Fara í innihald

Jerry Bruckheimer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jerry Bruckheimer
Jerry Bruckheimer
Jerry Bruckheimer
Upplýsingar
FæddurJerome Leon „Jerry“ Bruckheimer
21. september 1945 (1945-09-21) (79 ára)
Ár virkur1972 -

Jerome Leon „Jerry“ Bruckheimer (fæddur 21. september 1945) er bandarískur kvikmyndaframleiðandi og sjónvarpsframleiðandi. Þekktustu sjónvarpsseríur hans eru CSI: Crime Scene Investigation, CSI: Miami og CSI: NY. Frægustu kvikmyndir hans eru Beverly Hills Cop myndirnar, Top Gun, The Rock, Con Air, Crimson Tide, Armageddon, Pirates of the Caribbean myndirnar og National Treasure myndirnar.

Bruckheimer fæddist í Detroit í Michigan og er sonur þýskra innflytjanda sem eru gyðingatrúar.[1] Bruckheimer var aktívur meðlimur í frímerkjaklúbbi og sundhandknattleik. Útskrifaðist með B.A. gráðu í sálfræði frá Arizonaháskóla með algebru sem aukafag og var meðlimur í Zeta Beta Tau bræðralaginu. Bruckheimer hefur verið áhugasamur um kvikmyndir frá unga aldri ásamt áhuga á ljósmyndun og tók oft tækifærismyndir þegar hann hafði tíma. Eftir nám þá fluttist Bruckheimer til Chicago þar sem hann vann í póstdeild hjá auglýsingafyrirtæki. Á endanum, þá dróst Bruckheimer inn í auglýsingaframleiðslu þegar hann fékk tækifæri til þess að framleiða kvikmynd. Því næst þá flutti hann til Los Angeles.

Bruckheimer hefur verið giftur tvisvar sinnum: Bonnie Bruckheimer og saman eiga þau einn son. Býr hann í Burbank með seinni eiginkonu sinni, skáldsagnahöfundinum Linda Bruckheimer. Á hann eina stjúpdóttur, Alexöndru. Eiga þau búgarð í Bloomfield í Kentucky, suðaustur af Louisville í Kentucky, heimabæ Lindu Bruckheimers, sem og annan í Ojai, suður af Santa Barbara.[2]

Kvikmyndafyrirtæki hans, Jerry Bruckheimer Films, er staðsett við 1631 10th Street í Santa Monica í Kaliforníu.

Þegar hann er spurður um andlega viðleitni hefur Bruckheimer sagt að Guð sé honum mikilvægur og er sá „sem sér um þau gæði sem við þurfum öll á og horfum upp til“. Einnig hefur hann sagt að eiginkona hans Linda haldi honum jarðbundnum.[3]

Hjálparstarfssemi

[breyta | breyta frumkóða]

Bruckheimer styður bardagann gegn MS-sjúkdómnu gegnum The Nancy Davis Foundation fyrir MS-sjúklinga. Þar að auki þá hefur hann ákveðið að skuldbinda sig til þess að hjálpa mismunandi málstöðum gegnum Jerry Bruckheimer Foundation.[4] Seinast sem Jerry Bruckheimer Foundation gaf framlag var árið 1995, þegar gefið var $9.350 handa Van Nuys prep school.[5]

Bruckheimer hefur hjálpað til við að lagfæra hið sögulega skip Cutty Sark, sem er í líkingu við skipin sem sjást í Pirates of the Caribbean myndunum. Safn af ljósmyndum eftir Bruckheimer var sýnt í nóvember 2007 í London til þess að afla peninga fyrir Cutty Sark verkefnið. Sýningin innihélt yir 30 myndir sem voru teknar við upptökur á Pirates of the Caribbean: At World's End.[6]

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Bruckheimer er einn af fáum Hollywood fólki sem studdi George W. Bush forseta opinberlega. Gaf hann peninga í kosningabaráttu Johns McCain. Árið 2007 var greint frá því að hann hafði gefið allt að 29% af hans $20.700 í framlag til frambjóðenda repúblikana.[7] Bruckheimer hefur gefið allt að $50.000 til baráttu Repúblikanaflokksins og nefnda.[8]

Íþróttaeignir

[breyta | breyta frumkóða]

Bruckheimer hefur verið nefndur sem einn af fjárfestum í hinum nýja leikvangi í Las Vegas og er talinn vera í lykilhlutverki hjá National Hockey League í því að eiga íshokkílið sem myndi spila á leikvanginum.[9]

Á meðan Jerry var við nám í UA, þá byrjaði hann tónlistarferil Manny Freiser, með upptökum af Let's Talk About Girls og Cry A Little Longer sem voru talin vera fyrirrennarar pönks og nýbylgjunnar á níunda áratugnum.

Kvikmyndaframleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2010 hafði Bruckheimer framleitt yfir 40 kvikmyndir og er talinn vera einn sá farsælasti kvikmyndaframleiðandi allra tíma í bransanum.

Sjöundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Bruckheimer byrjaði að framleiða kvikmyndir á sjöunda áratugnum, eftir að hafa yfirgefið auglýsingavinnu sína með leikstjóranum Dick Richards. Framleiddu þeir kvikmyndir á borð við The Culpepper Cattle Company, Farewell, My Lovely og +March or Die. Bruckheimer vann síðan með Paul Schrader að tveimur myndum, American Gigolo og Cat People, sem kom honum á kortið í Hollywood.

Níundi-Tíundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Milli níunda og tíunda áratugarins var Jerry meðframleiðandi með Don Simpson að nokkrum að vinsælustu myndum Hollywoods fyrir Paramount Pictures. Kynntist hann Don við sýningu á myndinni The Harder They Come frá 1973. Gerðu þeir saman Flashdance fyrstu vinsælustu kvikmynd Bruckheimers frá 1983.[10]. Eftir hana þá fylgdu myndir á borð við Beverly Hills Cop myndirnar, Top Gun og Days of Thunder.

Á meðan hann vann með Simpson þá varð Bruckheimer þekktur sem „Mr. Outside“ vegna reynslu hans í kvikmyndagerð en Simpson var þekktur sem „Mr. Inside“ vegna tengsla sinna í kvikmyndaiðnaðinum. The Rock var seinasta mynd þeirra sem þeir framleiddu saman vegna dauða Simpsons. Bruckheimer tilheyrði The Rock minningu Simpson (sem sjá má í enda myndarinnar).

Þrátt fyrir lát Simpsons árið 1996, hélt Bruckheimer áfram að framleiða stórar spennumyndir, oft með leikstjóranum Michael Bay meðal þeirra eru Armageddon. Aðrar vinsælar myndir sem hann gerði eru Remember the Titans, Black Hawk Down og Pirates of the Caribbean myndirnar.

Eitt helsta aðalvörumerki hans í kvikmyndum er þegar „bíl er snúið við í spennusenu“.

Hefur hann fengið rétt til þess að framleiða kvikmynd byggða á hinum vinsæla leik eftir Palladium Books, Rifts.

Sjónvarpsframleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Snemma á ferli sínum þá framleiddi Bruckheimer sjónvarpsauglýingar, þar á meðal eina fyrir Pepsi. Frá árinu 1997 þá hefur hann fært út kvíarnar í sjónvarpi, með því að framleiða lögregludrama á borð við CSI: Crime Scene Investigation sem er vinsælasti þáttur hans til þessa. Hefur hann einnig framleitt raunveruleikaþáttinn The Amazing Race. Í maí 2008 tilkynnti CBS að þeir höfðu tekið upp nýjustu seríu Bruckheimers, Eleventh Hour', fyrir tímabilið 2008–2009. Er þetta vísindasögu drama sem fylgir eftir ríkisfulltrúa og prófessor sem rannsaka vísindaleg og lækna starfssemi. Aðein ein þáttaröð var gerð áður en hætt var við framleiðslu.[11] Á einum tímapunkti þá var Bruckheimer með sex sjónvarpsseríur í framleiðslu: CSI: Crime Scene Investigation, CSI: Miami, CSI: NY, Cold Case, The Amazing Race, Dark Blue og The Forgotten. Einnig voru þrír sjónvarpsþættir sem hann framleiddi á top 10 lista yfir mesta áhorf – sem er mjög einstakt í sjónvarpi.[12] Þann 10. september 2009 tilkynnti NBC að þeir hefðu tekið upp spennuþátt frá Jerry Bruckheimer að nafni Chase. Aðeins ein þáttaröð var framleidd af þættinum. [13]

Fjárhagsleg velgengni

[breyta | breyta frumkóða]

Einn af farsælustu framleiðundum allra tíma, Bruckheimer er oft nefndur „Mr. Blockbuster“, vegna þess hversu góða velgengni myndir hans hafa verið markaðslega séð. Þegar á heildina er litið þá hafa myndir hans tekið inn í kringum $13 milljarða til Hollywood[14], og hefur komið mörgum leikurunm og leikstjórum á kortið í Hollywood. Árið 2007 þá var hann skráður í 39. sæti á lista Forbes yfir Forbes Celebrity 100 og færðist upp frá 42. sæti síðan 2006. Með ársinnkomu í kringum $120 milljónir[15],

