Louise Lombard
Louise Lombardi | |
---|---|
Fædd | Louise Maria Perkins 13. september 1970 |
Ár virk | 1988 - |
Helstu hlutverk | |
Sofia Curtis í CSI: Crime Scene Investigation |
Louise Lombard (fædd 13. september 1970) er bresk leikkona og er þekktust fyrir að leika Sofia Curtis í bandarísku sjónvarpsseríunni CSI: Crime Scene Investigation.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Lombard fæddist sem Louise Maria Perkins í London á Englandi og er fimmta í röðinni af sjö systkinum og er af írskum ættum. Lombard byrjaði að taka leiklistar tíma þegar hún var átta ára. Stundaði hún nám við Trinity Catholic High School í Woodford Green, Essex — sem er kaþólskur skóli. Síðan stundaði hún prentlist og ljósmyndyn við Central Saint Martins College of Art and Design í London. Frá 1998 til 2000 tók Lombard hlé frá leiklistinni til þess að læra enskar bókmenntir við St Edmund's College við Cambridge-háskólann.
Lombard á eitt barn með sambýlismanni sínu, son að nafni Alejandro og býr hún í Los Angeles.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Louise byrjaði snemma feril sinn í listum, er þjálfaður dansari og leikkona frá ungum aldri. Lombard byrjaði feril sinn í sjónvarpsauglýsinum þegar hún var 14 ára. Hefur hún leikið í þáttum á borð við: Casualty, Bergerac og Capital City. Stóra tækifæri hennar var árið 1991 þegar hún kom fram í aðalhlutverkinu sem Evangeline Eliott í House of Eliott seríunni á BBC. Á árunum 2000–2001 kom hún fram í þýsku myndinni Claim (2000) og í My Kingdom (2001). Fyrsta hlutverk hennar í Hollywood var þegar hún lék á móti Viggo Mortensen í Hidalgo (2004) og síðan á móti Alec Baldwin í Second Nature (2003). Árið 2004 fékk Louise hlutverk sem Sophia Curtis í CSI: Crime Scene Investigation og var hún hluti af því til ársins 2008. Síðan þá hefur hún meðal annars komið fram í NCIS og Stargate Universal.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1988 | Twice Upon a Time | ónefnt hlutverk | |
1989 | The Forgotten | Kristina | Sjónvarpsmynd |
1991 | The Black Velvet Gown | Lucy Gallmington | Sjónvarpsmynd |
1992 | Angels | Lucy | Sjónvarpsmynd |
1993 | Shakers | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1996 | Gold in the Streets | Mary | |
1998 | Tale of the Mummy | Samantha Turkel | |
1999 | Esther | Esther | Sjónvarpsmynd |
1999 | After the Rain | Emma | |
2000 | Metropolis | Charlotte | Sjónvarps míní-sería |
2001 | Asylum | Desiree | Sjónvarpsmynd |
2001 | Diggity: A Home at Last | Rachel Blackmon | |
2001 | My Kingdom | Kath | |
2002 | Claim | Ellen Brachman | |
2003 | War Stories | Gayle Phelan | Sjónvarpsmynd |
2003 | Second Nature | Dr. Harriet Fellows | Sjónvarpsmynd |
2004 | Hidalgo | Lafði Anne Davenport | |
2004 | Lichnyy nomer | Catherine Stone | |
2005 | The Call | Kona | |
2007 | Judy´s Got a Gun | Judy Lemen | Sjónvarpsmynd |
2008 | Kiss of Death | Kay Rousseu | Sjónvarpsmynd |
2011 | Clock Tower | Sandi Gates | Í framleiðslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1989 | Capital City | Louise | 4 þættir |
1990 | The Bill | Susan Peterfield | Þáttur: Yesterday, Today, Tomorrow |
1990 | Perfect Scoundrels | Alice | Þáttur: Sweeter Than Wine |
1990 | Casulty | Clare Jameson | Þáttur: All´s Fair |
1991 | Bergerac | Clarissa Calder | Þáttur: Snow in Provence |
1991 | Chancer | Anna | 7 þættir |
1991-1994 | The House of Eliott | Evangeline Eliott | 34 þættir |
1996-1997 | Bodyguard | Liz Shaw | 7 þættir |
2004-2007 | CSI: Crime Scene Investigation | Sofia Curtis | 52 þættir |
2009 | NCIS | Fulltrúinn Lara Macy | 2 þættir |
2010 | SGU Stargate Universe | Gloria Rush | 4 þættir |
2010 | Miami Medical | Karen | Þáttur: All Fall Down |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Aftonbladet TV Prize, Svíþjóð
- 1993: Verðlaun sem besta erlenda sjónvarpsleikkona
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Louise Lombard“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. janúar 2010.