Bengúelastraumurinn
Útlit
Bengúelastraumurinn er breiður (2-300km) og kaldur hafstraumur sem rennur í norður meðfram vesturströnd Afríku. Hann dregur nafn sitt af borginni Bengúela í Angóla. Hann er austurhluti Suður-Atlantshafshringstraumsins og nær frá Góðravonarhöfða í suðri að mörkum Angólastraumsins í norðri á 16°S. Suðaustlægir staðvindar hafa áhrif á strauminn og valda uppstreymi við ströndina sem nærir vistkerfi sjávar þar.