Fara í innihald

Robert David Hall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert David Hall
Robert David Hall
Robert David Hall
Upplýsingar
FæddurRobert David Hall
9. nóvember 1947 (1947-11-09) (76 ára)
Ár virkur1983 -
Helstu hlutverk
Dr. Albert Robbins í CSI: Crime Scene Investigation

Robert David Hall (fæddur 9. nóvember 1947) er bandarískur leikari þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Albert Robbins í CSI: Crime Scene Investigation.

Robert fæddist í East Orange í New Jersey. Hall stundaði nám við Tustin (CA) High School og fór í UCLA þaðan sem hann útskrifaðist árið 1971 með gráðu í enskum bókmenntum. Hall er leikinn gítarleikari og fyrrverandi atvinnutónlistamaður. Í nokkur ár þá var hann þekktur útvarps DJ í Los Angeles. Hann hefur einnig ljáð rödd sína í mörgum sjónvarpsauglýsingum og teiknimyndaþáttum.

Árið 1978 þurfti að taka af honum báðar lappirnar vegna áreksturs sem hann lendi í við flutningabíl sem kramdi bílinn hans. Slysið gerði það að verkum að bensíngeymirinn sprakk, með þeim afleiðingum að 65% af líkama hans brann. Notar hann gervilimi til þess að geta hreyft sig. Nokkrar perónur hans, þar á meðal CSI persóna hans hafa talað opinskátt um fötlunina. Er hann áberandi talsmaður fyrir fatlaða Bandaríkjamenn.

Ásamt því að hafa verið í CSI: Crime Scene Investigation hefur Hall komið fram í myndum á borð við Starship Troopers og The Negotiator og hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við The West Wing og L.A. Law.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1983 Deal of the Century Ray Penido óskráður á lista
1985 Hera Come the Littles Dinky Little Talaði inn á
1991 Class Action Steven Kellen
1993 Once Upon a Forest Flutningabílstjóri Talaði inn á
1993 Dream Lover Dr. Sheen
1996 Andersonville Samson Sjónvarpsmynd
1997 Prison of Secrets Dómari Sjónvarpsmynd
1997 Starship Troopers Ráðningar liðþjálfinn
1998 The Negotiator Sgt. Cale Wangro
2000 The Burkittsville 7 David Hooper Sjónvarpsmynd
2001 Shattering Images Faðir Nicole´s
2002 My Father´s House Maðurinn á hækjunum
2003 CSI: Crime Scene Investigation Yfirréttarlæknirinn Dr. Al Robbins Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives Yfirréttarlæknirinn Dr. Albert ´Al´ Robbins Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 The Eavesdropper I.R.B. stjórnarmeðlimur
2005 ER: The Game Dr. Vangeer Tölvuleikur
Talaði inn á
2006 CSI: 3 Dimensions of Murder Dr. Al Robbins Tölvuleikur
Talaði inn á
2007 Legs Roosevelt Garland
2007 Ben 10: Secret of the Omnitrix Azmuth Tölvuleikur
Talaði inn á
2007 CSI: Crime Scene Investigation – Hard Evidence Al Robbins Tölvuleikur
Talaði inn á
2007 The Gene Generation Abraham
2008 The Royman Closure ónefnt hlutverk
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1983-1985 The Littles Dinky Little 29 þættir
1986 ABC Weekend Specials Dinky Little Þáttur: Liberty and the Littles
1992 Mann & Machine Dave Murphy Þáttur: Prototype
1992 Batman Aukaraddir Þáttur: Heart of Ice
1991-1993 Life Goes On Mr. Mott 6 þættir
1991-1993 L.A. Law Dómarinn Myron Swaybill
2 ónefnd hlutverk
3 þættir
1992-1994 Beverly Hills, 90210 Kennari 3 þættir
1996 High Incident ónefnt hlutverk Þáttur: Christmas Blues
1997 Brooklyn South John Keough Þáttur: Clown Without Pity
1997 Party of Five Embættismaður Þáttur: Adjustments
1998 Promised Land Edward Brogan Þáttur: Purple Heart
1998 The New Batman Adventures Fréttamaður Þáttur: Mean Seasons
1999 Touched by an Angel Harry Þáttur: Fool for Love
1997-2000 Superman Fréttamaður
Fréttaskýrandi
3 þættir
2000 The West Wing David Nessles Þáttur: Celestia.l Navigation
2000 Batman Beyond Fulton Þáttur: Speak No Evil
1999-2001 The Practice Dómarinn Bradley Michaelson 4 þættir
2001 Family Law ónefnt hlutverk 2 þættir
2002 The Zeta Project Thad Þáttur: Eye of the Storm
2006 North Mission Road Kynnir Þáttur: From the Ashes
2006 Avatar: The Last Airbender Aukaraddir Þáttur: Appa´s Lost Days
2007 The Batman Flugmaður Þáttur: Artifacts
2008-2009 Ben 10: Alien Force Vörður hjá Highbreed 3 þættir
2000- til dags CSI: Crime Scene Investigation Dr. Al Robbins 245 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Screen Actors Guild verðlaunin