Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (8. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Áttunda þáttaröðin af CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 27. september 2007 og sýndir voru 17 þættir.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Aðeins 11 þættir voru gerðir og sýndir áður en verkfall handritshöfunda skall á. Sex meiri þættir voru gerðir og sýndir. Vegna verkfallsins þá er sería átta styðsta serían í CSI samsteypunni. Nokkrar sjónvarpsstöðvar fyrir utan Bandaríkin sýndu aðeins fyrsta hlutan í söguþráðsskiptunum á milli CSI og Without a Trace, þar sem Without a Trace var ekki sýnt (eða eldri sería) var sýnd á sama tíma.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Jorja Fox hætti í byrjun seríunnar og Wallace Langham var gerður að aðalleikara, ásamt því að Louise Lombard hætti eftir seríu sjö.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Sérstakir gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

  • Method Man sem Drops (Þáttur 14)
  • Jessica Lucas sem Ronnie Lake (Þættir 3-7)
  • Jessica Collins sem The Miniature Killer (Þáttur 1)
  • Louise Lombard sem Sofia Curtis (Þáttur 1)

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Dead Doll, Part 2 Allen MacDonald, Dustin Lee Abraham og Naren Shankar Kenneth Fink 27.09.2007 1 - 166
Grissom og liðið halda áfram að leit sinni að Söru sem var rænt af glæpavettvangs-líkan morðingjanum sem skildi hana eftir undir ónýtum bíl í eyðimörkinni til þess að deyja.
A La Cart Sarah Goldfinger og Richard Catalani Richard J. Lewis 04.10.2007 2 - 167
Grissom, Nick og Greg rannsaka lát gókartkeppanda þar sem höfuðlaust lík hans finnst nokkra metra frá hraðbrautinni þar sem hann var að keppa. Catherine og Warrick reyna að komast að því hvernig virtur blaðaútgefandi deyr á veitingahúsi þar sem gestir borða í myrkrinu.
Go to Hell Douglas Petrie Jeffrey Hunt 11.10.2007 3 - 168
CSI liðið rannsakar morð á pari og ungri dóttur þeirra, og hvarfi á eldri dóttur þeirra, sem er talin vera haldin illum öndum.
The Case of the Cross-Dressing Carp David Rambo og Jacquline Hoyt Alec Smight 18.10.2007 4 - 169
Henging tvíkynja manns er hugsanlega tengd eitruðu vatni, á meðan dagvaktin rannsakar 40 ára gamla beinagrind sem finnst við bygginarsvæði á nýju spilavíti. Grissom biður Söru um að giftast sér, sem hún játar, Greg segir frá því að hann sé að skrifa bók um sögu Las Vegas.
The Chick Chop Flick Shop Evan Dunsky Richard J. Lewis 01.11.2007 5 - 170
CSI liðið rannsakar morðið á Weatherley Adams, hryllingsleikkonu sem finnst á tökustað með öxi í bakinu á sér. Krufning leiðir í ljós að öxin var ekki morðvopnið heldur stálrör. Þegar Ronnie uppgvötar annað lík í stúdíóinu þar sem það hengur úr loftinu, þá lendir hún auglits til auglits við morðingjann. Sara á erfitt með að sjá dauða fyrir framan sig allan daginn.
Who and What Richard Catalani, Danny Cannon, Naren Shankar og Carol Mendelsohn Kenneth Fink og Danny Cannon 08.11.2007 6 - 171
Alríkislögreglumaðurinn Jack Malone (Anthony LaPaglia) vinnur með Grissom til þess að finna raðmorðingja eftir að strákur sem var rænt sex árum áður í New York passar við greininguna á fórnarlambi morðs í Las Vegas. Þátturinn endar í Without a Trace þættinum "Where and Why".
Where and Why (Without a Trace þáttur) Jan Nash og Greg Walker Jonathan Kaplan 08.11.2007 ? - ?
Þegar raðmorðingi flýr Nevada og fer með son sinn til New York, þá þarf liðið að fá hjálp frá Las Vegas CSI´s Gil Grissom. Seinni hluti af þættinum með Without a Trace.
Goodbye and Good Luck Sarah Goldfinger, Allen MacDonald og Naren Shankar Kenneth Fink 15.11.2007 7 - 171
CSI liðið rannsakar háskólastúdent sem stekkur til dauða og komast að því að hún var myrt. Þau komast að því að fórnarlambið á í sambandi við Marlon West, sem unglingur var sýknaður af morðkæru með hjálp litlu systur sinnar, barnsnillings að nafni Hannah. Sara vinnur málið og telur hún sig vissa í sinni sök að Hannah drap kærustu Marlons og er að setja bróður sinn upp fyrir morðið til þess að geta sett hann í fangelsi og haft yfirhöndina á honum. Sara brennur út og yfirgefur Las Vegas í enda þáttarins.
