Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 59.285 greinar.
Samvinna nóvembermánaðar 2024 stefnir að því að bæta umfjöllun um Albaníu.
Nokkrar tillögur að greinum:
Shkodër • Ismail Kadare • Albanskt lek • Innrás Ítala í Albaníu
Albanska mafían • Bajram Begaj • Ismail Qemali • Edi Rama
Grein mánaðarins
Eldgosin við Sundhnúksgíga er eldgosahrina sem hófst í desember 2023 við Sundhnúksgíga norðan Grindavíkur og austan Svartsengis. Goshrinan hófst eftir að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023 og stór kvikugangur myndaðist í nóvember. Nú hafa orðið sex sprungugos á kvikuganginum þar sem hraunrennsli er mest fyrstu klukkustundirnar þegar gýs á langri sprungu en gosin hafa svo dregist saman á fáein gosop sem hafa sum verið virk í margar vikur. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og því má reikna með að eldgosin eigi eftir að verða fleiri.
Eldgosahrinan og jarðhræringar í aðdraganda hennar eru á meðal stærstu náttúruhamfara sem gengið hafa yfir á Íslandi. Grindavíkurbær var rýmdur þegar kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember 2023 og þar hefur orðið verulegt eignatjón á fasteignum og innviðum, aðallega vegna sprunguhreyfinga. Hraun frá eldgosunum hefur runnið yfir vegi og lagnir og ráðist hefur verið í gerð mikilla varnargarða til að verja bæði Grindavíkurbæ og Svartsengisvirkjun.
Í fréttum
- 6. nóvember: Donald Trump er kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 3. nóvember: Maia Sandu er endurkjörin forseti Moldóvu.
- 2. nóvember: Kemi Badenoch (sjá mynd) verður leiðtogi breska Íhaldsflokksins.
- 30. október: Yfir 200 látast í flóðum í Valensía á Spáni.
- 13. október: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar springur. Boðað er til Alþingiskosninga í nóvember.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 9. nóvember
- 2004 - Útgáfa 1.0 af Mozilla Firefox kom út.
- 2005 - Rúmlega 50 manns létu lífið og um 120 særðust í sjálfsmorðssprengjusárásum í Amman í Jórdaníu.
- 2009 - Í Berlín var haldið upp á 20 ár frá falli Berlínarmúrsins.
- 2010 - 5,6 milljón eintök af tölvuleiknum Call of Duty: Black Ops seldust á einum sólarhring, sem var met.
- 2014 - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu var haldin. Yfir 80% samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði. Hæstiréttur Spánar hafði áður dæmt þjóðaratkvæðagreiðsluna ólöglega.
- 2015 - Katalónska þingið samþykkti að stefna að sjálfstæði héraðsins. Ríkisstjórn Spánar kærði samþykktina til hæstaréttar.
Vissir þú...
- … að Charles Curtis, varaforseti Bandaríkjanna frá 1929 til 1933, er eini ameríski frumbygginn sem hefur gegnt embætti varaforseta landsins?
- … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
- … að Jeannette Rankin (sjá mynd), fyrsta konan til að ná kjöri á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var jafnframt eini þingmaðurinn sem kaus gegn stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna gegn Japan árið 1941?
- … að Taínóar voru fyrsta ameríska frumbyggjaþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á ferðum sínum til Ameríku?
- … að sex af tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dollara?
- … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |