Fara í innihald

William Petersen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Petersen
William Petersen
William Petersen
Upplýsingar
FæddurWilliam Louis Petersen
21. febrúar 1953 (1953-02-21) (71 árs)
Ár virkur1981 -
Helstu hlutverk
Gil Grissom í CSI: Crime Scene Investigation
Will Graham í Manhunter

William Louis Petersen (fæddur 21. febrúar 1953) er bandarískur leikari og framleiðandi sem er þekktastur fyrir að leika Gil Grissom í sjónvarpsseríunni CSI: Crime Scene Investigation.

Petersen er fæddur og uppalinn í Evanston í Illinois.[1] Faðir hans er dansk-amerískur að uppruna og móðir hans er þýsk-amerísk að uppruna.[2] Útskrifaðist hann frá Bishop Kelly High School árið 1972. Komst hann inn í Ríkisháskólann í Idaho á fótboltastyrk. Á meðan hann var við nám við Ríkisháskólann í Idaho tók Petersen leiklistarnámskeið sem breytti alveg leið hans í lífinu. Yfirgaf hann skólann ásamt eiginkonu sinni Joanne árið 1974 og elti drama prófessor til Baskalands þar sem hann lærði sem Shakespeare leikari. Petersen hafði áhuga á baskneskri menningu og lærði hann baskneska tungumálið.

Petersen flutti aftur til Idaho til þess að verða leikari. Þar sem hann vildi ekki vinna í leikaralausri vinnu í, þá fór hann til Chicago og bjó hjá ættingjum sínum.

Petersen giftist langtíma kærustu sinni Gina Cirone í júní 2003. Á hann eina dóttur, Maite, frá fyrra hjónabandi. Petersen er mikill Chicago Cubs aðdáendi, og mætir oft á Wrigley Field að minnsta kosti einu sinni að ári til þess að syngja „Take Me Out to the Ballgame“. Árið 2004 lýsti Petersen í viðtali við Playboy Magazine nær-dauða lífsreynslu sem hann varð fyrir í kringum 1980s, sem gaf honum fullvissu að það væri til framhaldslíf eftir dauða.[3]


Þann 23. febrúar 2009 var Petersen heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame. Næstum allt leikaraliði og starfsmenn CSI: Crime Scene Investigation voru viðstaddir. Stjarna Petersens er staðsett við 6667 Hollywood Blvd, beint fyrir framan hinn fræga veitingastað Musso and Frank's Grill.

Petersen var mjög aktívur í leikhúsum og vann sér inn Actors Equity card. Sýndi hann við Steppenwolf Theatre Company, sem hann hefur verið meðlimur að síðan 2008, og er meðstofnandi að Remains Theater Ensemble sem einnig hefur að geyma Chicago leikarana Gary Cole og Ted Levine.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Petersen var árið 1986 í The Twilight Zone. Síðan 2000 hefur frami Petersen aukist eftir að hann lék Dr. Gil Grissom í CBS réttar-rannsóknardramanu CSI: Crime Scene Investigation. Petersen tók sér hlé frá CSI í fimm vikur til þess að koma fram í Trinity Repertory Company uppsetningu á Dublin Carol í Providence, Rhode Island[4]. Þann 30. maí 2007 var Petersen á Wrigley Field í samvinnu með WGN íþróttaútvarpsmönnum til þess að lýsa leika Chicago Cubs – Florida Marlins leiknum og nefndi hann að hann hefði séð CSI: The Experience á Museum of Science and Industry í Chicago. Var hann þá í níu-vikna hléi frá upptökum og sagði hann, að hann og samleikarar væru heppnir að vera hluti af svona vinsælli seríu á meðan þættir sem vinir hans koma fram í hætta eftir aðeins nokkra þætti.

