Karlakórinn Fóstbræður
Útlit
Karlakórinn Fóstbræður er karlakór sem var stofnaður 23. nóvember 1916. Upphaflega hét kórinn Karlakór KFUM. 1936 var nafninu breytt í Fóstbræður eftir kvartett sem fyrsti söngstjóri kórsins, Jón Halldórsson, hafði sungið í í byrjun aldarinnar. Karlakór hafði hins vegar áður starfað innan KFUM allt frá 1912.
Kórinn rekur félagsheimili við Langholtsveg í Laugardal. Það var vígt 22. apríl 1972.