Fara í innihald

Mýrar (sveit í Hornafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mýrar eru sveit í Hornafirði. Austurmörk eru Hornafjarðarfljót, og handan þeirra er sveitin Nes. Vesturmörk Mýra voru Heinabergsvötn, sem síðar breyttu um farveg, og teljast mörkin nú vera lína úr Hafrafellshálsi, um Hánípu og til sjávar austan Sævarhólalands. Mýrar voru um skeið sérstakt hreppsfélag, Mýrahreppur. Í Holtum var helsti þingstaður sýslunnar. Prestsetur og sóknarkirkja sveitarinnar var lengst í Einholti, en kirkjan var 1899 færð að Brunnhól. Helstu vatnsföll á Mýrum eru Hornafjarðarfljót, Djúpá, Hólmsá og Heinabergsvötn. Á fyrri tíð komu stundum mikil hlaup úr Vatnsdal en nú eru þau hætt vegna þess hve jökullinn hefur hopað.

Jarðir í sveitinni[breyta | breyta frumkóða]

Fjallabæir[breyta | breyta frumkóða]

 • Haukafell
 • Hlíðarberg
 • Rauðaberg
 • Viðborð
 • Viðborðssel

Holtajarðir[breyta | breyta frumkóða]

 • Hólabrekka
 • Holtar
 • Holtasel
 • Kyljuholt
 • Stóraból
 • Tjörn

Einholtsjarðir[breyta | breyta frumkóða]

 • Brunnhóll
 • Einholt
 • Flaga
 • Geirsstaðir
 • Hamrar
 • Lambleiksstaðir
 • Slindurholt
 • Árbær

Suður-Mýrar[breyta | breyta frumkóða]

 • Bakki
 • Baldurshagi
 • Borg
 • Flatey efri
 • Flatey syðri
 • Heinaberg
 • Hólmur
 • Nípugarðar
 • Oddi
 • Skinney (Eskey, Selbakki)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Kristján Benediktsson: „Mýrar”, Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu II, Reykjavík 1972.