Samkvæmt Michael Ausiello hjá TV Guide, þá hafði Petersen endurnýjað samning sinn hjá CBS til þess að koma fram í CSI fyrir 2008-2009 tímabilið, með um $600.000 dollara fyrir hvern þátt.[5] Þann 15. júlí 2008 greindi Associated Press frá því að Petersen myndi hætta sem aðalleikari í 9. þáttaröð (þætti 10) til þess að fylgja eftir leikhúsferli sínum, en myndi koma aftur sem gestaleikari þegar á þurfti.[6] Munn hann samt halda áfram að vera framleiðslustjóri við þáttinn.[6]

Petersen lék í fyrstu Hannibal Lecter myndinni, þar sem hann lék FBI alríkisfulltrúann Will Graham. Þar sem hlutverk hans í Manhunter eftir Michael Mann var svo krefjandi tilfinningalega séð gerði hann allt sem hann gat til þess að losna við persónuna eftir að tökum lauk. Hann rakaði af sér allt skeggið, klippti hárið og litaði það ljóst. Einnig þá segist hann hafa gert þetta, vegna þess að þegar hann var að æfa fyrir leikrit í Chicago, kom tal hans alltaf út sem Graham; litaði hann á sér hárið þannig að hann gæti horft á sjálfan sig í spegli og séð aðra persónu.[7]

Petersen afþakkaði hlutverk í Oliver Stone myndinni Platoon, þar sem hún myndi halda honum í Filippseyjum, frá fjölskyldu sinni. Í staðinn lék hann í sjónvarpsmyndinni Long Gone frá 1987 sem neðri deildar hafnarboltaleikmaður og umboðsmaður.

Lék hann lögreglumanninn William Friedkin's í spennumyndinni To Live and Die in L.A., Petersen kemur fram alveg nakinn, stuttlega. Var honum boðið hlutverk Henry Hill í Goodfellas en afþakkaði það.

Árið 1990 lék Petersen í þriggja-hluta míniseríu, The Kennedys of Massachusetts. Lék Petersen JFK, sendiherrann Joseph P. Kennedy. Hlaut myndin Emmy og Golden Globe-tilnefningar. Árið 1993 kom Petersen fram í annarri míniseríu, Return to Lonesome Dove og síðan í Fear árið 1996.

Lék hann í myndinni Mulholland Falls sem persónu er finnur sjálfan sig fá ofbeldisviðbrögð frá Los Angeles lögreglunni. Ennig lék hann í Kiss the Sky og í myndinni 12 Angry Men ásamt Courtney B. Vance, George C. Scott, Jack Lemmon og Mykelti Williamson.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1981 Thief Barþjónn á Katz & Jammer sem William L. Petersen
1985 To Live and Die in L.A. Richard Chance sem William L. Petersen
1986 Manhunter Will Graham
1987 Amazing Grace and Chuck Russell sem William L. Petersen
1987 Long Gone Cecil ´Stud´ Cantrell Sjónvarpsmynd
sem William L. Petersen
1989 Cousins Tom Hardy
1990 The Kennedys of Massachusetts Joseph P. Kennedy Sjónvarps míni-sería
sem William L. Petersen
1990 Young Guns II Patrick Floyd ´Pat´ Garrett
1991 Hard Promises Joey sem William L. Petersen
1992 Passed Away Frank Scanlan
1992 Keep the Change Joe Starling Sjónvarpsmynd
sem William L. Petersen
1993 Curacao Stephen Guerin Sjónvarpsmynd
1993 Return to Lonesome Dove Gideon Walker Sjónvarps míni-sería
sem William L. Petersen
1995 Present Tense, Past Perfect Jack Sjónvarpsmynd
sem William L. Petersen
1995 In the Kingdom of the Blind, the Man with One Eye Is King Tony C.
1996 Mulholland Falls Jack Flynn, mafíu foringi óskráður á lista
1996 Fear Steve Walker
1996 The Beast Whip Dalton Sjónvarpsmynd
1997 12 Angry Men Kviðdómari nr. 12 Sjónvarpsmynd
1998 Gunshy Jake Bridges
1998 The Staircase Joad Sjónvarpsmynd
sem William L. Petersen
1998 The Rat Pack John F. Kennedy Sjónvarpsmynd
1999 Kiss the Sky Jeff Sjónvarpsmynd
sem William L. Petersen
2000 The Skulls Ames Levritt
2000 The Contender Jack Hathaway
2001 Haven Jackson Connolly Sjónvarpsmynd
sem William L. Petersen
2003 CSI: Crime Scene Investigation Gil Grissom Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives CSI aðalrannsóknarmaður Gilbert ´Gil´ Grissom Tölvuleikur
Talaði inn á
2006 CSI: 3 Dimensions of Murder Gil Grissom Tölvuleikur
sem William L. Petersen
Talaði inn á
2007 CSI: Crime Scene Investigation – Hard Evidence Gilbert ´Gil´ Grissom Tölvuleikur
sem William L. Petersen
Talaði inn á
2011 Detachment Sarge Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1986 The Twilight Zone Edward Sayers Þáttur: Need to Know/Red Show
sem William L. Petersen
1995 Fallen Angels George Þáttur: Good Housekeeping
sem William L. Petersen
2007 Without a Trace Gil Grissom Þáttur: Where and Why
2000-2009 CSI: Crime Scene Investigation Gil Grissom 193 þættir

Framleiðandi

[breyta | breyta frumkóða]

CSI: Crime Scene Investigation, Keep the Change og Hard Promises.

Remains Theatre

[breyta | breyta frumkóða]
  • Indulgences in a Louisville Harem
  • Sixty Six Scenes of Halloween
  • The Tooth of Crime .... Hoss (tilnefnt til Joseph Jefferson Awards)
  • Balm in Gilead .... Joe Conroy
  • Moby Dick .... Ahab
  • A Class "C" Trial in Yokahama
  • Big Time .... Paul
  • American Buffalo .... Teach
  • Once in Doubt .... Painter
  • The Chicago Conspiracy Trial
  • Waiting for Godot
  • The Time of Your Life .... Joe
  • Farmyard
  • Traps

Steppenwolf Theatre Company

[breyta | breyta frumkóða]
  • Balm in Gilead .... Joe Conroy
  • Fool for Love .... Eddie
  • A Dublin Carol .... John Plunkett

Goodman Theatre

[breyta | breyta frumkóða]
  • Gardenia .... ???
  • The Time of Your Life .... Joe
  • Glengarry Glen Ross .... James Lingk
  • The Night of the Iguana .... Presturinn Shannon

Victory Gardens Theatre

[breyta | breyta frumkóða]
  • Dillinger .... John Dillinger
  • Towards the Morning
  • Flyovers .... Ted
  • Blackbird .... Ray

Wisdom Bridge Theatre

[breyta | breyta frumkóða]
  • Canticle of the Sun .... ???
  • Belly of the Beast .... Jack Henry Abbott (Vann Joseph Jefferson Awards sem besti leikari)
  • Speed the Plow .... Bobby Gould

Önnur leikhúsverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Darkness at Noon (1976), Chicago framleiðsla
  • A Streetcar Named Desire .... Stanley Kowalski, Stratford Festival of Canada, Stratford, Ontario, Canada, 1981
  • Days and Nights Within .... Interrogator, Organic Theatre
  • Puntila and His Hired Mano .... Matti, Organic Theatre
  • Speed the Plow .... Bobby Gould, Kennedy Center in D.C.
  • The Night of the Iguana .... Reverend Shannon, Roundabout Theatre in New York
  • A Dublin Carol .... John Plunkett, Trinity Reportory Company (Providence)
  • Endgame .... ???, Downstairs Theatre
  • Twelfth Night .... ???, Illinois Shakespeare Festival
  • As You Like It .... ???, Illinois Shakespeare Festival

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Broadcast Film Critics Association verðlaunin

Emmy verðlaunin

Golden Globe verðlaunin

PGA verðlaunin

Satellite verðlaunin

Screen Actors Guild verðlaunin

TV Guide verðlaunin


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. William Petersen Biography (1953-)
  2. Hiltbrand, David (6. febrúar 2004). „William Petersen didn't have a clue `CSI' would be a huge hit“. Philadelphia Inquirer. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2012. Sótt 10. desember 2007.
  3. „Near-death experiences of the Hollywood rich and famous“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2010. Sótt 13. október 2009.
  4. Trinity Repertory Company - home
  5. William Petersen Renews CSI Contract Geymt 4 apríl 2008 í Wayback Machine" TV Guide. March 31, 2008. Retrieved on April 1, 2008.
  6. 6,0 6,1 CSI series star William Petersen leaving in 9th season 16. júlí 2008 (Skoðað 20. júlí 2009).
  7. Inside Manhunter: Interviews with stars William Petersen, Joan Allen, Brian Cox and Tom Noonan