Fara í innihald

Austur-Skaftafellssýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu Austur-Skaftafellsýslu

Austur-Skaftafellssýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueining á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.

Austur-Skaftafellssýsla er á milli Vestur-Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu, sýslumörkin á Skeiðarársandi og á Lónsheiði.

Frá fornu fari skiptist þetta hérað í fimm sveitir, talið frá austri: Lón, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. Síðar reis kauptún á Höfn, sem byggðist úr jörðinni Hafnarnesi í Nesjum. Þann 6. júní 1998 varð til Sveitarfélagið Hornafjörður með sameiningu allra hreppa í Austur-Skaftafellssýslu.

Sóknir í sýslunni voru lengst nefndar, talið frá austri: Stafafellssókn, Bjarnanessókn, Hoffellssókn, Einholtssókn, Kálfafellsstaðarsókn, Hofssókn og Sandfellssókn. Hoffellssókn og síðar Sandfellssókn lögðust niður. Kirkjan í Einholti var flutt, og síðan var yfirleitt talað um Brunnhólssókn (finnst þó í heimildum kennd við bæinn Slindurholt). Ný sókn myndaðist í kauptúninu: Hafnarsókn.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.