Two and a Half Men

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Two and a Half Men
Logo Two and a half men þáttanna
TegundGrín
ÞróunWarner Bros. Television
HandritChuck Lorre
Lee Aronsohn
LeikararAshton Kutcher
Jon Cryer
Angus T. Jones
Conchata Ferrel
Marin Hinkle
Holland Taylor
Melanie Lynsky
Ryan Stiles
Matthew Settle
Höfundur stefsChuck Lorre
UpphafsstefTrancenders
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða11
Fjöldi þátta241
Framleiðsla
StaðsetningMalibu, Kalifornía, Fáni BandaríkjanaBandaríkin
Lengd þáttar22 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Stöð 2
Myndframsetning1080i (16:9 HDTV)
HljóðsetningDolby 5.1
Sýnt22. september 200319. febrúar 2015
Tenglar
IMDb tengill

Two and a Half Men voru bandarískir gamanþættir sem voru frumsýndir á CBS stöðinni mánudaginn 22. september 2003 klukkan hálf tíu. Charlie Sheen, Ashton Kutcher, Jon Cryer og Angus T. Jones fóru með aðalhlutverkin. 13. mars 2014 var gerður samningur um 12. þáttaröðina.[1] Síðasti þátturinn fór í loftið 19. febrúar 2015.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Aðalpersónur og handritshöfundar Two and a Half Men

Þátturinn er um steftónskáldið Charlie, bróður hans Alan sem og son hans Jake sem er tíu ára þegar þættirnir hefjast. Frjálslegum lifnaðarhætti Charlies er snúið á hvolf þegar mágkona hans hendir bróður hans út eitt kvöldið og vill skilja við hann. Þá fer Alan til bróður síns og biður hann um að fá að gista í nokkra daga á meðan hann greiðir úr hlutunum. Alan flytur inn til Charlie, jafnvel þó að Charlie sé algjörlega á móti því, og sonur Alans býr hjá þeim um helgar.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Charlie Sheen er Charles Francis „Charlie“ Harper, er gjálífur piparsveinn sem semur auglýsingastef og barnalög. Hann gerir óspart grín að bróður sínum en þykir undir niðri mjög vænt um hann. Charlie er algjör andstæða hans að öllu leyti, enda kærulaus, heillandi og einstaklega heppinn. Charlie þykir mjög vænt um litla frænda sinn, Jake, og gefur honum oft ráð sem ekki hæfa aldri hans, og ná þeir oft vel saman.
  • Jon Cryer er Alan Jerome Harper, tví-fráskilinn hnykklæknir og bróðir Charlie og er andstæða bróður síns. Hann klúðrar oftast því sem hann gerir og er Charlie alltaf tilbúinn að gera grín að honum. Eftir að hafa misst húsið og konuna, Judith, flytur hann inn til Charlie. Hann er góður og kurteis en er veikur fyrir konum sem koma illa fram við hann. Það er líklega til komið vegna sambands hans við móður sína. Jon Cryer leikur bróðurinn sem er tveimur árum yngri en Charlie, en í alvörunni er hann nokkrum mánuðum eldri.
  • Angus T. Jones sem Jacob David „Jake“ Harper, lati sonur Alans og fyrrverandi konu hans, Judith. Hann eyðir mestum frítíma sínum í að spila tölvuleiki, borða, horfa á sjónvarpið, spila á gítar, sofa og leysa vind og ropa. Hann elskar föður sinn og frænda mikið en hann er oft önugur í garð þeirra. Það er misskilningur margra að Sheen, Cryer og Jones syngi í opnunaratriðinu; röddin sem Jones metjar eftir er t.d. rödd Elizabeth Daily.
  • Conchata Ferrel sem kjaftfora þernan Berta. Þrátt fyrir að mannasiðir Bertu séu ekki upp á marga fiska, koma Alan og Charlie fram við hana af virðingu. Það er líka augljóst að heimilishaldið væri á hvolfi ef ekki kæmi til verka hennar. Hún á systur sem heitir Dana, sem Camryn Manheim leikur, en þeim kemur illa saman. Hún á líka þrjár dætur og nokkur barnabörn og kallar hún þær lauslátar og auðveldar og koma þær stundum með henni í vinnuna.
  • Holland Taylor sem Evelyn Harper, eigingjarna móðir Charlies og Alans og amma Jakes. Hún hefur frekar yfirborðslegan áhuga á sonum sínum og barnabarni og notfærir sér þá oft, en ber samt dálítilla tilfinninga til þeirra, þó grunnt sé á yfirborðsmennsku hennar. Þeir endurgjalda kulda hennar með því að tala lítið sem ekkert við hana og sýna henni takmarkaðan áhuga. Fjölskyldan talar oft um hana sem væri hún djöfulinn sjálfur og hefur Charlie hana undir „666“ í símanum sínum.
  • Marin Hinkle sem Judith Melnick, eigingjarna, geðvonda og fyrrverandi eiginkona Alans. Hún virðist fyrirlíta Alan og notar hvert tækifæri sem gefst til þess að niðurlægja hann. Hún var fyrsta konan sem Alan svaf hjá en hjónaband þeirra var alla tíð dautt. Hún segir sjálf að í eina skiptið sem að hún naut þess að hafa stundað kynlíf var þegar hún varð ólétt af Jake. Hún leynir því ekki að hún lifir frábæru lífi á meðlaginu sem Alan greiðir henni og gengur hún svo langt að fara í brjóstastækkun fyrir peningana. Hún giftist síðan dr. Herb Melnick (Ryan Stiles), barnalækni Jakes. Hjónaband þeirra færði Alan töluverða gleði vegna þess að þá gat hann hætt að borga með konu sinni. Í sjöttu þáttaröð hendir hún Herb út og eyðir nokkrum dögum með Alan áður en hún tekur Herb í sátt aftur. Seinna kemur svo fram að hún varð um sama leyti ólétt af stelpu. Alan óttast að hann sé faðirinn en hún segist ætla að drepa hann ef hann segir að þau hafi sofið saman og eftir að hún fæðir barnið í lokaþætti sjöttu þáttaraðar er faðernið enn óvitað.

