1916
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 1916)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1916 (MCMXVI í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 9. febrúar - Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda er stofnað.
- 12. mars - Alþýðuflokkurinn stofnaður, sem stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands (sem stofnað var sama dag).
- 19. júní - Landspítalasjóður Íslands stofnaður af íslenskum konum.
- 5. ágúst og 21. október - Alþingiskosningar haldnar. Þetta voru fyrstu alþingiskosningarnar eftir að konur fengu kosningarétt. Samhliða fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þegnskylduvinnu allra heilbrigðra karlmanna á aldrinum frá 17 til 25 ára. Tillagan var felld með 90% atkvæða.
- 23. nóvember - Karlakórinn Fóstbræður er stofnaður.
- 30. nóvember - Goðafossstrandið: Gufuskip Eimskipafélagsins strandaði á Straumnesi. Farþegar og áhöfn bjargast.
- 3. desember - Íþróttafélagið Skallagrímur er stofnað í Borgarnesi.
- 16. desember - Framsóknarflokkurinn stofnaður.
- Bændaflokkurinn (fyrri) og Óháðir bændur eru lagðir niður.
- Ákveðið var að reisa félagslegt húsnæði í Reykjavík; Pólarnir.
- Fyrirtækið Ellingsen er stofnað.
Fædd
- 16. júlí - Kristján frá Djúpalæk skáld (d. 1994)
- 6. desember - Kristján Eldjárn, 3. forseti Íslands (d. 1982).
Dáin
- 21. maí - Skúli Thoroddsen alþingismaður (f. 1859).
- 15. desember - Þórhallur Bjarnarson biskup (f. 1855).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 11. febrúar - Emma Goldman er handtekin fyrir fyrirlestur um getnaðarvarnir.
- 21. febrúar - Fyrri heimsstyrjöldin: Orrustan við Verdun hefst og stendur fram í desember sama ár.
- 8. mars - Mexíkóska byltingin: Pancho Villa ræðst inn í Bandaríkin, Nýju-Mexíkó, með 500 hermenn og drepur 12 bandaríska hermenn. Hann er hrakinn á brott.
- 24. apríl - Páskauppreisnin hófst á Írlandi.
- 16. maí - Sykes–Picot-samkomulagið: Bretar og Frakkar skipta upp arabískum svæðum Ottóman-veldisins.
- 1. júlí - Fyrri heimsstyrjöldin: Orrustan við Somme, ein blóðugasta orrusta mannkynssögunnar sem stendur fram í nóvember sama ár. 1,5 milljón liggja í valnum.
- 2. júlí - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 9. ágúst - Lassen Volcanic-þjóðgarðurinn er stofnaður í Kaliforníu.
- 29. september - John D. Rockefeller verður fyrsti milljarðamæringur Bandaríkjanna.
- 16. október - Fyrsta þungunarrofsstofan er opnuð í Bandaríkjunum.
- 12. desember - Hundrað snjóflóð í Dólómítafjöllum í Ölpunum tekur líf 10.000 austurrískra og ítalskra hermanna.
- Hætt er við Sumarólympíuleikana í Berlín.
Fædd
- 30. apríl - Claude Shannon, bandarískur stærðfræðingur (d. 2001).
- 8. maí - João Havelange, brasilískur forseti FIFA (d. 2016).
- 26. október - François Mitterrand, forseti Frakklands (d. 1996)
- 15. desember - Maurice Wilkins, breskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2004).
Dáin
- 15. júlí - Ilja Métsjníkoff, úkraínskur örverufræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunanna í lífeðlisfræði (f. 1845).
- 4. september - José Echegaray, spænskt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1832).
- 15. nóvember - Henryk Sienkiewicz, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1846).
- 21. nóvember - Frans Jósef I., keisari Austurríkis-Ungverjalands (f. 1830).
- Eðlisfræði - Verðlaunin voru ekki afhent þetta árið.
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Bókmenntir - Carl Gustaf Verner von Heidenstam
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið.