Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (6. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sjötta sería CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 22. september 2005 og alls voru gerðir 24 þættir.

Nýir aukaleikarar bættust í hópinn, ásamt vel völdum gestaleikurunm.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Body in Motion Carol Mendelsohn og Naren Shankar Richard J. Lewis 22.09.2005 1 - 118
CSI liðið rannsakar þrjú mismunandi mál: par finnst myrt í sprengdu hjólhýsi; strippari finnst látin í versta hluta bæjarins; og tvö lík finnast rotnandi í skottinu á bíl eftir fimm daga veru.
Room Service Dustin Lee Abraham og Henry Alonso Myers Kenneth Fink 29.09.2005 2 - 119
CSI liðið rannsakar dauða ungrar kvikmyndastjörnu sem finnst eftir partý á hótelherbergi sínu. Á meðan þá uppgvötar liðið tvö morð á meðal innflytjanda þvottamanna á sama hóteli.
Bite Me Josh Berman og Carol Mendelsohn Jeffrey Hunt 06.10.2005 3 - 120
CSI liðið rannsakar andlát konu sem finnst á botni stigans í húsi sínu. Grunur leggst strax á eiginmann hennar, en blóðsletturnar segja aðra sögu.
Shooting Stars Danny Cannon Danny Cannon 13.10.2005 4 - 121
CSI liðið er kallað til þegar húseigandi kemur að hópi fólks sem skilur eftir lík í garði hans. Síðan kemur í ljós að hópurinn tilheyrir trúarreglu, þegar Grissom og Catherine finna höfuðstöðvarnar, þá eru allir látnir eftir fjölda sjálfsmorð. Eftir því sem liðið rannsakar meira, þá komast þau að því að ekki hafi farið eins og það átti gera samkvæmt plönum leiðtogans.
Gum Drops Sarah Goldfinger Richard J. Lewis 20.10.2005 5 - 122
CSI liðið er kallað að húsi þar sem fjögra manna fjölskylda er horfin, og stór pollur af blóði finnst á gólfinu. Morð er helsta skýringin, en engin lík finnast, þannig að erfitt er fyrir liðið að ákveða hvað gerðist nákvæmlega.
Secrets and Flies Josh Berman Terrence O´Hara 03.11.2005 6 - 123
Þegar ung móðir finnst látin eftir hugsanlegt sjálfsmorð, finnur CSI liðið sönnunargögn sem segja annað. Á meðan þá er Grissom, undir þrýstingi frá fógetanum, þar sem hann þarf að sanna að sönnunargögn sýnd af skordýrafræðingi séu óheiðarleg í dómsmáli.
A Bullet Runs Through It, Part 1 Richard Catalani og Carol Mendelsohn Danny Cannon 10.11.2005 7 - 124
CSI liðið þarf að rannsaka dauða lögreglumanns í skotárás, þar sem hundrað byssukúlur liggja eftir á glæpavettvanginum. Málið verður flóknara þegar Sofia Curtis og Jim Brass með fórnarlambinu þegar skotárásin átti sér stað og virðist hann hafi látist vegna vinsamlegs skots. CSI liðið ásamt lögreglunni verða fyrir gagnrýni frá rómanska hverfinu þegar ungur drengur finnst skotinn, á stað þar sem sakborningur sást flýja.
A Bullet Runs Through It, Part 2 Richard Catalani og Carol Mendelsohn Kenneth Fink 17.11.2005 8 - 125
CSI liðið heldur áfram að fara í gegnum sönnunargögnin til þess að komast að því hver er ábyrgur fyrir dauða lögreglumannsins. Einnig þá rannsakar liðið hvernig skotárásin byrjaði, verða þau líka að sanna að ungi drengurinn var ekki skotinn af lögreglunni heldur af sakborningnum.
Dog Eat Dog Allen MacDonald og Dustin Lee Abraham Duane Clark 24.11.2005 9 - 126
Catherine og Brass rannsaka dauða manns sem finnst í gámi og á við átröskun að stríða. Á meðan þá rannsaka Nick og Sara dauða pars eftir alvarlegan skilnað, þar sem sönnungargögnin benda í áttina að hundi parsins.
Still Life David Rambo Richard J. Lewis 08.12.2005 10 - 127
CSI liðið er kallað til þegar Karen Mathews greinir frá því að sonur hennar, Jesse, hafi horfið frá leikvelli þar sem hann var að leika sér. Vitni segja frá því að maður með bláa derhúfu hafi sést nálægt svæðinu. Sönnunargögn finnast á klósettinu í garðinu þar á meðal blóð og nærbuxur stráksins. Strákurinn finnst í verlsun með konu og manni sem segjast vera foreldrar hans og að hann heitir Adam, á meðan Karen segir að þetta sé sonur hennar.
Werewolves Josh Berman Kenneth Fink 05.01.2006 11 - 128
CSI liðið rannsakar sérstak mál, þar sem maður finnst látinn er allur út í hárum, var hann með sjúkdóminn Hypertrichosis (excessive body hair). Uppgvöta þau síðan að maðurinn átti tvíburasystur, sem ásamt móður hans hafa horfið skyndilega.
Daddy´s Little Girl Henry Alonso Myers, Sarah Goldfinger og Naren Shankar Terrence O´Hara 19.01.2006 12 - 129
CSI liðið rannsakar hnífaárás á kappakstursmann sem ætlaði að yfirgefa bæinn með konu sem hann lifði með. Á meðan þá rannsakar Nick dauða lögfræðings sem var keyrð á af sínum eigin bíl, kemst hann nær sannleikanum varðandi mannrán sitt.
Kiss-Kiss, Bye-Bye David Rambo Danny Cannon 26.01.2006 13 - 130
CSI liðið rannsakar dauða manns sem er drepinn í miðju partýi. Einn og aftur er Sam Braun faðir Catherine sakborningur í málinu, persónuleg málefni þeirra eykst á milli þeirra.
Killer Dustin Lee Abraham, Naren Shankar og Erik Saltzgaber Keneth Fink 02.02.2006 14 - 131
CSI liðið rannsakar tvö morð í sama hverfi: maður er drepinn á skuggalegu móteli; og unglingsstúlka er drepin í bílslysi, eftir að hún fór út úr bílnum. Saga morðingjans er fylgt eftir í þættinu þar sem hann reynir að lifa eðlilegu lífi.
Pirates of the Third Reich Jerry Stahl Richard J. Lewis 09.02.2006 15 - 132
Hálfnakin kona finnst grafin í eyðimörkinni með brennimerki á handleggnum. Hefur hún ekkert hár og enga hægri hönd. Konan virðist vera einkadóttir Lady Heathers. Krufning leiðir í ljós að konan var einsskonar tilraun og var svelt til dauða. Liðið rannsakar Betz Clinic þar sem konan fór í svefnrannsókn vegna svefngöngu sinnar.
Up In Smoke Josh Berman Duane Clark 02.03.2006 16 - 133
Þegar lík finnst illabrunnið í strompi, Catherine og Warrick muna að eigandi hússins var grunaður um morð ári árið. Gegn reglum, þá ákveða þau að hefja rannsókn á brennda fórnarlambinu sem afsökun til þess að enduropna eldra málið tengt húsinu.
I Like To Watch Richard Catalani og Henry Alonso Myers Kenneth Fink 09.03.2006 17 - 134
CSI liðið er fylgt eftir af raunveruleika þætti þegar það rannsakar alvarlega nauðgun á fasteignasala. Með hjálp eftirlitsvéla, þá leggst grunur á mann sem kemur inn í bygginguna og skilur eftir blóm við hurð fórnarlambsins, en hann er hreinsaður af sökum. Síðan kemur sú hugmynd fram að sökudólgurinn sé hugsanlega slökkviliðsmaður þar sem sönnunargögn tengd slökkviliðsbúningi finnast.
The Unusual Suspect Allen MacDonald Alec Smight 30.03.2006 18 - 135
Unglingspiltur að nafni Marlon, er lögsóttur fyrir morð á Stacey sem var bekkjarfélagi hans. Á meðan réttarhöldin standa yfir, þá fer 12 ára systir hans í vitnastúkuna og segir að hún sjálf hafi drepið Stacey en ekki Marlon. CSI liðið á nú við vandamál að stríða – tvær játningar við sama morðinu. Hannah sem er snillingur og er í menntaskóla, og jafnvel þó að sumir trúa játningu hennar, þá eru sumir CSI meðlimir ekki vissir og telja að hún sé að ljúga um morðið. Núna þarf að ákveða hvort þeirra á að lögsækja varðandi morðið.
Spellbound Jacqueline Hoyt Jeffrey G. Hunt 06.04.2006 19 - 136
Þegar miðill finnst látinn í búð sinnis, þá leiða sönnunargögn að því að Greg telur að hún hafi séð fyrir dauða sinn. Greg segir frá fjölskylduleyndarmáli sem gæti hjálpað Grissom við að leysa málið, en Grissom stendur við það að nota við vísindi til þess að komast að því hvað gerðist. Á meðan þá sér rannsóknarlögreglumaðurinn Packey Jameson, gamall vinur Brass, tengsl á milli þessa máls og eldra máls sem hann vann að fyrir mörgum árum þar sem fórnarlambið var tengt því, og biður hann CSI liðið um hjálp við að leysa málið.
Poppin´ Tags Dustin Lee Abraham Bryan Spicer 13.04.2006 20 - 137
CSI liðið rannsakar heim rapptónlistar þegar þau rannsaka morð á þremur meðlimu götugengis.
Rashomama Sarah Goldfinger Kenneth Fink 27.04.2006 21 - 138
Ríkur lögfræðingur er myrtur í miðju brúðkaupi sonar síns, og CSI liðið er kallað til þess að rannsaka málið. Bíll Nicks er stolið með öllum sönnunargögnunum innanborðs, og málið gæti verið hættu. CSI liðið verður að finna aðra leiðir til þess að rannsaka málið og finna ný sönnunargögn sem leiða til morðingjans.
Time of Your Death Richard Catalani og David Rambo Dean White 04.05.2006 22 - 139
CSI liðið rannsakar dauða manns sem finnst í fínum jakkafötum og með bíllykla að ferrari bíl, og var skilinn eftir í húsasundi. Rannsóknin leiðir þau að því að maðurinn hafi látist eftir bardaga og hafi verið dreginn gegnum gang með blautri málningu á veggjum.
Bang-Bang Naren Shankar og Anthony E. Zuiker Terrence O´Hara 11.05.2006 23 - 140
CSI liðið grunar mann um að hafa drepið eiginkonu sína og samstarfsmenn, en þau eru ekki alveg viss í sinni sök hvort hann var einn í þessu eða hafði vitorðsmann. Sökudólgurinn leiðir lögregluna í eltingarleik gegnum annríkt spilavíti, tekur gísl og lokar sig inni á hótelherbergi. Einn af liðinu setur sig í hlutverk samningamanns og í hættu sjálfur.
Way to Go Jerry Stahl Kenneth Fink 18.05.2006 24 - 141
CSI liðið bíður í von og ótta eftir af einn af þeim er skotinn við vinnu sína. Á meðan þá rannsakar liðið tvö fórnarlömb: maður finnst höfuðslaus eftir lest og annar finnst látinn á hóteli.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

http://www.cbs.com/primetime/csi/