Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (5. þáttaröð)
Útlit
Fimmta þáttaröðin af CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 23. september 2004 og sýndir voru 25 þættir.
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Seinustu tveir þættirnir voru skrifaðir og leikstýrt af Quentin Taratino.
Leikaraskipti
[breyta | breyta frumkóða]Tveir nýjir aukaleikarar bættust í hópinn: Wallace Langham og Louise Lombard.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- William Petersen sem Gil Grissom
- Marg Helgenberger sem Catherine Willows
- Gary Dourdan sem Warrick Brown
- George Eads sem Nick Stokes
- Jorja Fox sem Sara Sidle
- Eric Szmanda sem Greg Sanders
- Robert David Hall sem Al Robbins
- Paul Guilfoyle sem Jim Brass
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Wallace Langham sem David Hodges
- Louise Lombard sem Sofia Curtis
Listi yfir þætti
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | # |
---|---|---|---|---|
Viva Las Vegas | Danny Cannon og Carol Mendelsohn | Danny Cannon | 23.09.2004 | 1 - 93 |
Grissom rannsakar skotárás á næturklúbbi með Greg Sanders, sem er loksins kominn með staðgengil í DNA rannsóknarstofuna og þarf aðeins að ná lokaprófi sínu til þess að verða fullgildur CSI. Catherine rannsakar lát strippara sem finnst látin á hótelherbergi. Warrick rannsakar lát manns sem dó af raflosti í baðkari. Sara og Nick eru kölluð til þess að rannsaka ‘geimveru‘ sem finni í grunnri gröf nálægt svæði 51 í eyðimörkinni. | ||||
Down the Drain | Naren Shankar | Kenneth Fink | 07.10.2004 | 2 - 94 |
CSI liðið rannsaka lík sem finnst í frárennslisgöngum eftir þrumuveður í borginni. Morð er tekið af borðinu sem orsök andláts, en liðið kemst að annarri en óhugnalegri uppgvötun: mannbein sem gæti verið vegna morðs. Eina vandamálið er hvar líkinu var hent. | ||||
Harvest | Judith McCreary | David Grossman | 14.10.2004 | 3 - 95 |
CSI liðið rannsakar mannrán á 13 ára stúlku á bílastæði við matvöruverslun, sem síðan breytist í hryllilegt morð. Catherine reynir að laga hlutverk sitt sem móðir eftir að dóttir hennar Lindsey er tekin af lögreglunni fyrir að ferðast á puttanum. | ||||
Crow's Feet | Josh Berman | Richard J. Lewis | 21.10.2004 | 4 - 96 |
Þegar tvær ótengdar konur finnast látnar undir sömu kringumstæðum, Catherine og Nick uppgvöta að þær báðar höfðu ferið í ákveðan spa meðferð á sama stað. Á meðan þá rannsaka Grissom, Sara og Greg andlát manns sem finnst látinn í húsi sínum sem verið er að hreinsa vegna termíta. | ||||
Swap Meet | Carol Mendelsohn, David Rambo og Naren Shankar | Danny Cannon | 28.10.2004 | 5 - 97 |
Grissom, Sara og Greg rannsaka andlát konu sem finnst látin í gosbrunni í lokuðu hverfi eftir að hafa verið í makapartýi (swing party). Á meðan þá rannsaka Warrick og Nick morð á eiganda videospilasals, sem þróast síðan yfir í tvöfalt morð. Catherine óskar eftir stöðu dagsumsjónarmanns frá Grissom. | ||||
What´s Eating Gilbert Grissom? | Sarah Goldfinger | Kenneth Fink | 04.11.2004 | 6 - 98 |
CSI liðið rannsakar skorið lík á svæði háskólans, þegar þau uppgvöta að þau eru að eltast við "Blue Paint Killer" moðingjann aftur. Málið verður flóknara þegar liðið kemst að því að fórnarlambið er karlkyns. Stuttu á eftir þá finnst annað lík, kvenkyns. Geta þau stoppað morðingjann áður en hann drepur aftur. | ||||
Formalities | Dustin Lee Abraham og Naren Shankar | Bill Eagles | 11.11.2004 | 7 - 99 |
