Tarsan (kvikmynd 1999)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Tarsan (enska: Tarzan) er bandarísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Feature Animation. Myndin byggir á sögu Tarzan of the Apes eftir Edgar Rice Burroughs. Myndin var frumsýnd þann 18. júní 1999.

Kvikmyndin var þrítugasta og sjöunda kvikmynd Disney-kvikmyndaversins í fullri lengd. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Chris Buck og Kevin Lima. Framleiðandinn var Bonnie Arnold. Handritshöfundar voru Tab Murphy, Bob Tzudiker og Noni White. Tónlistin í myndinni er eftir Mark Mancina og sungið af Phil Collins. Árið 2005 var gerð framhaldsmynd, Tarsan 2, sem var aðeins dreift á mynddiski.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.