Wells
Útlit
Wells er borg og sókn í Somerset í Englandi. Íbúar hennar voru 10.536 árið 2011. Dómkirkja er í borginni og því hefur Wells lengi verið viðurkennd sem borg.
Borgin er nefnd eftir þremur lindum (well þýðir „lind“ á ensku) sem eru tileinkaðar Andrési postula. Ein þeirra liggur undir markaðstorginu en hinar tvær á jörð dómkirkjunnar. Rómverjar stofnuðu byggð í kringum lindirnar sem óx á tíma Engilsaxa þegar Ine af Wessex stofnaði klaustur þar árið 704.
Á 17. öld varð Wells miðstöð klæðaverslunar. Borgin er einnig þekkt fyrir þáttöku í Ensku borgarastyrjöldinni og Uppreisn Monmouths. Margt er um sögulegar byggingar í borginni og því hafa margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið tekin upp í Wells.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða] Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.