You Kill Me Naren Shankar, Sarah Goldfinger og Douglas Petrie Paris Barclay 22.11.2007 8 - 173
Hodges setur af stað tilgátu um morð á rannsóknarstofunni til þess að leyfa hinum tæknimönnunum tækifæri á að leika CSI, en þeir vita ekki að hann hefur aðrar ástæður á bakvið þessa aðgerð. Á meðan, eftir að Sara hefur kvatt og farið, þá reyna allir að hugga Grissom.
Cockroaches Dustin Lee Abraham Dustin Lee Abraham 06.12.2007 9 - 174
Lík af manni er fleygt af ruslabíl eftir að hafa verið elt uppi af lögreglunni. Fórnarlambið er bílstjóri eðalvagns tengdur næturklúbbi sem hefur tengls við mafíuna. Warrick telur að eigandi klúbbsins stendur á bakvið morðið og er ákveðinn í því að sanna það. Því miður þá hefur neysla Warricks á pillum og kærulaus lífstíll hans, neikvæð áhrif á vinnu hans. Warrick verður aðalsökudólgurinn í öðru mafíutengdu morði.
Lying Down With Dogs Christopher Barbour og Michael F.X. Daley Michael Slovis 13.12.2007 10 - 175
Lík af ríkri yfirstéttrardömu, þekkt fyrir góðgerðarframlög, finnst umkringd líkum af hundum. Rannsóknin leiðir í ljós að fórnarlambið var tengt ólöglegum hundabardögum og gæti hafa misþyrmt nokkrum dýrum. Á meðan þá reynir Warrick að sanna að hann sé saklaus af því að hafa drepið strippara sem finnst í bíl hans fyrir utan næturklúbb.
Bull Steven Felder og David Rambo Richard J. Lewis 10.01.2008 11 - 176
Þrjú morð eiga sér stað á árlegum viðburði nautaats í Las Vegas. Fyrsta fórnarlambið er nautaatari sem finnst eftir lokun í miðjum nautaats hringnum. Annað fórnarlambið var keyrt á og tengist fyrra morðinu. Seinasta fórnarlambið er melludólgur sem er skotinn á klósetti. Rannsókn leiðir í ljós að öll morðin tengjast ólöglegri nautaats ræktun.
Grissom´s Divine Comedy Jacqueline Hoyt og Carol Mendelsohn Richard J. Lewis 03.04.2008 12 - 177
Grissom og lið hans er kallað til eftir langt flensutímabil. Grissom er beðinn af saksóknaranum Maddie Klien um að vera sérfræðivitni í máli gegn hættulegri Las Vegas klíku- the La Tierras. En hún hefur hrætt og myrt vitni sem gætu sett þá í fangelsi. Grissom hikar við að gera þetta, en Maddie segir að hann er sá eini sem gæti unnið verkið.
A Thousand Days on Earth Evan Dunsky Kenneth Fink 10.04.2008 13 - 178
Óhugnalegur dauði 3 ára stelpu sem finnst í kassa hefur mikil áhrif á Catherine sem leitar svara við morðinu á henni, og nefnir hana eftir götunni sem hún finnst, og fer yfir línuna þegar hún yfirheyrir sökudólg sem er svo saklaus.
Drops Out Allen MacDonald, Dustin Lee Abraham og Naren Shankar Jeffrey G. Hunt 24.04.2008 14 - 179
Brass, Grissom og Nick rannsaka fórnarlamb sem finnst í íbúð með skotsár. Síðan uppgvöta þeir annað fórnarlamb í íbúðinni fyrir ofan. Drops verður áhugaverður sökudólgur í málinu, þó að hann sé enn í fangelsi.
The Theory of Everything David Rambo, Douglas Petrie og Carol Mendelsohn Christopher Leitch 01.05.2008 15 - 180
CSI liðið rannsaka nokkur mál: dauði manns sem kviknar í, í miðju gæsluvarðhaldi; dauði manns með grænt blóð sem tengist eitulyfjum; og dauði eldra pars sem átti við skordýra vandamál að stríða við nágranna sinn, öll málin eru tengd á mismunandi hátt.
Two and a Half Deaths Chuck Lorre og Lee Aronsohn Alec Smight 08.05.2008 16 - 181
Erfið leikkona í sjónvarpsþætti er drepin á meðan verið er að taka þáttinn upp í Las Vegas. Rannsóknin leiðir í ljós marga grunaða, þ.á.m. eiginmann hennar, leikkonan sem kemur í staðinn og allir handritshöfundar þáttarins. Handritið var skrifað af Two and a Half Men höfundunum Chuck Lorre og Lee Aronsohn.
For Gedda Dustin Lee Abraham, Richard Catalani og Kenneth Fink Kenneth Fink 15.05.2008 17 - 182
Warrick er sakaður um að hafa drepið Las Vegas glæpamann. Warrick er ekki viss í sinni sök hvort hann er saklaus eður ei.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

http://www.cbs.com/primetime/csi/