Fara í innihald

Anna Bretadrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Anna Englandsdrottning)
Skjaldarmerki Stuart-ætt Drottning Stóra-Bretlands og Írlands
Stuart-ætt
Anna Bretadrottning
Anna
Ríkisár 8. mars 17021. ágúst 1714
SkírnarnafnAnna Stuart
Fædd6. febrúar 1665
 Höll heilags Jakobs, Westminster, Englandi
Dáin1. ágúst 1714 (49 ára)
 Kensington-höll, London
GröfWestminster Abbey, London
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Jakob 2. Englandskonungur
Móðir Anne Hyde
EiginmaðurGeorg Danaprins
BörnVilhjálmur prins, hertogi af Glaucester (d. 1700)

Anna (6. febrúar 16651. ágúst 1714) var drottning Englands, Skotlands og Írlands frá 8. mars 1702 til 1. maí 1707. Þann fyrsta maí 1707 voru tvö ríki hennar, England og Skotland, sameinuð í konungsríkið Stóra-Bretland. Anna var drottning Stóra-Bretlands og Írlands til dauðadags.

Anna fæddist á valdatíð frænda síns, Karls 2., sem átti engin skilgetin börn. Faðir hennar, Jakob, var því erfingi að krúnunni. Hann var óvinsæll þar sem hann var grunaður um að vera kaþólikki og því skipaði Karl svo fyrir að Anna og eldri systir hennar, María, yrðu aldar upp í enskri mótmælandatrú. Þremur árum eftir að hann settist á konungsstól var Jakob steypt af stóli í dýrlegu byltingunni árið 1688. María og hinn hollenski eiginmaður hennar, Vilhjálmur, settust saman á valdastól. Systurnar höfðu verið nánar en ágreiningur um efnahagsmál Önnu, stöðu hennar og félagsskapinn sem hún hélt blossaði upp á milli þeirra stuttu eftir valdatöku Maríu. Vilhjálmur og María eignuðust engin börn. Eftir andlát Maríu árið 1694 ríkti Vilhjálmur einn þar til hann lést einnig árið 1702 og Anna tók við af honum.

Á valdatíð sinni var Anna höll undir hófsama íhaldsmenn, sem voru líklegari til að vera henni sammála um trúmál en andstæðingar þeirra, Viggarnir. Viggarnir náðu meiri völdum í spænska erfðastríðinu þar til Anna leysti marga þeirra frá störfum árið 1710. Vinskapur hennar við Söru Churchill, hertogaynju af Malborough, beið hnekki vegna andstæðra stjórnmálaskoðana þeirra. Hertogaynjan hefndi sín á drottningunni með því að lýsa henni á mjög niðrandi hátt í endurminningum sínum.

Anna var ekki heilsuhraust og frá fertugsaldri var hún bæði hölt og akfeit. Hún varð sjö sinnum ólétt en engin börn hennar lifðu móður sína. Því varð Anna síðasti breski einvaldurinn af Stuart-ætt. Árið 1701 voru lög sett sem bönnuðu kaþólikkum að sitja á konungsstól og því varð frændi hennar, Georg 1., konungur eftir hennar dag.


Fyrirrennari:
Vilhjálmur 3.
Drottning Bretlands og Írlands
(8. mars 17021. ágúst 1714)
Eftirmaður:
Georg 1.