Einholt í Hornafirði
Útlit
Einholt á Mýrum í Hornafirði, bújörð og lengi kirkjustaður og prestsetur. Þar var Maríukirkja. Annexía var á fyrri öldum á Viðborði, einnig Maríukirkja. Kirkjustaður sóknarinnar var fluttur að Brunnhól 1899 og ný kirkja reist. Vötn slógu sér til, svo að stundum á 18. og 19. öldum var votlent í Einholti. Kristján Benediktsson ábúandi keypti jörðina 1928.
Helstu hjáleigur frá Einholti
[breyta | breyta frumkóða]- Brunnhóll
- Flaga
- Geirsstaðir
- Hamrar
- Lambleiksstaðir
- Slindurholt
Fornar hjáleigur finnast nefndar, þar á meðal Sandholt, Gunnlaugshóll og Einbúi, og nöfn bæja hafa ekki alltaf verið með einu móti, Flaga til dæmis löngum nefnd Digurholt.
Nokkrir Einholtsprestar
[breyta | breyta frumkóða]- Um 1393: Ámundi.
- Fyrir 1447: Ketilbjörn.
- Fyrir 1463-eftir 1483: Tjörvi Björnsson.
- Um 1500: Jón Þórarinsson garði.
- Til 1513: Magnús Jónsson.
- Um 1514: Oddur Þorsteinsson.
- Fram um 1555: Ívar Markússon.
- Fram um 1566: Brynjólfur Jónsson.
- 1566-1617: Jón Arnórsson.
- 1617-1650: Guðmundur Ólafsson.
- 1650-1678: Högni Guðmundsson.
- 1678-1732: Sigurður Högnason.
- 1732-1742: Þorleifur Björnsson.
- 1742-1750: Jón Þórðarson.
- 1750-1775: Sveinn Halldórsson.
- 1776-1787: Vigfús Benediktsson.
- 1787-1813: Bergur Jónsson.
- 1814-1823: Jón Einarsson.
- 1823-1854: prestar bjuggu á öðrum bæjum í sveitinni.
- 1854-1862: Ólafur Magnússon.
- 1863-1867: Brandur Tómasson.
- 1870-1875: Jóhann Knútur Benediktsson.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Finnur Jónsson: Historia Ecclesiastica Islandae IV, bls. 277, Havniæ MDCCLXXVIII.
- Kristján Benediktsson: „Mýrar”, Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu, bls. 68-77, Reykjavík 1972.
- Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útgáfa (Hannes Þorsteinsson jók við og Björn Magnússon gaf út), bls. 39, Reykjavík 1949.