Grissom þarf að vinna með dagvaktinni Sofia Curtis þegar mennskólanemi finnst látinn á hótelherbergi eftir partý. Með aðstoð Catherine, Nick og Warrick, komast þau að því að önnur stúlka hefur verið rænt úr partýinu. Samt sem áður, þá virðist sem faðir stúlkunnar er ekki áhyggjufullur yfir hvarfi dóttur sinnar. | ||||
Ch-Ch-Changes | Jerry Stahl | Richard J. Lewis | 18.11.2004 | 8 - 100 |
CSI liðið rannsakar morð á konu sem var stungin til dauða. Seinna meir þá komast þau að því að konan hafði farið í kynskiptingar skurðaðgerð. Þarf liðið að rannsaka heim kynskiptinga í Las Vegas til þess að finna morðingjann. | ||||
Mea Culpa | Josh Berman og Carol Mendelsohn | David Grossman | 25.11.2004 | 9 - 101 |
Þegar óþekkt fingrarfar hverfur skyndilega á mikilvægu sönnunargagni í dómssal, þarf Grissom að enduropna málið til þess að finna hinn raunverulega morðingja. Samt sem áður, þetta óútskýrða mál fær Ecklie til þess að hugsa tvisvar um hvort Grissom geti unnið málið. Ecklie ákveður að opna úttekt á Grissom, og spyr hvern og einn meðlim CSI liðsins um starf hans sem yfirmanns. Á meðan þá rannsaka Sara og Greg andlát manns sem hafði látist eftir að hafa skotið skjálfan sig í löppina. | ||||
No Humans Involved | Judith McCreary | Rob Bailey | 09.12.2004 | 10 - 102 |
Grissom og lið hans rannsaka andlát á ungu drengi sem finnst í gámi, á meðan Catherine og lið hennar rannsaka hvernig fangi er skilinn eftir heiladái eftir aðför frá lögreglunni. | ||||
Who Shot Sherlock? | Richard Catalani og David Rambo | Kenneth Fink | 06.01.2005 | 11 - 103 |
Greg vinnur að lokaverkefni sínu og hefur hann mál til að ljúka. Þarf hann rannsaka dauða á Sherlock Holmes- eftirhermu sem var með mikla þráhyggju fyrir hinu virta leynilögreglumanni en hann hafði endurskapað stofuna sína eins og Sherlock Holmes bjó í. Maðurinn lést af byssuskoti. Morðvopnið finnst ekki, og allt bendir til sjálfsmorðs. Nick og Warrick rannsaka mál látinns manns sem finnst í bíl sínum sem hafði farið út af veginum. | ||||
Snakes | Dustin Lee Abraham | Richard J. Lewis | 13.01.2005 | 12 - 104 |
Catherine og Nick rannsaka mál þegar afskorið höfuð með snák í munninum finnst í dagblaðsstandi. Warrick, Sofia og Greg rannsaka skotárás á sendibíl. | ||||
Nesting Dolls | Sarah Goldfinger | Bill Eagles | 03.02.2005 | 13 - 105 |
Þegar tvö lík finnast hulin í tjöru, verður CSI liðið að komast að því hver þau eru og hver er morðingjinn. Sara er ávítt af Ecklie fyrir velsæmisbrot. | ||||
Unbearable | Josh Berman og Carol Mendelsohn | Kenneth Fink | 10.02.2005 | 14 - 106 |
Catherine og lið hennar rannsaka veiðimann og Kodiak björn sem finnast látnir í fjöllunum. Á meðan þá rannsaka lið Grissoms dauða ungrar móður. | ||||
King Baby | Jerry Stahl | Richard J. Lewis | 17.02.2005 | 15 - 107 |
Lið Grissoms og Catherine vinna saman að því að rannsaka dauða frægs spilavítiseiganda. | ||||
Big Middle | Dustin Lee Abraham, Judith McCreary og Naren Shankar | Kenneth Fink | 24.02.2005 | 16 - 108 |
Grissom og lið hans leita að morðingja á ráðstefnu fyrir ofstórt fólk. Catherine og lið hennar rannsaka heim sportveðmála þegar maður finnst látinn í skógi. | ||||
Compulsion | Josh Berman og Richard Catalani | Duane Clark | 10.03.2005 | 17 - 109 |
Grissom og lið hans rannsaka mál flugfreyju sem finnst látin eftir að hafa verið nauðguð og barin til dauða á hótelherbergi. Ecklie uppgvötar tengls við fimm ára gamalt mál. Catherine og lið hennar aðstoða rannsóknarfulltrúann Cavaliere í máli þar sem ungur drengur er barinn til dauða í rúmi sínu, en Nick og Cavaliere verða ósammála þegar kemur að þeim aðferðum sem nota á til að finna sökudólginn. | ||||
Spark of life | Allen McDonald | Kenneth Fink | 31.03.2005 | 18 - 110 |
