Landssamband ungmennafélaga
Landssamband ungmennafélaga | |
---|---|
[[Image:|200px]] | |
Skammstöfun | LUF |
Undanfari | Æskulýðssamband Íslands |
Stofnun | 2004 |
Gerð | Regnhlífasamtök ungmennafélaga á Íslandi |
Höfuðstöðvar | Mannréttindahúsið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík |
Meðlimir | 41 aðildarfélög, 67.000 meðlimir |
Forseti | Geir Finnsson |
Framkvæmdastjóri | Tinna Isebarn |
Vefsíða | luf.is |
Verðlaun | Skörungur - íslensku ungmennaverðlaunin |
Landssamband ungmennafélaga (LUF) eru regnhlífarsamtök félagasamtaka ungs fólks á Íslandi. LUF tilheyra 41 aðildarfélög sem öll eru lýðræðisleg, frjáls ungmennafélög sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Landssambandið hefur það að markmiði að vernda og efla réttindi ungs fólks, valdefla ungt fólk í samfélaginu og hvetja til virkrar samfélagsþátttöku þeirra, efla samstarf ungmennafélaga og stuðla að umræðu og þekkingarsköpun um málaflokkinn.
LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt vilja þeirra. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks andspænis íslenskum stjórnvöldum, hefur upplýsingaskyldu að gegna gangvart aðildarfélögunum og þjónustar þau á margvíslegan hátt. Auk þess talar LUF fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi, er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ(en)) og heldur utan um verkefnið Ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í samstarfi við Félag Sameiðuðu þjóðanna á Íslandi.
LUF er með samning við mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir rekstur skrifstofu.
LUF rekur Leiðtogaskóla Íslands.
Alþjóðastarf
[breyta | breyta frumkóða]LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum(en) og hefur því skyldum að gegna gagnvart þeim heildarsamtökum. LUF er jafnframt aðili að Norðurlanda- og Eistrasaltsríkjabandalaginu „Nordic Baltic Cooperation“ (NBC). LUF hefur alltaf lagt ríka áherslu á alþjóðlega samvinnu, sem hefur eflst að undanförnu og verður haldið áfram af krafti. LUF á einnig fulltrúa í Ráðgjafaráði Evrópuráðsins í málefnum ungs fólks (e. Advisory Council on Youth to the Council of Europe), Norrænu barna- og ungmennanefndinni, NORDBUK, Sérfræðihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um Heimsmarkmiðin (e. Expert Group on SDGs of the Nordic Council of Ministers) og sérfræðihópum YFJ um mannréttinda-, innflytjenda- og loftlagsmál.
Sendinefnd LUF hjá sameinuðu þjóðunum
Ungmennafulltrúar Íslands skipa sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af aðildarfélögum LUF og sækja viðburði Sameinuðu þjóðanna í umboði íslenskra ungmenna en á vegum íslenskra stjórnvalda.
Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme.) Ungmennafulltrúarnir sækja viðburði í samstarfi við sendandi ráðuneyti.
Sendinefndin skipar nú 10 fulltrúa á sex sviðum; einn á sviði mannréttinda, tvo á sviði barna og ungmenna, tvo á sviði kynjajafnréttis, tvo á sviði loftslagsmála, tvo á sviði sjálfbærrar þróunar og einn á sviði mennta, vísinda og menningar.
Aðildarfélög
[breyta | breyta frumkóða]Aðildarfélög LUF eru 41 talsins og samanstanda af lýðræðislegum frjálsum félagasamtökum sem starfa á landsvísu. Samanlagt telja meðlimir aðildarfélaga LUF um 67.000 á aldrinum 15-35 ára.
Hlekkir
[breyta | breyta frumkóða]