Sunfish
Útlit
Sunfish er vinsæl grunnrist kæna hönnuð af bandaríska fyrirtækinu Alcort á 6. áratug 20. aldar. Hún er 4,2 metrar að lengd og vegur aðeins 59 kíló. Hún er með þríhyrnt latneskt segl sem er strengt á rá bæði að ofan og neðan. Báturinn var viðurkenndur sem alþjóðleg keppnisgerð árið 1981.
Hægt er að tvímenna og þrímenna á Sunfish en oftast er aðeins einn sem siglir honum.