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

  • Melanie Lynskey (aðalleikari í þáttaröðum 1 & 2; en er gestaleikari frá og með 3 þáttaröð) sem nágrannakonan Rose, ein af viðföngum skyndikynna Charlies sem verður hugfangin af honum en Harper fjölskyldan lítur á hana sem vin. Hún kemur alltaf óboðin inn á gafl hjá þeim og kemst inn í hús Charlies með því að klifra upp svalirnar og opna lásinn. Charlie hefur vaknað við það að fylgist með honum sofa. Í þáttaröð sex verður hún vinkona unnustu Charlies, Chelsea, og fer á stefnumót með Alan; og byrja þau saman og þróar Rose sömu tilfinningar til hans eins og Charlie. Það endar þó á fyrsta stefnumóti. Rose hefur sagt að hún sé með gráðu frá Princeton-háskóla og meistaragráðu í sálfræði frá Stanford-háskóla. Í gegnum allar þáttaraðirnar hefur Rose notað þekkingu sína á sálfræði í hinum ýmsu vandamálum. Fjölskylda hennar er í banka- og olíugeiranum sem útskýrir af hverju hún er mjög rík. Martin Sheen, sem er raunverulegur faðir Charlies Sheen, lék gestahlutverk í þáttunum sem faðir Rose. Einnig á hún fimm frettur, sem heita allar eftir Charlie.
  • Jennifer Bini Taylor sem Chelsea, kærasta Charlies meirihlutann af sjöttu þáttaröð og í lok hennar er hún flutt inn til hans. Þrátt fyrir að Chelsea sé fyrrum viðfang skyndikynna Charlies virðist hún vera eina konan í lífi Charlies (að undanskildum Lisu og Miu) sem fá Charlie til að vilja leggja eitthvað á sig til þess að verða betri manneskja. Hún og Alan verða góðir vinir og hagnast Charlie á því, vegna þess að Alan fer með Chelsea á söfn og útlendar myndir og gerir aðra hluti með henni sem Charlie þolir ekki. Áður en Jennifer lék Chelsea lék hún þrjár aðrar persónur í þáttunum: sem Suzanne í fyrsta þættinum, sem Tina í „Last Chance to See Those Tattoos“ (þáttaröð 2) og sem Nina í „The Leather Gear is in the Guest Room“ (þáttaröð 5).
  • Ryan Stiles sem barnalæknirinn Dr. Herbert Gregory Melnick.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kondolojy, Amanda. „CBS Renews 'The Good Wife', 'The Millers', 'Two and a Half Men', 'Hawaii Five-0', 'Mom', 'Blue Bloods', 'Elementary' and 11 More“. TV by the Numbers. Sótt 8. apríl 2014.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.