Greg, Sara og Grissom rannsaka sinueld sem leiður til dauða manns og 3.stigs bruna konu. Catherine, Nick og Warrick rannsaka andlát fjölskyldu. Faðirinn finnst látinn í rúminu eftir hugsanlegt sjálfsmorð. Móðirin finnst skotin til bana við það að hlaupa í stiganum. Stelpan drukknar í sundlauginni. | ||||
4 x 4 | Dustin Lee Abraham, Sarah Goldfinger, David Rambo og Naren Shankar | Terrence O'Hara | 14.04.2005 | 19 - 111 |
Það er önnum kafið kvöld á rannsóknarstofunni, þar sem CSI liðið hefur fjögur mál að rannsaka: árekstur með stolnum Hummer, morð á ráðstefnu módeli, dauði vaxtarræktarmanns, og dauði drengs sem finnst á bekki. | ||||
Hollywood Brass | Sarah Goldfinger og Carol Mendelsohn | Bill Eagles | 21.04.2005 | 20 - 112 |
Kapteinn Jim Brass ferðast til LA til að finna Ellie eftir að hún biður um hjálp þegar vinkona hennar hverfur skyndilega. Þar með hjálp Warrick sem er í LA á ráðstefnu og vinar hjá LAPD, Brass finnur að rannsókn hans er oft trufluð af hærri aðilum. | ||||
Committed | Sarah Goldfinger, Richard J. Lewis og Uttam Narsu | Richard J. Lewis | 28.04.2005 | 21 - 113 |
Sara og Grissom rannsaka morð á geiðveikrarspítala. Viðtöl við sjúklinga reynist erfiðara en búist var við enda allir geiðveikir. Á meðan þau eru þarna, þá komast þau að meiri leyndarmálum en sjálfum glæpnum. Eitt leyndarmálið tengist sjúklingi með vonda barnæsku sem eltir hann enn, og hjúkrunarkonu með leyndarmál. | ||||
Weeping Willows | Areanne Lloyd | Kenneth Fink | 05.05.2005 | 22 - 114 |
Eftir erfiðan dag, Catherine kemur við á bar þar sem hún daðrar við mann. Þegar hún er að yfirgefa barinn þá gefur hann henni númer sitt á eldspýtustokki. Seinna um nóttina, þá hringir Grissom og biður um aðstoð þar sem fámennt er á vakt. Kona er myrt og áður en hún deyr þá sást hún með sama manni og Catherine hafði verið með á sama bar. Samsskonar eldspýtustokkur finnst með símanúmeri á fórnarlambinu, sem ýtir undir þá kenningu að maðurinn er sökudólgurinn. | ||||
Iced | Josh Berman | Richard J. Lewis | 12.05.2005 | 23 - 115 |
Sara og Greg rannsaka dauða tveggja stúdenta í heimavistarherbergi. Nick, Warrick og Catherine rannsaka lát manns sem finnst í uppskeru hring (crop circle). Ecklie þarf að komast að því hvað gerðist við líkið í máli sem hann var að vinna að þegar það hverfur skyndilega. | ||||
Grave Danger: Part 1 | Carol Mendelsohn, Naren Shankar, Quentin Tarantino og Anthony E. Zuiker | Quentin Tarantino | 19.05.2005 | 24 - 116 |
Nick Stokes er rænt á meðan hann er að rannsaka glæpavettvang og er grafinn lifandi í glerkistu af mannræningjanum. Lögreglunni berst pakki með spólu og usb lykli sem leyfir þeim að horfa á Nick inn í kistunni, ásamt því að koma með eina milljón dala fyrir lausn hans. Bæjarstjórinn neitar að borga lausnargjaldið, en Catherine biður föður sinn um að fá peningana. Grissom ákveður tíma til þess að hitta mannrænigjann til þess að skila af sér peningunum og fá að vita hvar Nick er staðsettur. | ||||
Grave Danger: Part 2 | Carol Mendelsohn, Naren Shankar, Quentin Tarantino og Anthony E. Zuiker | Quentin Tarantino | 19.05.2005 | 25 - 117 |
Eftir að Grissom gefur mannræningjanum peningana, þá sprengir hann sig upp án þess að láta vita hvar Nick er niðurkominn. Liðið verður að nota allla þekkingu sína til þess að finna Nick áður en hann rennur út af súrefni. | ||||
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: Crime Scene Investigation (season 5)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. febrúar 2010.
- DVD Release Dates Geymt 5 mars 2007 í Wayback Machine at TVShowsOnDVD.com.