Leiðtogaskóli Íslands
Leiðtogaskóli Íslands | |
---|---|
Skammstöfun | LUF |
Gerð | Óformlegur skóli frjálsra félagasamtaka |
Markmið | Efla leiðtogahæfni og valdefla ungt fólk í félagasamtökum |
Staðsetning | Hitt húsið |
Vefsíða | Heimasíða |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: texti mjög líkur því sem félagið sjálft myndi skrifa |
Markmið Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) er að efla leiðtogahæfni og valdefla ungt fólk í félagasamtökum. Skólinn er rekinn af Landssambandi ungmennafélaga (LUF), án hagnaðarsjónarmiða í þágu ungs fólks.[1]
Leiðtogaskóli Íslands (LUF) eru regnhlífarsamtök félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 32 aðildarfélög. Þau eru öll lýðræðisleg frjáls félagasamtök sem starfa á landsvísu, eru leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
LSÍ er vettvangur aðildafélaga LUF til að þjálfa persónulega hæfni, efla tengslanet, deila reynslu, auka getu og leiðtogahæfni. Allt ungt fólk, á aldrinum 16-35 ára, getur sótt um þátttöku en meðlimir aðildarfélaganna fá forgang að skráningu. Í LSÍ fá þátttakendur tækifæri til að læra um mannréttindi og lýðræði í verki á fjölbreyttum valnámskeiðum sem tengjast starfi félagasamtka. Dæmi um námskeið eru hópefli, stjórnarsetu, fundarstjórn, ræðumennsku, fjármögnun, stefnumótun auk mannréttinda- og lýðræðisfræðslu. Þjálfarar skólans koma einnig úr röðum aðildarfélaganna og mynda Þjálfarateymi LUF[2] (e. Pool of Trainers -PoT.)
Skólahald fer fram á hverju hausti (sept/okt) í Hinu húsinu.
Leiðtogaskóli Íslands hefur hlotið viðurkenningu Evrópuráðsins (e. Council of Europe) sem „gott fordæmi“ (e. best practice) í Evrópu.
Hugsjón LSÍ
[breyta | breyta frumkóða]Skólinn leggur áherslu á lýðræði og mannréttindi í verki – þar sem áætlun Evrópuráðsins um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindafræðslu (Kompás) er notaður sem leiðarvísir.
Takmark skólans er að stuðla að því að samevrópska ungmennaáætlunin um mannréttindafræðslu verði að rauðum þræði í starfi Landssambands ungmennafélaga. Áætlunin miðar að því að óformleg fræðsla meðal ungmenna verði þróuð og viðurkennd sem fræðsla um mannréttindamál. Hlutverk ungmennafélaga er sérstaklega viðurkennt sem verðmætt framlag sem stuðlar að mannréttindafræðslu og eflingu lýðræðislegrar borgaravitundar. Jafnframt er mælst til þess að ungt fólk og ungmennafélög skapi grundvöll fyrir mannréttindafræðslu.
Þema LSÍ árið 2020 eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.[3]
Umsóknarferli
[breyta | breyta frumkóða]LSÍ er fyrir unga leiðtoga í ungmennageiranum.
Skólinn er hugsaður fyrir meðlimi félagasamtaka á aldrinum 16-35 ára. Þátttakendur eru ýmist úr stjórnum félagasamtaka, sjálfboðaliðar eða aðrir áhugasamir félagsmenn. Meðlimir aðildarfélaga LUF fá forgang á skráningu því færri komast að en vilja. Þátttakendur eru valdir þannig að þeir endurspegli sem flest aðildarfélög LUF sem og út frá aldri, kynjahlutfalli, áhuga, vilta til að læra og stöðu til að miðla þekkingu áfram. Litið er á leiðtogahlutverk og/eða reynslu af ungmenna- og hagsmunastarfi sem kost. Skráning fer fram að hausti í aðdraganda skólahalds.
Þátttaka er meðlimum aðildarfélaga LUF að kostnaðarlausu.
