Lón (Austur-Skaftafellssýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lón er sveit við samnefndan flóa á suðaustanverðu Íslandi. Í suðvestri markast sveitin af Vestrahorni en í norðaustri af Eystrahorni. I flóanum eru tveir minni firðir sem heitra Papafjörður og Lónsfjörður. Papafjörður er fær litlum skipum, og við hann er Papós þar sem var rekin verslun á ofanverðri 19. öld. Þar fyrir sunnan eru Papatættur, sem sagðar eru vera leifar keltneskrar byggðar.

Þórisdalur, Lónsöræfi og önnur víðerni[breyta | breyta frumkóða]

Upp af sveitinni gengur Þórisdalur, þar bjó Þórður Þorkelsson Vídalín (1661 – 1742), frægur lærdómsmaður. Um Þórisdal rennur Jökulsá, frá jöklum til hafs, ósinn í víkinni milli fjarðanna tveggja. Fyrir ofan dalinn og umhverfis hann eru mikil víðerni, dalir, fjöll og jöklar, meðal annars Lónsöræfi, vinsæll meðal ferðamanna.

Forsæla[breyta | breyta frumkóða]

Bærinn Syðri-Fjörður í Lóni stendur beint norður undir háum og bröttum hlíðum Vestrahorns, sem skyggja á sólina svo stóran hluta vetrar að bærinn er sagður vera eitt þriggja bæjarstæða á landinu þar sem sólar nýtur minnst (ásamt Baugaseli í Barkárdal og Birkihlíð í Súgandafirði). Um þennan bæ orti einhver:

Mikaels frá messudegi

miðrar góu til

í Syðra Firði sólin eigi

sést það tímabil.

Eiríkur Guðmundsson, sem var bóndi á Syðri-Firði snemma á 20. öld, orti um bæinn sinn:

Lengi að þreyja í þessum skugga

þykir mörgum hart.

Samt er á mínum sálarglugga

sæmilega bjart.