þáttur: An Eye for an Eye
1987 Shell Game Natalie Thayer 6 þættir
1987 Matlock Laura Norwood Þáttur: The Gambler
1987 thirtysomething Cooper Þáttur: Weaning
1988-1991 China Beach K.C. 62 þættir
1991 Tales from the Crypt Vicki Þáttur: Deadline
1991 The Hidden Room Jane Þáttur: A Friend in Need
1993 Fallen Angels Eve Cressy Þáttur: I´ll Be Waiting
1995 The Larry Sanders Show Susan Elliott Þáttur: Nothing Personal
1996 ER Karen Hines 5 þættir
1999 Partners Eve Darrin Þáttur: Pilot
2000 Frasier Emily Þáttur: Out with Dad
2004 King of the Hill Mrs. Hanover Þáttur: Hank´s Back
2000-2015 CSI: Crime Scene Investigation Catherine Willows 247 þættir

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Blockbuster Entertainment Award

 • 2001: tilnefnd – Besta leikkona í aukahlutverki fyrir drama – Erin Brockovich

Emmy Award

 • 1990: vann – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach
 • 1992: tilnefnd – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach
 • 2001: tilnefnd – Besta leikkona í drama seríu – CSI
 • 2003: tilnefnd – Besta leikkona í drama seríu – CSI

Golden Globe Award

 • 1991: tilnefnd – Besta leikkona í aukahlutverki í míni-seríu eða sjónvarpsmynd – China Beach
 • 1991: tilnefnd – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach
 • 1992: tilnefnd – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach
 • 2002: tilnefnd – Besta leikkona í drama seríu – CSI
 • 2003: tilnefnd – Besta leikkona í drama seríu – CSI

Satellite Awards

 • 2002: tilnefnd – Besta leikkona í drama seríu – CSI

People's Choice Awards

 • 2002: tilnefnd – Besti leikarahópur í drama seríu - CSI
 • 2003: tilnefnd – Besti leikarahópur í drama seríu – CSI
 • 2004: tilnefnd – Besti leikarahópur í drama seríu – CSI
 • 2005: vann – Uppáhalds kvenn sjónvarpsstjarna – CSI
 • 2005: vann – Besti leikarahópur í drama seríu – CSI

Screen Actors Guild Awards

 • 2005: vann – Besti leikarahópur í drama seríu – CSI

TV Guide Awards

 • 2001: tilnefnd –Leikkona ársins í nýrri seríu – CSI

Viewers For Quality Television Awards

 • 1989: vann – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach
 • 1990: vann – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach
 • 1991: vann – Besta leikkona í aukahlutverki í drama seríu – China Beach

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Playboy > 20 Questions Marg Helgenberger“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. mars 2009. Sótt 15. október 2009.
 2. „HELGENBERGER HELPER | E/R | Television News | TV | Entertainment Weekly“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. apríl 2009. Sótt 15. október 2009.
 3. A&E Biography: MARG HELGENBERGER: DON’T CALL ME MARG Geymt 11 janúar 2009 í Wayback MachineBiography (TV series) TV Episode Premiere Date: 6.apríl, 2011 PRODUCED BY: CBS News Productions for A&E Network
 4. „People > 50 Most Beautiful 2002 Vol. 15 No. 18“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2009. Sótt 15. október 2009.
 5. „Esquire > 5 Women We Love“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. janúar 2009. Sótt 15. október 2009.
 6. „Bravo > 100 Greatest TV Characters“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2007. Sótt 15. október 2009.
 7. E!News Online> Who are the most pleasant, and unpleasant, celebs?
 8. „TV Squad > TV Guide's Sexiest Stars“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. janúar 2009. Sótt 15. október 2009.
 9. „Entertainment Weekly > The EW 100 Stars We Love Right Now“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2008. Sótt 15. október 2009.
 10. „Milk Mustache Celebrities > Marg Helgenberger“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2008. Sótt 15. október 2009.
 11. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. mars 2009. Sótt 15. október 2009.
 12. Fleeman, Mike (2. desember 2008). „Marg Helgenberger and husband separate after 19 years“. People Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2008. Sótt 2. desember 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]