Skipulag skólans
[breyta | breyta frumkóða]Umsækjendur sem komast inn í skólann skuldbinda sig til að sækja námskeið LSÍ í Hinu húsinu og vinna lokaverkefni í tengslum við þema skólans.
Námskeið skólans eru fjölbreytt og ólík eftir árum, t.d. hópefli, stjórnarseta, fundarstjórn, ræðumennska, fjármögnun, stefnumótun og mannréttinda- og lýðræðisfræðsla. Lagt er upp úr jafningjafræðslu þar sem þjálfarar skólans eru jafnt kennarar og nemendur. Samhliða skólanum vinna þátttakendur lokaverkefni sem þeir kynna á lokadegi skólans. Verkefnið getur verið í hvaða formi sem er, t.d. skýrsla, myndband, styrktarumsókn, samstarfsverkefni, málþing, hópeflisviðburður eða félagsleg nýsköpun. Einu skilyrðin eru að lokaverkefnin tengist mannréttindum og að afurð þess nýtist a.m.k. einu félagi, beint eða óbeint.
Útskrift
[breyta | breyta frumkóða]Á lokadegi LSÍ fer fram málþing þar sem sem þátttakendur kynna lokaverkefnið sitt. Að málþingi loknu hljóta þáttakendur viðurkenningu á hátíðlegri útskriftarathöfn.
Þjálfarateymi LUF
[breyta | breyta frumkóða]LSÍ er rekinn af hugsjón sem byggir á jafningafræðslu og óformlegri menntun. Þjálfarar skólans eru bæði nemendur og kennarar sem miðla reynslu sinni á jafningagrundvelli.
Þjálfarar LSÍ mynda Þjálfarateymi LUF (e. Pool of Trainers – PoT) sem er gagnagrunnur af hæfum þjálfurum. Þjálfaralið LUF samanstanda af þjálfurum sem hafa reynslu, getu og þekkingu til að miðla fræðslu og þjálfa færni ungs fólks í margvíslegu ungmennastarfi. LUF sækir innblástur aðferðarinnar til Evrópuráðsins og Evrópska ungmennavettvangsins þar sem um er að ræða afurð af „þjálfun þjálfara“ (e. Train the Trainers.)[4]
Þeir sem útskrifast úr LSÍ og aðrir sem uppfylla hæfnisskilyrðin geta sóst eftir að verða hluti af teyminu. Með þessu móti byggir LUF upp meiri getu með hverju árinu og getur boðið upp á margvísleg námskeið fyrir aðildarfélög LUF í framtíðinni. Þetta er gert til að mæta eftirspurn eftir óformlegu námi ungmennafélaga þannig að auðvelt verður fyrir ungmennafélög að finna þjálfara við hæfi. Hver og einn þjálfari sérhæfir sig í mismunandi greinum, s.s. í hópefli, mannréttindafræðslu, stjórnarsetu, fundarstjórn, ræðumennsku, almannatengslum, stefnumótun eða fjármögnun. Aðildarfélög LUF geta nálgast gagnagrunn þjálfarateymisins og óskað eftir þjálfara í námskeiðahald allan ársins hring.
Þjálfarateymið er aðferð sem stuðst er við víða í Evrópu til þess að byggja upp getu ungmennafélaga í að miðla óformlegu námi.
Þjálfarateymi LUF er hluti af framþróun Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) sem var þróaður af aðildarfélögum LUF árið 2015 og stofnaður 2016. Hann var fjármagnaður af mennta- og menningarmálaráðuneytinu árið 2016 og af Evrópuráðinu árið 2017.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Leiðtogaskóli Íslands“. Landssamband ungmennafélaga. Sótt 10. ágúst 2020.
- ↑ Isebarn, Tinna. „Þjálfarateymi LUF“. Landssamband ungmennafélaga. Sótt 7. ágúst 2020.
- ↑ „Heimsmarkmið | Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi“. www.un.is. Sótt 4. ágúst 2020.
- ↑ Isebarn, Tinna. „Þjálfarateymi LUF“. Landssamband ungmennafélaga. Sótt 10. ágúst 2020.