Tekjuhæstu kvikmyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Í júlí 2003 þá var Bruckheimer heiðraður af tímaritinu Variety sem fyrsti framleiðandinn í sögu Hollywood til þess að hafa tvær tekjuhæstu myndir sömu helgina, lögreglu-grínmyndina Bad Boys II og Disney-sjóræningja myndina , Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl. Pirates of the Caribbean myndirnar, framleiddar gegnum Walt Disney Pictures voru mjög tekjuháar og sýnir það hæfileika Bruckheimers í að finna góð verkefni. Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl, var fyrsta myndin og varð mjög vinsæl meðal áhorfenda og fékk góða umfjöllun gagnrýnenda sem og almennings. Eftir velgegni fyrstu myndarinnar, þá tilkynnti Walt Disney Pictures að framhaldsmynd væri í framleiðslu. Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest var frumsýnd 7. júlí 2006. Framhaldsmyndin varð jafn vinsæl og braut met á alþjóðavísu þegar hún var frumsýnd. Í lokin þá halaði hún inn $1.066.179.725 á alþjóðavísu og varð þriðja og fljótasta myndin til þess að ná þessari upphæð. Seinasta myndin í trílogíunni,Pirates of the Caribbean: At World's End var frumsýnd 25. maí 2007. Samanlagt þá hafa myndirnar halað inn um $2,79 milljarða á alþjóðavísu. Í 19 ár þá hafði myndin Beverly Hills Cop (talin hafa tekið inn $234 milljónir) frá 1984 verið tekjuhæsta mynd Bruckheimers þangað til 12. ágúst 2003 en þá var henni ýtt niður í annað sæti af Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl, síðan í þriðja sæti af Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest og að lokum í fjórða sæti af Pirates of the Caribbean: At World's End.

Viðurkenningar og verðlaun

[breyta | breyta frumkóða]

Ritsjórar Entertainment Weekly settu Bruckheimer í fyrsta sæti sem áhrifamestu persónu í Hollywood árið 2003. Var hann í tíunda sæti hjá tímaritinu Premiere árið 2006 yfir „Power 50“-lista þeirra og var í tíunda sæti árið 2005. Var hann í nítjánda sæti hjá Premiere árið 2003 í hinum árlega Hollywood Power List og var í 22. sæti árið 2002.

Kvikmyndir hans hafa verið verðlaunaðar með 35 Óskartilnefningum (fimm verðlaun), átta Grammy-tilnefningar (fimm verðlaun), 23 Golden Globe-tilnefningar (fjögur verðlaun), 30 Emmy Awards-tilnefningar (sex verðlaun), átta People's Choice Awards-tilnefningar (fjögur verðlaun) og nokkur MTV Movie Awards-verðlaun, þar á meðal besta mynd áratugsins[14].

Bruckheimer fékk ShoWest Producer of the Year Award árið 1998 og árið 2000 Producers Guild of America heiðruðu hann með David O. Selznick Award for Lifetime Achievement.

Í maí 2006 fékk heiðursdoktorsgráðu í listum (DFA) við University of Arizona's College of Fine Arts.

Skoðanir á kvikmyndum

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar hann er spurður hverjar eru uppáhaldsmyndir hans eru, þá nefnir hann The Godfather frá 1972, The French Connection frá 1971, Good Will Hunting frá 1997 og The 400 Blows.[12]

  • „Við eru í flutningsbransanum. Við flytjum áhorfendur frá einu stað til annars“. — Bruckheimer á skyldu kvikmyndaiðnaðarins til áhorfenda.
  • „Ef ég gerði kvikmyndir fyrir gagnrýnendur eða fyrir einhvern annan, þá myndi ég örugglega búa í lítilli stúdíóíbúð í Hollywood“. — Jerry Bruckheimer um af hverju hann býr til kvikmyndir[4]

