Tarsan (kvikmynd frá 1999)
Útlit
(Endurbeint frá Tarsan (kvikmynd 1999))
Tarsan | |
---|---|
Tarzan | |
Leikstjóri | Chris Buck Kevin Lima |
Handritshöfundur | Tab Murphy Bob Tzudiker Noni White |
Framleiðandi | Bonnie Arnold |
Leikarar | Tony Goldwyn Minnie Driver Glenn Close Alex D. Linz Rosie O'Donnell Brian Blessed Nigel Hawthorne Lance Henriksen Wayne Knight Taylor Dempsey |
Klipping | Gregory Perler |
Tónlist | Mark Mancina |
Frumsýning | 12. júní 1999 19. nóvember 1999 |
Lengd | 88 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 130 milljónir USD |
Heildartekjur | 348 milljónir USD |
Undanfari | Tarsan 2 |
Tarsan (enska: Tarzan) er bandarísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Feature Animation. Myndin byggir á sögupersónunni Tarzan úr verkum Edgar Rice Burroughs. Myndin var frumsýnd þann 18. júní 1999.[1]
Kvikmyndin var þrítugasta og sjöunda kvikmynd Disney-kvikmyndaversins í fullri lengd. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Chris Buck og Kevin Lima. Framleiðandinn var Bonnie Arnold. Handritshöfundar voru Tab Murphy, Bob Tzudiker og Noni White. Tónlistin í myndinni er eftir Mark Mancina og sungið af Phil Collins. Árið 2005 var gerð framhaldsmynd, Tarsan 2, sem var aðeins dreift á mynddiski.
Talsetning
[breyta | breyta frumkóða]Ensk talsetning | Íslensk talsetning | ||
---|---|---|---|
Hlutverk | Leikari | Hlutverk | Leikari |
Young Tarzan | Alex D. Linz | Tarzan ungur | Jónmundur Grétarsson |
Adult Tarzan | Tony Goldwyn | Tarzan Fullorðinn | Egill Heiðar Anton Pálsson |
Jane Porter | Minnie Driver | Jane Porter | Inga María Valdimarsdóttir |
Kala | Glenn Close | Kala | Hanna María Karlsdóttir (Tal)
Guðrún Gunnarsdóttir (Söngur) |
Clayton | Brian Blessed | Clayton | Arnar Jónsson |
Professor Archimedes Q. Porter | Nigel Hawthorne | Prófessor Porter | Guðmundur Ólafsson |
Kerchak | Lance Henriksen | Kertjak | Pálmi Gestsson |
Terk | Rosie O'Donnell | Terka | Ólafía Hrönn Jónsdóttir |
Young Tantor | Taylor Dempsey | Tantor ungur | Gisli Baldur Gíslason |
Adult Tantor | Wayne Knight | Tantor Fullorðinn | Ari Matthíasson |
Singer | Phil Collins | Söngvari | Stefán Hilmarsson |
Lög í myndinni
[breyta | breyta frumkóða]Upprunalegt titill | Íslenskur titill |
---|---|
«Two Worlds» | «Tvö Kyn» |
«You'll Be In My Heart» | «Í Brjósti Mér Þú Býrð» |
«Trashin' the Camp» | «Tjaldstæði Rústað |
«Strangers Like Me» | «Kenndu Mér Allt» |
«Son of Man» | «Mennska Barn» |
«Two Worlds (finale)» | «Tvö Kyn (lokalag)» |