Fara í innihald

Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (1. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrsta þáttaröðin af CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 6.október 2000 og sýndir voru 23 þættir.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Eina serían í CSI framleiðslunni sem var sýnd í 4:3 hlutfallinu. Samt var hún tekin upp í 16:9 hlutfallinu og báðar útgáfurnar má finna á Blu-ray útgáfunni. [1]

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þætti

[breyta | breyta frumkóða]
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. #
The Pilot Anthony E. Zuiker Danny Cannon 06.10.2000 1 - 1
Þegar maður finnst látinn í baðkari, virðist málið vera einfalt sjálfsmorð, en Gil Grissom grunar manndráp. Nick Stokes og Warrick Brown keppast um að leysa 100 rannsóknarmál sitt til þess að verða 3 stigs CSI. Nick Stokes rannsakar mál manns sem var gefinn lyf og rændur af vændiskonu. Warrick og Catherine Willows rannsaka mál manns sem var skotinn til bana eftir að hafa brotist inn í húsið þar sem hann gisti. Þegar Warrick brýtur reglurnar til þess að fá heimild í máli sínu, þá er hann skipaður til þess að passa nýjan starfsmann Holly Gribbs. Eftir að hann skilur hana eftir á vettvangi glæps til þess að veðja, verður hún fyrir skotárás.
Cool Change Anthony E. Zuiker Michael W. Watkins 13.10.2000 2 - 2
Eftir skotárásina á Holly Gribbs, Jim Brass er færður yfir í rannsóknardeildina og Grissom er gerður að yfirmanni næturvaktarinnar. Catherine heitir því að leysa morðið á Gribbs og verður pirruð þegar Grissom kemur með Sara Sidle frá San Francisco til þess að rannsaka ferðir Warrick's kvöldið sem Holly dó. Grissom og Nick rannsaka dauða manns sem ný hafði unnið 40 milljónir dollara í spilasjálfsala, sem virðist hafa framið sjálfsmorð með því að stökkva ofan af hótelinu.
Crate´n Burial Ann Donahue Danny Cannon 20.10.2000 3 - 3
Catherine og Warrick rannsaka mál ungrar stúlku, Renda Harris sem var keyrt á en skilin eftir. Eina sönnunargagnið sem þau finna, er algeng bílamálning sem þau finna hlaupahjóli stelpunnar. Grissom, Sara og Nick rannsaka mannrán konu að nafni Laura Garas.
Pledging Mr. Johnson Josh Berman og Anthony E. Zuiker Richard J. Lewis 27.10.2000 4 - 4
Lík af konu finnst í Lake Mead leiðir Grissom og Catherine í því að afhjúpa framhjáhald. Á meðan Sara og Nick rannsaka hugsanlegt sjálfsmorð stúdents, en komast að því að busun bræðralags hefur farið úr böndum.
Friends & Lovers Andrew Lipsitz Lou Antonio 03.11.2000 5 - 5
Grissom og Warrick rannsaka mál manns sem virðist hafa dáið úr hræðslu í eyðimörkinni, eftir eltingarleik. Á meðan þá rannsaka Catherine og Nick óhuggulegt morð á deildarforseta í kaþólskum skóla. Sara rannsakar hvernig lík konu sem var grafin vikuna áður endar í gámi.
Who Are You? Carol Mendelsohn og Josh Berman Danny Cannon 10.11.2000 6 - 6
Grissom og Nick rannsaka beinagrind konu sem finnst undir húsi, grafin í sementi. Á meðan rannsakar Catherine mál þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar er sakaður um nauðgun. Warrick og Sara leita að týndri byssukúlu sem annaðhvort getur hreinsað eða sakfellt lögreglumann um morð.
Blood Drops Ann Donahue og Tish McCarthy Kenneth Fink 17.11.2000 7 - 7
Þegar fjórir meðlimir fjölskyldu eru hrottalega myrtir og aðeins dæturnar tvær lifa af. Í fyrstu telja Grissom og lið hans að þetta sé (dýrkenda) morð, en þegar sönnungargögn byrja að berast þá kemur í ljós ennþá óhugnalegri saga.
Anonymous Eli Talbert og Anthony E. Zuiker Danny Cannon 24.11.2000 8 - 8
Þegar sviðsett sjálfsmorð tekur sér stað,uppgvötar Grissom að hann á í samskiptum við raðmorðingja, með mikla þekkingu á réttarrannsóknum. Á meðn rannsaka Warrick og Nick bíl túrista sem féll ofan af kletti.
Unfriendly Skies Andrew Lipsitz, Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker Michael Shapiro 08.12.2000 9 - 9
Grissom og liðið rannsaka dauða farþega á fyrst farrými í flugi til Las Vegas. Rannsókn þeirra er í kapp við tíma, því eftir 12 tíma mun Alríkislögreglan taka yfir. Til þess að gera hluti ennþá verri þá eru hinir farþegarnir ekki samvinnufúsir, sem leiðir liðið til þess að þeir eigi hlut að dauða farþegarins.
Sex, Lies and Larvae Josh Berman og Ann Donahue Thomas J. Wright 22.12.2000 10 - 10
Grissom og Sara rannsaka lík af konu sem finnst í eyðimörkinni þakin skordýrum. Grissom notast við skordýrafræði rannsóknir til þess að ákveða tímann sem konan lést. Svo virðist sem helsti sakborningur þeirra er eiginmaðurinn sem var ekki í bænum á þeim tíma sem konan lést, sem virðist fara í taugarnar á Söru, því hann ætlar að komast upp um morð. Á meðan rannsaka Warrick og Catherine rán á málverki. Nick rannsakar mál týndrar konu þar sem bíll hennar finnst við rútustöðina.
I-15 Murders Carol Mendelsohn Oz Scott 12.01.2001 11 - 11
Þegar konu er rænt úr stórmarkaði, Grissom finnur texta á klósetthurði sem leiðir hann til þess að finna að fimm aðrar konur hafa verið myrtar. Á meðan þá verða Warrick og Sara að setja persónuleg ósætti á milli sín til hliðar til þess að rannsaka morð og rán á manni sem var fundinn af bróður sínum. Nick verður að hjálpa vinkonu sinni, Kristy Hopkins, aftur þegar hún lendir í ryskingum við hótel öryggisvörð.
Fahrenheit 932 Jacqueline Zambrano Danny Cannon 01.02.2001 12 - 12
Grissom, Sara og Warrick reyna að hreinsa mannorð manns sem er sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína og son í bruna. Þau komast að því að yfirmaður dagvaktarinnar Conrad Ecklie vann rannsóknina illa. Á meðan rannsaka Catherine og Nick lát unglings sem var skotinn af stuttu færi.
Boom Josh Berman, Ann Donahue og Carol Mendelsohn Kenneth Fink 08.02.2001 13 - 13
Grissom, Sara og Warrick rannsaka skrifstofubyggingu þar sem sprengja sprakk og öryggisvörður lést. Aðalsakborningurinn er annar öryggisvörður, sem er mjög hjálpsamur og hefur þekkingu á sprengjusmíði. Eftir að Nick eyðir nóttinni með Kristy Hopkins, er hún drepin. Með DNA og fingraför sín á staðnum og Ecklie sem yfirmann rannsóknarinnar, ferill Nick's er á línunni.
To Halve and to Hold Andrew Lipsitz og Ann Donahue Lou Antonio 15.02.2001 14 - 14
Þegar stakt mannbein finnst í eyðimörkinni, er það í höndum Grissom, Catherine og Nick að setja beinagrindina saman. Á meðan rannsaka Warrick og Sara dauða karlsstrippara sem lést stuttu eftir að hafa komið fram í gæsaveislu.
Table Stakes Anthony E. Zuiker, Elizabeth Devine og Carol Mendelsohn Danny Cannon 22.02.2001 15 - 15
Á fjáröflunarsamkomu heima hjá Portia Richmond – frægri sýningardömu – látin kona finns fljótandi í sundlauginni. Þegar Portia hverfur síðan seinna, leggst grunur á ungt par sem passaði húsið fyrir hana. Fógetinn setur pressu á Grissom, þar sem mál Portiu gætu skaðað kosningu hans. Warrick rannsakar mafíumorð í glerlyftu.
Too Tough to Die Elizabeth Devine Richard J. Lewis 01.03.2001 16 - 16
Sara verður tilfinningalega tengd máli þegar hún, Grissom, og Nick rannsaka mál konu sem var rænt í bílahúsi, nauðgað og síðan skilin eftir til þess að deyja. Á meðan rannsaka Catherine og Warrick mál CSI´s rannsóknarmanns sem er hættur. Málið fjallar um nágrannaerjur sem leiddu til morðs. Ekki aðeins hefur mikilvæg sönnunargögn týnst, því málið á að fara í réttarhöld eftir aðeins fjóra daga.
Face Lift Josh Berman Lou Antonio 08.03.2001 17 - 17
Grissom, Nick og Catherine rannsaka mál þegar fingraför af fórnarlambi gamals mannsráns finnst á vettvangi morðs. Á meðan rannsaka Sara og Warrick mál konu sem brann upp í hægindastól sínum. Sara grunar að þetta sé sjálfvakinn bruni (spontaneous human combustion).
$35K O.B.O. Eli Talbert Roy H. Wagner 29.03.2001 18 - 18
Stakt vitni á vettvangi glæps þar sem er heljarinnar rigning lýsir því hvernig bílþjófnaður fór úrskeiðis og endaði í tvöföldu morði. Eftir að bíllinn finns og verður að nýjum glæpa vettvangi, verður málið ennþá flóknara. Á meðan rannsakar Catherine hrun íbúðarblokkar þar sem þrír eldri borgarar deyja.
Gentle, Gentle Ann Donahue Danny Cannon 12.04.2001 19 - 19
Lið Grissom's rannsakar hvarf unga barns hjá ríkri fjölskyldu. En þegar ný sönnunargögn sýna að fjölskyldan er að fela eitthvað, þá tekur rannsóknin óhugnalegri stefnu.
Sounds of Silence Josh Berman og Andrew Lipsitz Peter Markle 19.04.2001 20 - 20
Grissom, Sara og Warrick rannsaka lát heyrnarlaus manns sem var keyrt yfir. Þegar líður á rannsóknina þá kemur í ljós að hann lést áður en bíllinn keyrði á hann. Liðið lendir upp á kant við deildarforseta skóla heyrnarlausa, ásamt því að leyndarmál um Grissom kemur fram í dagsljósið. Á meðan þá rannsaka Catherine og Nick hugsanlegt mafíumorð þar sem fimm liggja í valnum á kaffihúsi.
Justice is Served Jerry Stahl Thomas J. Wright 26.04.2001 21 - 21
Grissom, Nick, og Warrick rannsaka morð á hlaupara sem var drepinn af hættulegum hundi í almenningsgarði. Málið verður flóknara þegar kemur í ljós að lifrin úr hlauparanum var tekin með skurðaðgerð eftir að hann var drepinn. Á meðan þá rannsaka Sara og Catherine dauða sex ára stúlku í tívólí, þar sem Catherine verður tilfinningalega tengd málinu.
Evaluation Day Anthony E. Zuiker Kenneth Fink 10.05.2001 22 - 22
Daginn sem Grissom á að meta liðið, Grissom og Catherin rannsaka afskorið höfuð sem finnst í skottinu á stolnum bíl. Sara og Nick rannsaka hauslaust lík í eyðimörkinni sem virðist hafa fallið niður af himnum ofan. Warrick rannsakar morð í unglingafangelsi þar sem ungur vinur hans, James, er eina vitnið.
Strip Strangler Ann Donahue Danny Cannon 17.05.2001 23 - 23
Grissom og liðið rannsaka seríu morða sem eru eftir raðmorðingja. Morðinginn hefur mikla þekkingu á réttarrannsóknum þar sem hann skilur lítil sem engin sönnungargögn eftir. Þegar rannsóknin lendir á dauðum punkti, þá ákveður fógetinn að óska eftir alríkislögreglunni, gegn vilja Grissims. Reiði Grissom's eykst þegar þeir ákveða að lokka morðingjan út, með því að nota Söru sem beitu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „CSI season technical specifications“. Amazon.com Inc. 18. desember 2008. Sótt 18. desember 2008.


http://www.cbs.com/primetime/csi/