Lassen Volcanic-þjóðgarðurinn
Útlit
Lassen Volcanic-þjóðgarðurinn (enska: Lassen Volcanic National Park) er þjóðgarður í norðaustur-Kaliforníu og er hann nefndur eftir eldfjallinu Lassen Peak (3187 m.). Þar finnast háhitasvæði, hraun og óvirk eldfjöll eins og Cinder Cone (2105 m.) og Brokeoff Mountain/Mount Tehama (2815 m.). Einnig eru þar dyngjur: Mount Harkness, Red Mountain, Prospect Peak og Raker Peak sem eru frá um 2100-2600 metrar að hæð. Hraunbreiður eru aðallega úr basalti og andesíti. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1916 en þá hafði Lassen Peak gosið frá 1914 og hélt áfram með millibilum til 1921.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lassen Volcanic-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Lassen Volcanic National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. nóv. 2016.