Fara í innihald

Louise Lombard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Louise Lombardi
FæddLouise Maria Perkins
13. september 1970 (1970-09-13) (54 ára)
Ár virk1988 -
Helstu hlutverk
Sofia Curtis í CSI: Crime Scene Investigation

Louise Lombard (fædd 13. september 1970) er bresk leikkona og er þekktust fyrir að leika Sofia Curtis í bandarísku sjónvarpsseríunni CSI: Crime Scene Investigation.

Lombard fæddist sem Louise Maria Perkins í London á Englandi og er fimmta í röðinni af sjö systkinum og er af írskum ættum. Lombard byrjaði að taka leiklistar tíma þegar hún var átta ára. Stundaði hún nám við Trinity Catholic High School í Woodford Green, Essex — sem er kaþólskur skóli. Síðan stundaði hún prentlist og ljósmyndyn við Central Saint Martins College of Art and Design í London. Frá 1998 til 2000 tók Lombard hlé frá leiklistinni til þess að læra enskar bókmenntir við St Edmund's College við Cambridge-háskólann.

Lombard á eitt barn með sambýlismanni sínu, son að nafni Alejandro og býr hún í Los Angeles.

Louise byrjaði snemma feril sinn í listum, er þjálfaður dansari og leikkona frá ungum aldri. Lombard byrjaði feril sinn í sjónvarpsauglýsinum þegar hún var 14 ára. Hefur hún leikið í þáttum á borð við: Casualty, Bergerac og Capital City. Stóra tækifæri hennar var árið 1991 þegar hún kom fram í aðalhlutverkinu sem Evangeline Eliott í House of Eliott seríunni á BBC. Á árunum 2000–2001 kom hún fram í þýsku myndinni Claim (2000) og í My Kingdom (2001). Fyrsta hlutverk hennar í Hollywood var þegar hún lék á móti Viggo Mortensen í Hidalgo (2004) og síðan á móti Alec Baldwin í Second Nature (2003). Árið 2004 fékk Louise hlutverk sem Sophia Curtis í CSI: Crime Scene Investigation og var hún hluti af því til ársins 2008. Síðan þá hefur hún meðal annars komið fram í NCIS og Stargate Universal.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1988 Twice Upon a Time ónefnt hlutverk
1989 The Forgotten Kristina Sjónvarpsmynd
1991 The Black Velvet Gown Lucy Gallmington Sjónvarpsmynd
1992 Angels Lucy Sjónvarpsmynd
1993 Shakers ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1996 Gold in the Streets Mary
1998 Tale of the Mummy Samantha Turkel
1999 Esther Esther Sjónvarpsmynd
1999 After the Rain Emma
2000 Metropolis Charlotte Sjónvarps míní-sería
2001 Asylum Desiree Sjónvarpsmynd
2001 Diggity: A Home at Last Rachel Blackmon
2001 My Kingdom Kath
2002 Claim Ellen Brachman
2003 War Stories Gayle Phelan Sjónvarpsmynd
2003 Second Nature Dr. Harriet Fellows Sjónvarpsmynd
2004 Hidalgo Lafði Anne Davenport
2004 Lichnyy nomer Catherine Stone
2005 The Call Kona
2007 Judy´s Got a Gun Judy Lemen Sjónvarpsmynd
2008 Kiss of Death Kay Rousseu Sjónvarpsmynd
2011 Clock Tower Sandi Gates Í framleiðslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1989 Capital City Louise 4 þættir
1990 The Bill Susan Peterfield Þáttur: Yesterday, Today, Tomorrow
1990 Perfect Scoundrels Alice Þáttur: Sweeter Than Wine
1990 Casulty Clare Jameson Þáttur: All´s Fair
1991 Bergerac Clarissa Calder Þáttur: Snow in Provence
1991 Chancer Anna 7 þættir
1991-1994 The House of Eliott Evangeline Eliott 34 þættir
1996-1997 Bodyguard Liz Shaw 7 þættir
2004-2007 CSI: Crime Scene Investigation Sofia Curtis 52 þættir
2009 NCIS Fulltrúinn Lara Macy 2 þættir
2010 SGU Stargate Universe Gloria Rush 4 þættir
2010 Miami Medical Karen Þáttur: All Fall Down

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Aftonbladet TV Prize, Svíþjóð

  • 1993: Verðlaun sem besta erlenda sjónvarpsleikkona