Fara í innihald

Dólómítafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rósagarðurinn (ítalska: Catinaccio) er í Dólómítafjöllum á milli Tierser Tal og Eggental í Suður-Týról og Fassa-dalsins í Trentino. Hann sést vel frá borginni Bolzano, Sella, Latemar.
Þrír tindar Lavaredo“ (ítalska: Tre Cime di Lavaredo)
Faloriafjall (ítalska: Monte Faloria)er í Dólómítafjöllum, nálægt Cortina d'Ampezzo á Norður-Ítalíu. Það rís hæst 2.123 metra.

Dólómítafjöll eða Dólómítarnir (ítalska: Dolomiti) eru fjallgarður á Norðaustur-Ítalíu. Þau eru hluti af suður-Ölpunum og og ítölsku héruðunum Belluno, Suður-Týról og Trentino. Hæsti punktur þeirra er 3.343 metrar.

Dolomiti Bellunesi-þjóðgarðurinn og önnur vernduð svæði eru innan Dólómítanna. Árið 2009 voru fjöllin sett á heimsminjaskrá UNESCO. Þau eru þekkt fyrir hvassa tinda sína.

Átta háfjallagönguleiðir (ítalska: alte vie) eru um fjöllin. Það tekur um viku að ganga allar leiðirnar og eru fjallaskálar (ítalska: rifugi) á leiðinni.

Dólómítafjöll draga nafn af dólómít, helstu steintegund þeirra. Hún fékk nafn eftir franska jarðfræðingnum Dieudonné Dolomieu (1750 -1801)[1] sem fyrstu greindi steintegundina árið 1791 eftir rannsóknir sínar í Ölpunum.[2]

Dólómít byggir á gömlum kóralrifum og marmarahvít gnæfa þau upp úr fjallgarðinum og þegar sólin sest slær á þau purpurarauðum bjarma. Jarðmyndanir úr kalksteini má finna í Dólómítafjöllum [3]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Dolomites | Location, Mountains, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 17. júlí 2022.
  2. „Dieudonné Dolomieu | French geologist | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 17. júlí 2022.
  3. Af hverju eru flestir steinar gráir?Vísindavefur, skoðað 12. janúar 2020