Framleiðandi

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Kvikmynd Leikarar Athugasemdir
1972 The Culpepper Cattle Co. Gary Grimes, Billy Green Bush, Royal Dano Fulltrúa framleiðandi, með 20th Century Fox
1975 Farewell, My Lovely Robert Mitchum, Charlotte Rampling, John Ireland með AVCO Embassy Pictures
Rafferty and the Gold Dust Twins Sally Kellerman, Mackenzie Phillips, Alan Arkin Fulltrúa framleiðandi, með Warner Bros.
1977 March or Die Gene Hackman, Catherine Deneuve, Terence Hill með Columbia Pictures og ITC Entertainment
1980 Defiance Jan-Michael Vincent, Art Carney, Theresa Saldana með American International Pictures
American Gigolo Richard Gere, Lauren Hutton, Hector Elizondo með Paramount Pictures
1981 Thief James Caan, Tuesday Weld, Robert Prosky með United Artists
1982 Young Doctors in Love Sean Young, Michael McKean, Crystal Bernard með 20th Century Fox
Cat People Nastassja Kinski, Malcolm McDowell, John Heard með Universal Pictures og RKO Pictures
1983 Flashdance Jennifer Beals, Michael Nouri, Kyle T. Heffner með Paramount Pictures
1984 Beverly Hills Cop Eddie Murphy, Lisa Eilbacher, John Ashton með Paramount Pictures
Thief of Hearts Steven Bauer, David Caruso, John Getz með Paramount Pictures
1986 Top Gun Tom Cruise, Kelly McGillis, Val Kilmer með Paramount Pictures
1987 Beverly Hills Cop II Eddie Murphy, Judge Reinhold, Jürgen Prochnow með Paramount Pictures
1990 Days of Thunder Tom Cruise, Nicole Kidman, Robert Duvall með Paramount Pictures
1994 The Ref Denis Leary, Judy Davis, Kevin Spacey með Touchstone Pictures
1995 Dangerous Minds Michelle Pfeiffer, Courtney B. Vance, Robin Bartlett með Hollywood Pictures
Crimson Tide Denzel Washington, Gene Hackman með Hollywood Pictures, endurútgefið árið 2009 af Walt Disney Pictures
Bad Boys Martin Lawrence, Will Smith, Téa Leoni með Columbia Pictures
1996 The Rock Sean Connery, Nicolas Cage, Ed Harris með Hollywood Pictures
1997 Con Air Nicolas Cage, John Cusack, John Malkovich með Touchstone Pictures
1998 Enemy of the State Will Smith, Gene Hackman, Jon Voight með Touchstone Pictures
Armageddon Bruce Willis, Ben Affleck, Billy Bob Thornton með Touchstone Pictures
2000 Remember the Titans Denzel Washington, Will Patton, Wood Harris með Walt Disney Pictures
Coyote Ugly Piper Perabo, Adam Garcia, Maria Bello með Touchstone Pictures
Gone in Sixty Seconds Nicolas Cage, Angelina Jolie, Giovanni Ribisi með Touchstone Pictures
2001 Black Hawk Down Josh Hartnett, Eric Bana, Ewan McGregor með Columbia Pictures og Revolution Studios
Pearl Harbor Ben Affleck, Josh Hartnett, Kate Beckinsale með Touchstone Pictures
2002 Bad Company Anthony Hopkins, Chris Rock, Kerry Washington með Touchstone Pictures
2003 Bad Boys II Martin Lawrence, Will Smith, Jordi Mollà með Columbia Pictures
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl Johnny Depp, Orlando Bloom, Keira Knightley með Walt Disney Pictures
Veronica Guerin]] Cate Blanchett, Gerard McSorley, Ciarán Hinds með Touchstone Pictures
Kangaroo Jack Jerry O'Connell, Anthony Anderson, Christopher Walken með Warner Bros. og Castle Rock Entertainment
2004 National Treasure Nicolas Cage, Diane Kruger, Justin Bartha með Walt Disney Pictures
King Arthur Clive Owen, Keira Knightley, Ioan Gruffudd með Touchstone Pictures
2006 Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest Johnny Depp, Orlando Bloom, Keira Knightley með Walt Disney Pictures
Déjà Vu Denzel Washington, Val Kilmer, Paula Patton með Touchstone Pictures
Glory Road Josh Lucas, Derek Luke, Jon Voight með Walt Disney Pictures
2007 National Treasure: Book of Secrets Nicolas Cage, Diane Kruger, Justin Bartha með Walt Disney Pictures
Pirates of the Caribbean: At World's End Johnny Depp, Orlando Bloom, Keira Knightley með Walt Disney Pictures
2009 G-Force Zach Galifianakis, Faizon Love, Bill Nighy með Walt Disney Pictures
Confessions of a Shopaholic Isla Fisher, Hugh Dancy, Krysten Ritter með Touchstone Pictures
2010 Prince of Persia: The Sands of Time Jake Gyllenhaal, Ben Kingsley, Gemma Arterton með Walt Disney Pictures
The Sorcerer's Apprentice Nicolas Cage, Jay Baruchel, Alfred Molina með Walt Disney Pictures
2011 Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides Johnny Depp, Penélope Cruz, Geoffrey Rush með Walt Disney Pictures
2013 The Lone Ranger Johnny Depp, Armie Hammer, William Fichtner með Walt Disney Pictures

Sjónvarpsmyndir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Fearless (2004) (meðframleiðandi, framleiðslustjóri)
  • Swing Vote (1999) (framleiðslustjóri)
  • Max Q (1998) (framleiðslustjóri)

Raunveruleikaþættir

[breyta | breyta frumkóða]
  • The Amazing Race (2001– til dags) sjónvarpssería (framleiðslustjóri)
  • Take the Money and & Run (2011) sjónvarpssería (framleiðslustjóri)
  • The Amazing Race - Australia (2011) sjónvarpssería (framleiðslustjóri)
  • Modern Men (2006) sjónvarpssería (framleiðslustjóri)

Kynningarþættir

[breyta | breyta frumkóða]
  • The Legacy var tekinn upp fyrir UPNs 2002-2003 tímabilið, skrifað af Simon Kinberg og leikstýrt af Jim Gillespie.[16] The Legacy er vísindasögu drama sem fjallar um ungan aðstoðar saksóknara Sam (Matthew Marsden) sem erfir ofurkraft og verður hagræða það kringum vinnu sína og kærustu sína Jess.
  • HBO sjónvarpssería byggð á Cocaine Cowboys er í vinnslu, með Jerry Bruckheimer, Michael Bay, Alfred Spellman og Billy Corben sem framleiðslustjóra. Mun það snúast í kringum fyrstu dagana í kringun kókaínviðskiptin í Miami, og mun vera framleitt af Warner Bros. Television, þar sem Jerry Bruckheimer sjónvarpið er staðsett.

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

AFI-verðlaunin

Emmy-verðlaunin

  • 2012: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2011: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2010: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2009: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2008: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2007: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2006: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2005: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2004: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2004: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation.
  • 2003: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2003: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation.
  • 2002: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation.

National Board of Review

  • 2004: Framleiðanda verðlaunin.

PGA-verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2012: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2010: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2009: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2008: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2007: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2007: Lifetime Achievement verðlaunin í sjónvarpi.
  • 2006: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2006: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2005: Verðlaun sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2004: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta raunveruleika keppnisþátt fyrir The Amazing Race.
  • 2004: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation.
  • 2003: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation.
  • 2000: Lifetime Achievement verðlaunin í kvikmyndum.

Razzie-verðlaunin

  • 1999: Tilnefndur fyrir verstu kvikmyndina fyrir Armageddon.

Rembrandt-verðlaunin

ShoWest Convention

  • 2010: Lifetime Achievement verðlaunin.
  • 1999: Framleiðandi ársins veriðlaunin.
  • 1998: Aþjóðlegu Box Office Achievement verðlaunin.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.thestar.com/entertainment/article/287485
  2. „You Can Go Home Again“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2013. Sótt 13. október 2009.
  3. YouTube - Jerry Bruckheimer Talks About Spirituality
  4. 4,0 4,1 „AskMen.com - Top 49 Men: Jerry Bruckheimer“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. maí 2009. Sótt 13. október 2009.
  5. „The Smoking Gun: Celebrity Charity Review“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2007. Sótt 13. október 2009.
  6. „Cutty Sark - Press & Publicity > 23 Nov 07 Cutty Sark's Hollywood photo exhibition“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júlí 2009. Sótt 13. október 2009.
  7. Progressive Values: There's A few Surprise Republican Leaning Celebrity Donors Out There
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2013. Sótt 13. október 2009.
  9. lasvegassun
  10. Jerry Bruckheimer - Trailer - Showtimes - Cast - Movies - New York Times
  11. Adalian, Josef. „CBS Picks Up 4 New Dramas, 2 Comedies“ Geymt 16 október 2013 í Wayback Machine. TV Week, maí 2008. Skoðað 27. ágúst 2009.
  12. 12,0 12,1 Galloway, Stephen. „Jerry Bruckheimer, producer“. The Hollywood Reporter, 17. nóvember 2003. Skoðað 27. ágúst 2009.
  13. Natalie Abrams (10. september 2009). „NBC Green-lights Bruckheimer Pilot“. TVGuide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. september 2009. Sótt 11. september 2009.
  14. 14,0 14,1 Jerry Bruckheimer @ Filmbug
  15. #39 Jerry Bruckheimer - Forbes.com
  16. „The Legacy“. IMDb.