Le Havre

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Le Havre

Le Havre er hafnarborg í umdæminu Seine-Maritime í Normandí í Frakklandi. Hún stendur á bakka árinnar Signu þar sem hún rennur út í Ermarsund. Höfnin í Le Havre er önnur stærsta höfn Frakklands á eftir Marseille. Íbúar eru um 175 þúsund. Borgin var stofnuð af Frans 1. árið 1517 þar sem höfnin í þorpinu Harfleur ofar við ána var að fyllast af seti.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.