Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (3. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þriðja þáttaröðin af CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 26. september 2002 og sýndir voru 23 þættir.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Leikaranir Eric Szmanda og Robert David Hall voru gerðir að aðalleikurum.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þætti[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. #
Revenge is Best Served Cold Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker Danny Cannon 26.09.2002 1- 47
Grissom, Sara og Warrick rannsaka lát pókerspilara sem dettur niður í miðju spili. Nick og Catherine rannsaka lík sem finnst á yfirgefnum flugvelli, sem leiðir þau inn í heim götubílaaksturs.
The Accused is Entitled Elizabeth Devine og Ann Donahue Kenneth Fink 03.10.2002 2 - 48
Þegar fræg kvikmyndastjarna (leikin af Chad Michael Murray) er sökuð um tvöfalt morð og lögfræðingur hans ræður fyrrverandi leiðbeinanda Grissom's til þess að finna mistök í vinnu CSI liðsins. Málið verður enn verra þegar persónuleg líf þeirra eru notuð við réttahöldin.
Let the Seller Beware Andrew Lipsitz og Anthony E. Zuiker Richard J. Lewis 10.10.2002 3 - 49
Grissom, Catherine, Nick og Warrick rannsaka lát fólks í húsi sem er til sölu. Á meðan þá rannsakar Sara lát ungrar klappstýru þar sem hlut af líkamanum hefur verið bitinn í burtu.
A Little Murder Ann Donahue og Naren Shankar Tucker Gates 17.10.2002 4 - 50
Grissom, Sara og Nick gruna morð þegar lík af dvergi finns hengdur í reipi fyrir ofan svið á ráðstefnu fyrir dverga. Catherine og Warrick rannsaka morð á meðan á innbroti stendur.
Abra-Cadaver Danny Cannon og Anthony E. Zuiker Danny Cannon 31.10.2002 5 - 51
Grissom, Warrick og Sara rannsaka hvarf konu sem hverfur eftir að hafa tekið þátt í töfrasýningu. Hlutirnir verða ennþá verri þegar töframaðurinn sjálfur brennur til dauða á sviði. En Grissom uppgvötar fljótlega að allt er ekki með feldu. Nick og Catherine finna vísbendingar um morð þegar rokkstjarna deyr af ofstórum eiturlyfjaskammti í hjólhýsi sínu.
The Execution of Catherine Willows Elizabeth Devine og Carol Mendelsohn Kenneth Fink 07.11.2002 6 - 52
Fyrir fimmtán árum, þá hjálpaði Catherine við að setja John Mathers aftökulista fyrir nauðgun og morð á ungri stúdent stelpu við nærliggjandi háskóla. Daginn sem á að taka hann af lífi, þá er honum gefið frestun vegna nýrra DNA sönnunargagna. Á meðan þá rannsaka Grissom, Nick og Sara hvarf stúdents, sem finnst síðan látin á sama hátt og konurnar í máli Catherine's.
Fight Night Andrew Lipsitz og Naren Shankar Richard J. Lewis 14.11.2002 7 - 53
Grissom, Sara og Warrick rannsaka lát boxara í miðjum bardaga. Nick leysir hratt rán í skartgripaverslun, en finnur ástæðu til þess að loka því ekki alveg strax. Catherine rannsakar skotárásá klíkumeðlim á bílastæði.
Snuff Ann Donahue og Bob Harris Kenneth Fink 21.11.2002 8 - 54
Catherine, Sara og Warrick hafa ekkert lík né glæpavettvang þegar kvikmynd sýnir alvörumorð á sér stað á ungri konu. Á meðan þá reyna Grissom og Nick að finna morðingja manns sem finnst í verkfærakistu hulinn eldmaurum.
Blood Lust Josh Berman og Carol Mendelsohn Charlie Correll 05.12.2002 9 - 55
Leigubílstjóri er barinn til bana af hópi fólks eftir að hann keyrir yfir strák á leigubíl sínum. Þegar CSI kemur á staðinn og Grissom kemst að því að strákurinn lést vegna hnífsstungu. Þegar Grissom og Sara finna hinn raunverulega glæpavettvang, finna þau lík af manni sem hefur verið skotinn. Eru þessi tvö manndráp skild?
High and Low Naren Shankar og Eli Talbert Richard J. Lewis 12.12.2002 10 - 56
Grissom, Nick og Warrick rannsaka lík sem féll af himnum ofan og lendur á milli pars á hjólaskautum. Þegar líður á rannsóknina þá fara heyrnarmál Grissoms að hindra hann við starfið og lætur málið í hendurnar á Nick og Warrick. Á meðan þá rannsakar Catherine dauða manns sem var skotinn með sinni eigin byssu.
Recipe for Murder Ann Donahue og Anthony E. Zuiker Richard J. Lewis og J. Miller Tobin 09.01.2003 11 - 57
Grissom og Catherine rannsaka andlát kokks á fínu veitingahúsi sem endar í kjötkvörninni. Fljótlega þá komast þau að því að eitthvað meira gengur á í eldhúsinu en bara eldamennska. Á meðan þá rannsaka Sara og Warrick sjálfsmorð ungrar konu með geðræn vandamál sem virðist vera morð eftir allt saman.
Got Murder? Sarah Goldfinger Kenneth Fink 16.01.2003 12 - 58
Þegar hrafn sést með mannsauga í gogginu, þá er það í höndum Catherine, Sara og Nick að finna líkið og morðingjann. Á meðan þá snýst venjuleg krufning í lifandi mannseskju, þegar hún vaknar upp á krufningarborðinu. David og Dr. Robbins ná að bjarga lífi hans, aðeins til þess að fá hann aftur seinna meir látinn. Grissom og Warrick reyna að komast að því hver vildi manninn dauðann.
Random Acts of Violence Danny Cannon og Naren Shankar Danny Cannon 30.01.2003 13 - 59
Þegar níu ára dóttir fyrrverandi leiðbeinanda Warricks er drepinn í skotárás, Warrick lætur tilfinningar sínar ráða yfir sér þegar hann er sannfærður um að hinn grunaði sé sá seki þrátt fyrir að líta ekki á sönnungargögnin. Á meðan þá rannsakar Nick lát manns sem finnst í læstu tölvuherbergi. Allir starfsmenn hans höfðu ástæðu til þess að drepa hann, en enginn virðist hafa séð neitt.
One Hit Wonder Corey Miller Felix Enríquez Alcalá 06.02.2003 14 - 60
Grissom, Catherine, Nick og Warrick rannsaka gluggagæir sem virðist hafa fært sig upp í að brjótast inn í íbúðir kvenna og hræða þær. Á meðan þá enduropnar Sara morðmál eiginmanns vinkonu sinnar. Byssukúlan er föst inn í líkama vinkonunnar en hún gæti hjálpað til við að finna morðingjann, en vinkonan gæti ekki lifað af skurðaðgerðina.
Lady Heather´s Box sjá lýsingu þáttar Richard J. Lewis 13.02.2003 15 - 61
Í sérstöku 90 mín þætti, Grissom og Brass heimsækja Lady Heather þegar einn af starfsmönnum hennar finnst látinn í klúbbi. Á meðan þá lendir Catherine í erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að bjarga dóttur sinni Lindsey frá drukknun í bíl og þegar fyrrverandi eiginmaður hennar Eddie sem keyrði bílinn finnst drepinn. Höfundar af þættinum eru: Josh Berman, Ann Donahue, Bob Harris, Andrew Lipsitz, Carol Mendelsohn, Naren Shankar, Eli Talbert og Anthony E. Zuiker'
Lucky Strike Eli Talbert og Anthony E. Zuiker Kenneth Fink 20.02.2003 16 - 62
Catherine og Warrick reyna að finna sönnungargögn þegar 5 ára sonur atvinnukörfubolta manns er rænt. Á meðan þá rannsaka Grissom og Nick man sem hrasar út úr bíl sínum og deyr...með viðarstaur aftan á höfði sínum.
Crash & Burn Josh Berman Richard J. Lewis 13.03.2003 17 - 63
Sara kemst að óheiðarlegum upplýsingum um Hank kærasta sinn þegar hún, Catherine og Warrick rannsaka alvarlegt bílslys. Á meðan þá rannsaka Grissom og Nick lát konu sem dó af kolsýringseitrun.
Precious Metal Andrew Lipsitz og Naren Shankar Deran Sarafian 03.04.2003 18 - 64
Catherine, Nick og Sara rannsaka lík sem finnst illaleikið í efnatunna. Komast þau svo að því að fórnarlambið var í tengt keppni að nafni 'Robot Rumble'. Á meðan þá aðstoðar Greg, Grissom og Warrick í því að leysa morð á manni sem finnst í húsasundi en var drepinn heima hjá sér.
A Night at the Movies Danny Cannon, Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker Matt Earl Beesley 10.04.2003 19 - 65
Grissom og Catherine rannsaka andlát manns sem finnst myrtur í kvikmyndahúsi. Á meðan þá rannsaka Warrick, Nick og Sara andlát unglinspilts sem finnst skotinn í útúr skotnu vöruhúsi, þar sem meira en 100 byssukúlur voru skotnar frá öllum sjónarmiðum, en fórnarlambið var aðeins skotinn einu sinni.
Last Laugh Bob Harris, Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker. Richard J. Lewis 24.04.2003 20 - 66
Grissom og Catherine rannsaka morð á grínista sem dettur niður dauður á sviði eftir að hafa drukkið vatn af flösku. Warrick er sendur til þess að rannsaka matvörubúð þar sem 15 ára drengur deyr eftir að hafa drukkið af sömu tegund af vatnsflösku. Brass biður Nick og Sara að rannsaka mál þar sem hann taldi vera dauðaslys eftir að hafa séð eiginmanninn keyra um á mjög dýrum bíl.
Forever Sarah Goldfinger David Grossman 01.05.2003 21 - 67
Grissom, Nick og Catherine rannsaka láta hestaþjálfara sem finnst látin í farmrými einkaflugvélar. Við fyrstu sýn virðist sem fórnarlambið hafi látist vegna hestsins, en Grissom og liðið komast síðan að því að málið er heldur flóknara. Á meðan þá rannsaka Sara og Warrick hvernig tveir unglingar fremja sjálfsmorð í miðri eyðimörkinni.
Play with Fire Andrew Lipsitz og Naren Shankar Kenneth Fink 08.05.2003 22 - 68
Grissom, Nick og Sara rannsaka andlát konu sem finnst látin á fótboltavelli við menntaskóla. Sönnunargögnin leiða þau að fyrrverandi fanga og fíkniefnasala hans. Þegar sprenging eyðileggur DNA rannsóknarstofuna með þeim afleiðingum að Greg og Sara slasast, og eyðileggur mikinn hluta sönnunargagna, Catherine og Warrick uppgvöta að Catherine setti óvart slysið af stað.
Inside the Box Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker Danny Cannon 15.05.2003 23 - 69
CSI liðið rannsaka bankarán þar sem rannsóknarlögreglumaðurinn Lockwood er skotinn til bana. Málið verður persónulegt fyrir Catherine þegar sönnunargögn leiða liðið til spilavítis eigandans Sam Braun. Grissom tekur lokaákvörðun varðandi heyrn sína.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: Crime Scene Investigation (season 3)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. febrúar 2010.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

http://www.cbs.com/primetime/csi/